Alþýðublaðið - 21.01.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.01.1968, Blaðsíða 7
Öðruvísi getur hún ekki slcýrt ringulreiðina, sem hún kemur auga á’. ENGIN ÁSTÆÐA TIL AD ÖRVÆNTA. Þegar við athugum öll þessi neikvæðu ellimörk sem talizt geta þó eðlileg sjáum við hvers vegna svo margir segja, að gam- alt fólk sé kröfuhart, eigingjarnt, óhreinlátt, latt og ómögulegt í umgengni. Það er líka skiijan- legt, að margir veigri sér við að taka foreldra sína inn á heim- ilið til sín — jafnvel foreldra sem þeim þykir afar vænt um. Það er ekki gaman að fylgjast með manneskju sem maður hef- ur elskað og meira að segja dáð og virt alla ævi missa smátt og smátt alla þá eiginleíka er áður gerðu hana yndislega og ástar- verða. Þá er freistandi að senda hana heldur á' elliheimili og gleyma þessari leiðinlegu þróun sem sorglegt er að þurfa að horfa upp á. En það er engin ástæða til að 3 nærgætni örvænta. Öll lítil börn eru kröfu- hörð, eigingjörn, óhreinlát og löt inn á milli, og samt eiga þau ást okkar óskipta. Við elskum þau eins og þau eru núna og eins og þau eiga eftir að verða þegar þau vaxa upp. Á sama hátt getum við elskað gamla fólkið bæði eins og það er núna og vegna þess sem það var áður fyrr. Æskan er stundum erfið við- ureignar, og ellin er stundum, erfið viðureignar. Það er eðli- leg rás mála þegar við Iítum á þersónuleikann sem heild frá því að ungbarnið fæðist í þennan heim og þangað til gamli mað- urinn eða konan skilur aftur við hann. Þegar miðaldra fólk getur orðið litið á gamla foreldra sína í þessu ljósi á það hægara með að taka þá inn á heimili sitt og veita þeim þá blíðu og umönn- un sem þeir þurfa vissulega á að halda. Og sama gildir um líkamlega veikleika gamla fólksins og sál- rænu veilurnar. Ástrík móðir sjnnir þörfum barna sinna með gleði, annast þau og heldur þeim hreinum, af því að þau eru ekki fær um að sjá um sig app á eigin spýtur. Hún getur annazt gamalt fólk alveg á sama hátt og af sömu ástæðu — og notið þess að verða því að liði. AMMAN EINS OG EITT AF BÖRNUNUM. Ung þriggja barna móðir sem einnig lítur eftir áttatíu og íimm ára gamall ömmu sinni sagði þetta: „Mér fannst amma þung byrði í fyrstu. Það var hreint og beint ómögulegt að eiga við hana á köflum, og oft varð ég að stilla skap mitt þegar hún ergði mig sem mest með duttlungum sín- um og þrákelkni. En svo þarfti hún að leggjast á spítala um tíma, og með henni lágu margar aðrar gamlar konur. „Ég sá fljótt, að amma var ekkert öðruvísi en hinar. Ég hafði haldið, að hún gerði sér leik að því að vera eríið, en það var alger misskilningur af minni hálfu. Læknirinn útskýrði fyrir mér hvers vegna hún hagaði sér stundum svona óþægi- lega, og ég fór að líta á málið öðrum augum. Núna tek ég hana bara eins og eitt af börnunum. „Þegar hún er góð og indæl og elskuleg eins og áður fyrr og ekkert rugluð í kollinum, tala ég við hana eins og jafnöldru mína alveg eins og ég tala við krakk- ana þegar þeir haga sér full- orðinslega. Og þegar hún verð- ur þreytandi — ja, það geta krakkarnir nú líka orðið stund- um — þá’ tek ég það ekki há- tíðlega og geri mér enga rcllu út af því.” Eitt af því indælasta í þeirri fjölskyldu er einmitt hvað börn- in umgangast langömmu sína frjálslega og umbera duttlunga hennar þegar sá gállinn er á henni. Þau elska hana eins og hún er, af því að hún er lang- amma þeirra sem býr hjá beim á heimilinu, en þau láta sér ekk- ert bregða þegar hún verður skritin í framkomu og ruglar dálítið. FJÖLSKYLDAN RÍKARI ÞEGAR GAMLA FÓLKIÐ ER MEÐ. Að sjálfsögðu eiga þessar breytingar sér alls ekki stað hjá nærri öllu gömlu fólki. Margir verða í rauninni aldrei gamlir, hvaða aldri sem þeir kunna að ná, heldur lifa til dauðadags með andlega og líkamlega eigin- leika sína óskerta. Ennfremur má gera margt til að draga úr breytingunum og koma í veg fyrir þær.. Þegar afj eða amma er hluti af fjöl- skyldunni og deilir sorg og gleði, skemmtunum og rökræðum með Framhald á bls. 11. Alþýöuflokksfélag Hafnarfjaöar heldur fund í Alþýðuhúsinu við Strandgötu, mánudaginn 22. janúar n.k. kl. 20,30. FUNDAREFNI: Fjárhagsáætlun Hafnar- fjarðar fyrir árið 1968, framsögumaður: Hörður Zóphaníasson, bæjarfulltrúi. Allt Alþýðuflokksfólk er velkomið, meðan hús rúm leyfir. STJÓRNIN. GLUGGA-EFNI fyrirliggjandi. Öndvegi h.f. Garðahreppi Sími 52374 - 51C90 ÞORRABLOT EYFIRÐINGAFÉLAGIÐ 1 REYKJAVÍK heldur sitt árlega ÞORRABLÓT i samkomuhúsinu LÍDÓ laugardaginn 27. janúar n.k. og hefst kl. 7 síðdegis. Góð skemmtiskrá. Aðgöngumiðar verða afhentir, og borðpantanir teknar, í Lídó fimmtudaginn 25. janúar — kl. 5-7 og föstudaginn 26. janúar kl. 2-4. STJÓRNIN. HAFNARFJÖRÐUR. Kvenfélag Alþýðuflokksins heldur fund, þriðjudaginn 23. janúar kl. 8,30 s.d. í Alþýðuhúsinu. FUNDAREFNI: 1. Félagsmál. 2. Upplestur. 3. Hárkollu- sýning. 4. Sýndar myndir frá afmæli fé- lagsins. 5. Kaffidrykkja. STJÓRNIN. OWENS-CORNING Hljóðeinangrunarplötur Hinir miklu eldsvoðar að undanfömu gefa tilefni til varúðar í notkun eldfimra efna í loftkælingu. hljóðeinangrunarplötur eru ekki eldfimar J. Þorláksson & Norðmann hf. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30. 21. j^ijúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.