Alþýðublaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 7
Idur
urlegu tilefni. Jónasi Árnasyni
tekst það að nokkru leyti — og
þó engan veginn til fullnustu.
Táp og fjör, fyrri leikurinn, er
allur léttari í vöfum, að líkincl-
um þykir hann „meiri leikur”
en sá síðari. Sagan í leiknum er
ofboð kunnugleg að vísu- tveir
bræður í sveitinni, og hefur
annar þeirra þjónað undir hinum
um langa ævi, uppgjör þeirra að
skilnaði sem loksins gerir ljóst
hvemig í öllu liggur. Þetta efni
gæti iíkast til enzt í langa og
grafalvarlega sveitasögu, en
Jónas Árnason færir það í síri-
um meðförum nánast inn á
svið barnagarðsins, bræðumir
tveir hafa alla tíð verið og eru
enn sömu strákarnir. Aðkomu-
maðurinn í viðureign þeirra,
Mikki bítill, er að sínu leyti jafn-
einfaldur að gerð, báðar útgáfur
hans, hinn harðsvíraði bítill og
sunnudagaskólapilturinn sem
leynist bak við lubbann. En
Jónas Árnason notfærir sér ekki
nema að litlu leyti öll þau færi
sem þetta efni virðist veita hon-
um til að draga dár að hvers
kyns fastahugmyndum um sveit
og borg, sveitamenn og borgar-
æsku — og undir lokin virðist
sem sagt ætlun hans að áhorf-
endur fari að taka þá alvarlega,
sem manneskjur, Lása fjósa-
mann og Mikka bítil; og það er
ofætlun. Einna skemmtilegast í
leiknum er sjálft málfar bítils-
ins, sem Jónasi tekst að gera úr
kostulega paródíu á borgar-
slanginu, einhvers konar spírit-
us koncentratus úr málfari æsk-
unnar; og Borgar Garðarsson
fer einkar rösklega með Mikka
hvort heldur hann er töff eða
spældur. Lási Steindórs Hjör-
leifssonar, sem er einkennilega
fljótur að skilja hvaðeina sem
Mikki segir, er einhvers konar
Chaplin fjósamaður, hlýleg og
kímileg manniýsing; Guðmund-
ur Pálsson, Margrét Ólafsdótt-
ir og Jón Sigurbjörnsson gæddu
annað fólk í leiknum, Ebba,
Jönu og Alexander glöggu og
skoplegu svipmóti.
Seinni þátturinn í sýningu
Leikfélagsins, Drottins dýrðar
koppalogn, er allur meiri fyrir
sér á sviðinu. Þar ægir saman í
upphafi þorpsgötu, kirkjugarði,
uppsátri og verbúð, og inn í
þetta öngþveiti ryðst fjölmennt
fuiltrúalið fólksins í þorpinu,
kunnuglegt úr skrýtlum og skáld-
skap. Þar er augafullur læknir,
íhaldssamur hreppstjóri, fá-
kænn og þröngsýnn oddviti,
pipraður kvenmaður í peysuföt-
um, fullir strákar, veiklundaður
og góðviljaður kennari; og þar
er prestur sem er ástríðufullur
vélamaður og gerir við alla mót-
ora þorpsins. Kannast nokkur
við þennan söfnuð? Og getur
nokkur gert sér í hugarlund
Drottins dýrðar koppalogn: Brynjólfur Jóhannesson og Guðmundur
Pálsson.
hver viðbrögð hans verða þegar
hann Mangi mállausi kemur
með tundurdufl í slefi og fer að
rústbanka það í fjörunni? Ein-
hverjum kann að þykja Jónasi
Árnasyni næsta lítið „niðri fyr-
ir” í fyrri þættinum, en í dæmi-
sögu þess. seinni er auðnumin ná
vist hins ötula hernámsandstæð-
ings og atómfjanda sem Jónas
Árnason einnig er. Því er nú
betur að ekki fer meira fyrir
honum er svo; kvíðvænlegt var
í seinni þættinum að honum
dygði ekki minna en bomban
spryngi og upp kæmi á baktjald-
inu þetta eilífa gorkúluský sem
höfundar brúka til að setja nú
mátulegan skrekk í sína sauð-
heimsku áhorfendur; en það varð
ekki í þetta sinn. Þessi leikur
Jónasar er skemmtunarleikur
um hið óskemmtilegasta efni —
en enginn getur neitað alvöru
hans, veruleikanum sem leikui’-
inn lýsir í sinni öfgafullu, fá-
ránlegu mynd. Það verður hins
vegar að Jónasi fundið, að hann
dregur sína góðu hugmynd ó-
hæfilega á langinn, reynir til
að teygja hana út á alla enda
og kanta, reynir þar með ó-
hæfilega á langlundargeð áhorf-
andans — og kemur því minna
við samvizku hans en skyldi.
í þessum leik er alls ekki
reynt til við alvarlega eða skáld-
lega persónusköpun, manniegt
líf á sviðinu í eigin rétti, ein-
ungis skopgerving þess. Og per-
sónur þær sem fyrir ber í leikn-
um eru hnyttilega tilfundnar, þó
þær séu ekki frumleg smíð .Tón-
asar Árnasonar. Brynjólfur Jó-
hannesson fer með sinni venju-
legu leikni með séra Konráð,
hinn vélhaga klerk og áhuga-
sama cmbættismann; kostuleg
er lýsing „framfaranna” í kirkju-
garðinum í tíð prests. Ásamt
honum er einkum að nefna út-
metinn „landsbysidiot,” Vilhjálm
tengdason, sem Guðmundur
Pálsson lýsir öldungis kostu-
lega; Jakob hreppstjóra Jóns
Sigurbjörnssonar, mátulega
„þjóðlega” mannlýsing, Georg
oddvita Jóns Aðils, sem vonandi
endist betur á sviðinu en mál-
ari hans í Málsókninni í vor, og
Davíð skólastjóra Péturs Ein-
arssonar. En er ekki Davíð, röld
hrópandans, sem knýr tilgangs-
laust á eyru þorpsins, oklcar allra,
fullhátíðlega tekinn af leikaran-
um og leikstjóra, ef ekki höf-
undi? Helgi Skúlason hefur sett
leikina á svið af mikilli nær-
færni og nákvæmni, en í seinni
leiknum finnst manni öðrum
þræði að öfgafengnari stílfærsla,
óþvegnara spott og spé heíði
getað fleygt leiknum betur
fram. Og þó — þó verður ekki
hjá því komizt að efnið leyfir
ekki „absúrdari” útfærslu, önnur
tilþrif í leiknum; höfundurinn
er að reyna að segja fleira, og
meira, í einu en lekurinn leyfir.
Þar f.vrir verður því ekki neitað
að þessir leikir Jónasar Árnason-
ar, og einkum sá siðari, eru með
áhugaverðari tilraunum íslenzkra
leikskálda í seinni tíð.
Steinþór Sigurðsson hefur
gert leikmyndir sýningarinnar
með sömu list og vant er, og
hefur ekki verið vandalaust að
fá sviðið til að rúma allt sem
til þurfti. Það var rétt hjá
ljósameistara að koma áhorfend-
um til að klappa sérstaklcga fyr-
ir leikmynd seinni þáttarins —
og sjálfur átti hann sama róm
skilinn fyrir ljósabeitingu í
þættinum. — Ó. J.
Islendingar og hafið
Hugmyndasamkeppni
Athygli skal vakin á, að frestur tií að skila
tillögum að merki sýningarinnar
„Sslendingar og hafið“
rennur út 10. janúar.
Framleiðendur -
Innflytjendur
Einnig er framleiðendum og innflytjendum,
er hafa í hyggju að taka þátt í sýningunni,
bent á, að þeir verða að hafa tilkynnt um
þátttöku sína fyrir 10. janúar. — Upplýsing-
ar um kostnað og annað fæst í síma 10655
næstu daga.
Tillögum að merki og tilkynningum um þátt
töku ber að skila til skrifstofu Sjómanna-
dagsráðs, Hrafnistu.
SÝNINGARSTJÓRNÍN.
ORÐSENDING
frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Þeir nemendur sem fengið hafa loforð um skólavist á
seinna dagnámskeiði skólans mæti í skólanum föstudag- .
inn 5. janúar kl. 2 e. h.
SKÓLASTJÓRI.
Tilboð óskast um sölu á efni og vinnu við gerð ytri þaka
á nS’byggingu Tollstoðvar í Reykjavík.
Útboðslýsing er aflient á skrifstofu vorri gegn skilatrygg-
ingu kr. 500.00.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri miðvikudaginn 31.
janúar 1908 kl. 11 f.h.
3. janúar 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ J