Alþýðublaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 10
OLYMPÍUÁRIÐ ER HAFIÐ... Heimsmetin munu falia í tugatali NÚ er hafið Olympíuár. Vetrar Olympíuleikarnir hefjast eftir rúm an mánuð í Grenoble í Frakklandi og Sumarleikarnir í Mexikóborg um miðjan október. Á Vetrarleikjunum mun aðal- baráttan standa milli mið-Evrópu- þjóðanna í alpagr. skíðaíþrótt um. Einnig munu Bandaríkjam. tefla fram snjöllum mönnum í væntanlegt annaðkvöld Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu er pólska liðið Sponjia vaentanlegt hingað tjl landsins á morgun á vegum Knattspyrnufélagsins Hauka í Hafnarfirði. Liðið leikur tvo leiki í Reykjavík og einn á Akureyri. Sponjia leikur við Fram, íslandsmeitaranna á laugardag kl. 4 og við FH dag- inn eftir. Síðan fer liðið til Akureyrar og leikur þar við úrvalslið Akureyringa, en þess má geta, að þetta er fyrsta er tenda handknattleiksheimsókn in til höfuðstaðar Norðurlands. Akureyringar eru nú í mikilli framför í handknattleik. Mynd- in or flf n^lclrn liífinn j þeirn greinum. íþróttastórveldið Sovétrikin eiga aftur á móti ekki snjalla menn í þeim greinum. í norrænum greinum eru Rússar aft ur á móti betri og munu veita Norðurlandabúum harða keppni í göngu. Ýmsar þjóðir eiga góða skíðastökkvara, t.d. Norðmenn, Finnar, Pólverjar, Þjóðverjar, Japanir o.fl. Rússar og Norðuriandabúar munu liljóta flest verðlaun í skauta íþróttinni, eins og undanfarið. Einnig ,koma ávallt einhverjir á ó- vart á stórmóti eins og Olympíu- leikjum. Á sumarleikjunúm mun aðal- baráttan standa milli Bandaríkja manna og Rússa eins og oft áður. Bandaríkjamenn eru betri í karla greinum, en Rússar í kvennagrein um. ★ Rússar eru ánægðir. í yfirliti um afrek sovézkra frjáls íþróttamanna á nýliðnu ári segir að forystumennirnir séu ánægðir. Þeir hlutu sigur í Evrópubikar Svíar sígruðu Danl 20:13 Rétt fyrir áramót léku Danir og Svíar landsleik í handknattleik. Leikurinn fór fram í Kristianstad í Sviþjóð og lauk með öruggum sigri Svía, sem skoruðu 20 mörk gegn 13. í leikhlé var staðan 9:7 Svíum í hag. keppninni öðru sinni og sigruðu Austur-Þjóðverja, Pólverja og Frakka. Fjölmörg sovézk met voru ! sett og öll á heimsmælikvarða. Er j langt síðan eins mörg landsmet I hafa verið sett í Sovétrikjunum. j Aðeins eitt met var þó sett í i hlaupagreinum á sl. ári, það gerði j Anatoly Makarov í 5000m hlaupi, hljóp á 13 mín. 34,8 sek. Hann bætti þar með met Vladimar Kuts sem staðið hafði í 10 ár og var heimsmet í nokkur ár. Þetta met er samt ekkert sérstakt á heims- mælikvarða í dag, árangur Clar- kes, sem á heimsmetið nú, 13:16, 6 mín. Jazy, Norpoth og Keino er mun betra. Rússar hafa aldrei átt 1500 m. hlaupara i fremstu röð, en hinn ungi Oleg Reika, sem setti sov- ézkt met í sumar 3:38,7 mín. er mjög efnilegur. Sterkasta grein Rússa í hlaupagreinum fyrir Olym píuleikana, er 3000 m. hindrunar hlaup, en þar er Anatoly Kuryan þeirra sterka tromp. í stökkgreinum hafa Rúss ar oft átt afreksmenn í fremstu röð. Að vísu vantar þá Brumel, sem slasaðist illa fyrir tveimur árum, en yngri menn hafa komið í staðinn, t.d. Valery Skvortsov. Þrístökkið hefur ávallt verið sterk sovézk gr. og nú búazt Rússar við miklu af 22ja ára gömlum kappa, Victor Saneyev, sem sigraði í Evrópubikarkeppninni 1967. Genna dy Blitznetsov er bezti maður Rússa í stangarstökki, en vantar ; herzlumuninn í bandaríska „klass ann”. Igor Ter-Ovanesjan jafnaði heimsmetið í langstökki á sl. ári, stökk 8,35 m. Mesta athygli í stökkgreinum í fyrra vakti hinn síungi Igor Ter- Ovanesjar sem jafnaði heimsmet Rapls Bostons í fyrra stökk 8,35m Hann hefur verið einn bezti lang- stökkvari heims í áratug. í kastgreinum eru Rússar fram arlega í spjótkasti og sleggjukasti. Janis Lusis frá Riga kastaði 90, 98 m. í fyrrahaust, sem er næst- bezti árangur sem náðst hefur í greininni í heiminum. Romuald Klim sigraði í sleggjukasti á Olym píuleikjunum í Tokyo 1964, og þótt hann sé orðinn 34 ára, er hann enn einn bezti sleggjukastari heims- ins og margir spá lionum sigri í Mexíkó. Rússar eiga góða menn í kúluvarpi og kringlukasti, en all- miklu lakari en beztu menn Bandaríkjamanna. Rússar hafa ávallt átt frábæra tugþrautarmenn og í fyrra setti Rein Aun sovézkt met í tugþraut, hlaut 7979 stig. Eitt er víst, mörg glæsileg af- rek á eftir að vinna í íþróttum á þessu ári, bæði á Olympíuleikjun um og á öðrum mótum. ÓNSKÓLI SÍGURSVEIMS D. KRÍSTINSSONAR. innritar dagana 3.—5. janúar að Óðinsgötu 11 eða í síma 19246, kl. 7-9 síðdegis. SKÓLASTJÓRI. 10 3. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.