Alþýðublaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 4
mmmmymM)
Eltstjórl: Benedlkt GrQndal. Slmar 14900—14903. — Auglýstngasíml:
14906. — Aðsetur: AlþýOuhúslB vlð Hverflsgötu, Rvflc. — PrentsmlOJa
AlfeýOu'olaOslns. Slmi 14905. — Askrlítargjald kr. 109.00. — t lanOÞ
aölu kr. 7X0 elntalciO. — Útgefandt: AlþýOuflokkurlnn.
Ófriðarár
ERLEND BLÖÐ hafa það eftir U Thant, aðalritara
Sameinuðu þjóðanna, að árið 1967 hafi rverið eitt hið
róstusamasta á 'alþjóða vettvangi, síðan hann gekk
í þjónustu samtakanna. Þarf raunar ekki langa upp-
rifjun til að komast að sömu niðurstöðu.
Ófriðurinn í Vietnam gnæfir yfir önnur ósköp árs-
ins, og hafa allar tilraunir til að binda enda á hann
reynzt árangurslausar. Enn eru friðarhorfur ekki
vænlegar, en mannkynið þráir, að höggvið verði á
þennan Gordionshnút og komið á skynsamlegu
valdajafnvægi í Austur-Asíu.
Ófriður brauzt út milli ísraelsmanna og Araba-
ríkja og varð enn sem fyrr með þeim ólíkindum, að
hinir fáu og smáu Gyðingar unnu glæsilegan sigur
á mörgum nágrönnum sínum og mannfleiri. Nú hafa
þeir á sínu valdi mikil Arabalönd', en friður hefur
ekki verið saminn. Eiga þeir að skila þessum lönd-
um aftur? Hvernig verður öryggi ísraels tryggt?
í einu stærsta ríki Afríku, Nígeríu, hefur geysað
blóðug borgarastyrjöld síðan í júlí, og sér ekki fyrir
enda hennar enn. Skæruhernaður með manndrápum
hefur verið í Kongó og portúgölsku nýlendunum, og
sama má segja um sum ríki Suður-Ameríku.
Víðar hefur ýmist jaðrað við ófrið eða verið um
blóðug átök að ræða. Þar má nefna eyna umdeildu,
Kýpur, og lönd í austri eins og Laos, Thailand og
Burma.
Margt hefur verið stórtíðinda, þótt ekki teljist til
beins ófriðar. Mikil umbrot eru í Vestur-Evrópu,
þar sem Frakkar hafa að nokkru leyti gengið úr
hernaðarsamstarfi NATO, og beita sér gegn því að
Bretar fái inngöngu í Efnahagsbandalagið. Austan
járntjalds hafa orðið ýmsar breytingar til hins betra
fyrir alþýðu manna og ríki eins og Rúmenía sýna
aukið sjálfstæði. Þó bera málaferli gegn rithöfundum
í Sovétríkjunum vott um, að frelsisaukning sé tak-
mörkuð og járngreipar ríkisvaldsins hinar sömu.
Bylting herforingjanna í Grikklandi og andstaða
Konstantíns konungs voru með merkustu tíðindum
ársins. Þykir mörgum súrt í broti, að slík ósköp skuli
geta átt sér stað í siðuðu Evrópuríki, enda hefur and
úð almennings víða um lönd verið mikil.
Vísindin unnu enn mikla sigra, bæði með hjarta-
flutningi og geimafrekum. Aukin þekking er tekin
iað draga örlítið úr fjölgun mannkynsins, en þó helzt
hjá efnuðum þjóðum, sem sízt þarf að fækka. Fjöldi
þeirra, sem þjást af hungri, fátækt og fáfræði er enn
geigvænlegur og krefst meiri átaka en hingað til hef
ur bólað á.
Bókin fyrír
bifreiðaeigendur
Samvinnulryggingar hafa lagt megináherzlu á tryggingar fyrir sannvirði, góða þjón*
ustu og ýmiss konar fræðslu- og upplýsingastarfsemi.
í samræmi við það hefur bókin „Bíllinn minn“ verið gefin út árlega um nokkurt
skeið. I hana er hægt að skrá allan rekstrarkostnað bifreiðar í heilt ár. Auk þess eru
í bókinni öll umferðarmerkin og aðrar gagnlegar upplýsingar fyrir bifreiðastjóra.
Bókin mun verða send, endurgjaldslaust, í pósti til allra viðskiptamanna okkar, sem
þess óska.
Látið því Aðalskrifstofuna í
Reykjavík eða næsta umboðsmann
vifa, ef þér óskið, að bókin verði
send yður.
ÁRMÚLA 3, SÍMI 38500
SAMVINNUTRYGGINGAR
LOPAPEYSUR
7 KULDANUM
MIKIÐ ÚRVAL
OG ULLARTEPPI
ÁLAFOSS
Þingholtsstræti
Breyttur viðtalstími
Framvegis mun ég einungis taka á móti sjúklingum í
einkatímum.
Auglýstur viðtalstími kl. 9,30-11,00 fellur því niður.
Tímapantanir í síma 2-38-85 á lækningastofu minni kl.
9-12 daglega.
GUÐMUNDUR BJÖRNSSON,
augnlæknir — Domus Medica.
4 3. janúar 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ