Alþýðublaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 9
Takið effir Klæði og geri við bólstruð húsgögn. HAFNARFIRÐI Sími 50020. Gos-Sælgæfi El má bíða að flýta för ef er svangur maginn heitar pylsur Grandakjöi selur allan daglnn. GRANDAKJÖB Sími 24212. Rafvirkjar Fotoselluofnar, Rakvélatenglar, Mdtorrofar. Höfuðrofar, Rofar, Tenglar. Varahús, Varatappar. Sjálfvirk rör, Vír, Kapall, margar gerðir. Lampar í baðherbergi, ganga, geymslur, Handlampar Vegg-, loft og lampafalir inntaksrör, jámrör, 1“ 1Y4“ m" og 2". Einangrunarband, marglr litir og önnur smávara. — Allt á einum stað. Rafmagnsvörubúðin sf. Suðurlandsbraut 12. Sími 81670. — Næg bílastæði. — BtLAKAUP 15812 — 23900 Höfmn kaupendnr «B flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifrelðum. Vlnsamlcgast látlð skrá bli- reiðina sem fyrst. BlLAKAUP Skúlagötu 55 yið Rauðará Simar 1581* - SS9M. ÓTTAR YNGVASON héraðsdómslögmaður ' MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ 1 • SÍMI 2;J296 — Já, viðurkenndi hún. — Eitthvað alvarlegt? - Já. — Eitthvað, sem gæti orðið hneyksli? - Já. - >á kemur það mér ekki síður við en þér, sagði hann. — Ég verð að fá að vita, hvað það er, sem gæti haft úrslitaáhrif á líf mitt. Ef þú segir mér það ekki, verð ég að fara aðrar leið- ir til að komast að því. Segðu mér það frekar; ég .... Hann þagnaði, því það var hringt að dyrum. — Þetta er Harridge ungi, farðu og opnaðu fyrir honum. Þegar hún sá hann standa fyrir utan, áhyggjufullan á svip- inn, sá hún hann með allt öðr- um augum en fyrr. — Elskan min! sagði hann. — Ó, Irene, þú gerðir mig svo skelfdan! Ég hélt, að þú ....... Hann leit á hana og sá, að það var kominn breyttur glampj í augu hennar. Hann tók hana í faðm sér og kyssti hana og hún barðist ekki á móti. — Segirðu enn, að ég megi ekki elska þig? Neitarðu því, að þú elskir mig? — Nei, elskan mín; ég elska þig jafnheitt og þú elskar mig! — Og þú stingur mig ekki af? Þú kemur í búðina á! morgun eins og venjulega? Við hittumst aftur, hvað svo sem verður? — Við ættum aldrei að sjást, en ég get ekki annað, hvíslaði hún. SEYTJÁNDI KAFLI. — Ég hef ákveðið mig, sagði Mary Bruton. — Ég fer heim og þá getur þú ekki búið hér leng- ur. — Hvers vegna ekki? spurði Irene. — Ég ér rétt farin að þekkja föður minn og ég held, að hann kunni vel við mig. — Mamma, mig langar svo .... — Ég veit það, vina mín. En menn vita ekki, að þú ert dóttir hans og hvað heldurðu að fólk segi, ef það fréttist, að þú býrð hér ein hjá piparsveini. Þú veizt, hvernig fólk er. Hún gat ekki mótmælt þessu. Hún leigði sér herbergi á mat- sölustað jafn nálægt íbiið fööur síns og henni var unnt og hún varð fyrir miklum vonbrigðum, þegar honum virtist standa al- gjörlega á sama, þegar hún sagði ekki einu sinni, að hann vildi sjá hana aftur. — Ég skrifaði heimilisfang mitt hérna, sagði hún og rétti honum bréfmiða. — Ég geymi það, ef ég skyldi þurfa að nota það, tautaði hann og lét hana fara án þess svo mikið sem að taka í höndina á' henni. Frú Bruton fór á miðvikudags morgni og sama dag sýndi Irené pelsa. Ungfrú Henson kallaði hana til sín og sagðist ætla að taka við afgreiðslunni. — Frú Harridge vill tala við yður, sagði hún. — Mér heyrð- ist á henni, að eitthvað væri að. Irene tók lyftuna upp á f jórðu hæð þar sem skrifstofur frú Harridge voru. Emily Harridge i>m>i)))i))i iitiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiii "i LAUSALEIKS- BARNIÐ eftir J. M. D. Young 'MiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiiimiiitmitmmiMtiiiimiiiiiiimmmi niiii m mmmmiimimi m mmmmimi 11111111111111111111111111111111111111111111111)11111111111^ sat við skrifborð sitt óaðfinnan- lega klædd eins og alltaf. — Fáið yður sæti, sagði hún og benti á stól, sem stóð hinum megin við skrifborðið. Hún tók vélritað blað, sem lá við hlið- ina á hönd hennar. Þetta er skýrsla um yður, sem hr. Rudd sendi mér. — Ég vissi að það hefur ver- ið fylgzt með mér síðan ég fór með pelsinn, sagði Irene. — En ég stal honum ekki og ef hann segir eitthvað annað, þá .... — Það er ekki þannig, sagði Emily Harridge hvasst. — Hann var að koma frá Thickley Warr en. Ég sendi hann þangað á mánudaginn. 18. kafli. — Nú! Irene varð orðlaus um stund. — Hvers vegna.... — Hvað gat ég gert annað eft ir að ég hafði séð yður tala við Rod Burton? Þér heitið ekki Warren eins og þér sögðust heita. Þér heitið Irene Burton. — Svo þér vitið það? stundi Irene. Frú Harridge leit varlega um hverfis sig eins og hún áliti að veggirnir hlustuðu. — Þú ert dóttir mín, sagði hún. — Er það svo mikið áfall fyrir þig? — Áfall? sagði Emily Harr- idge. — Ég get ekki hugsað mér neitt verra. — Áttu við að þú hatir mig? — Ég hef borgað fyrir að eiga þig. Ég get ekki átt fleiri börn. 4 — Ég fékk að vita það á sunnu daginn var. Ég hélt að Tony væri sonur þinn og hálíbróðir minn. — Ég á hann! sagðj Emily Harridge. Ég ól hann upp og ég hef elskað hann eins og son minn. Hann er aleigan mín. Og nú - þú og hann - skilurðu það ekki? Þetta er voðalegt! Að hugsa sér að hann skuli elska þig. — Mér finnst það leitt, sagði Irene. — Leitt? Hvers vegna varstu að troða þér upp á okkur? Hvers vegna gerðirðu hann ástfanginn í þér? Hann lítur upp til mín og dáir mig, en ef hann... — Ég ætla ekki að segja hon um það, sagði Irene. — En hann kemst að því, ef þú heldur áfram að vera hér. Hann talar um að kvænast þér. Hann verður að fá að vita, hver þú ert. Þú konan hans! Það er óhugs- andi. Ég vildi óska að ég hefði aldrei séð þig! Hún þagnaði því að nú var barið að dyrum. Þegar Irene leit við sá hún að Tony kom inn um dyrnar. — Hvað gengur hér á? spurði hann. Irene hrinti honum frá sér þegar hann reyndi að halda aft ur af henni og þaut út um dyrn ar. Hún hljóp niður í fatageymsl una, tók hatt sinn og kápu og yfirgaf búðina. 19. kafli. Ef Irene hugsaði mikið um Mary Bruton mátti segja, að Mary hugsaði ekki um annað en stúlk una sem hún hefði varið með lífi sínu ef nauðsyn hefði krafið. Það var Irene vegna, sem hún fór aftur til „Galthaussins”. — Hver andskotinn er þetta? Hvað viljið þér? Þegar hún heyrði þessa hásu, illgjörnu rödd, vissi Mar.v að hún var komin heim. Rod Burton kom út úr eldhúsinu með úfið hár og reiðilegan svip. Hann varð undrandi, þegar hann sá, hver kom. — Þú? Ertu komin aftur? Hvar er stelpan? — Þú getur treyst því, að að hana sérðu aldrei. Heldur ekki i London, ef þú hefur minnstu vitglóru. Um leið og Mary Burton fékk minnstu frístund stalst hún nið ur og skrifaði bréf til Irene en þegar hún ætlaði að taka bréf- miðann með heimilisfangj henn ar úr tösku sinni var liann horf- inn. Hún hellti úr töskunni en. fann hvergi blaðið, sem hún hafði skrifað heimilisfang Irene á. Hún hljóp inn í krána þar sem. Rod var að búa allt undir opi> unina um kvöldið. — Fórstu í töskuna mína? Tókstu eitthvað? — Ég hef ekki snert töskuna þína, urraði hann. — Hvað átti. ég svo sem að taka þar? Heimilisfang Irene. Líttu í augun á mér, Rod Burton. Tóksta hann? 3. janúar 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.