Alþýðublaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 2
ÍOGARINN ÓFUNDINN Leitin að brezka togaranum St. Romanus frá Huil hélt á- í ram á Norðursjó í gær, en án árangurs. Hins vegar fékkst staðfest að tómur björgunar- líátur, sem fannst víð Stavang ur fyrir tveim vikum, væri af togaranum, ★ £BE Fulltrúar 18 þingræðjsríkja Evrópu koma saman í Strass- borg í næstu viku t'il að ræða vanúamál þau, sem spunnizt hafa af andstöðu Frakka gegn inngöngu Breta í EBE. ★ JARSSKJALFTAR Jarðskjálftarnir í Sikile.v hafa undanfarna 11 daga orð- fð 231 manns að bana, en 623 tiafa slasazt. Þau héruð, sem verst hafa orðið úti eru Tra- pani og Agrjgento. fiONUNGLEGT BRÚÐKAUP Hefðbundinn forleikur að knnunglegu brúðkaupj í Dan- mörku fór fram í Kaupmannn faöfn í gær, er Benedikta prin i.essa ók í opnum vagni með tflvonandi eiginmanni, Rík. harði príns, gegnum borgina aS ráðhúsinu til að taka á tnóti brúðkaupsgjöf konungs- ins, föður síns. fJIANNTJÓN í SNJÓFLÓÐI Fjórjr menn fórust, er snjó- flóð varð skammt frá vinsæl- um skíðastað í svissnesku ölp- tmum. Nokkurra er saknaö að auki og er óttazt að tala lát- inna verði hærrí þegar öll kurl koma til grafar. ★ UÐSSAFNADUR VIÐ KÓREU Óstaðfestar fregnir frá Tókíó herma, að floti banda- rískra herskipa og kafbáta hafi vfirgefið flotahafnir í Japan. t£r talið að þetta sé llður í viðbúnaði Bandaríkjanna gegn N-Kóreu. ★ liAUNSGAARD Sterkar líkur þykja nú til þess að Hilmar Baunsgaard verðj næsti forsætisráðherra Oaninerkur. Hann er fæddur i Slagelse árið 1920 og hefur í etið 10 ár á þing'i fyrir Radi- t.ale Venstre. ★ SOVÉZKT NJÓSNASKIP Vart hefur orðið við sovézkt njósnaskip, sem fylgist með í'erðum Bandarískra herskipa í grennd við N-Kóreu, að því er bandaríska utanríkisráðu- neytið hefur tilkynnt. Tókíó 27. 1. (ntb-i’euter). SJÖ bandarísk herskip yfirj gáfu flotastöðina við Yoko- suka skammt frá Tókíó í fyrrakvöld eftir að áhafnir höfðu verið kallaðar úr leyfi, segir japanska dagblaðið San- ltei Shimbun í frétt. Talsmaður flotastöðvarinn- ar vildi hvorki neita eða játa sannleiksgildi fréttarinnar og sagði það ekki sið þeirra, að láta í té upplýsingar um ferð ir bandarískra herskipa. Blað ið fékk fréttirnar frá aðilurn t'ið flotastöðina, sem héldu því fram að brottför skipanna stæði í sambandi við mál tundurskeytabátsins Pueblo, sem N-Kóreumenn hertóku fyrir skömmu. Ennfremur segir í frétt blaðsins að 3 kafbátar hafi fengið skipun um að vera viðbúnir brotlför frá Japan. Bandaríska varnarmála- ráðuneytið tilkynnti í gær, að vart hefði orðið við rússneskt skip, sem fylgdist með hreyf ingu bandarískra herskipa við slrendur N-Kóreu. Þetta rúss neska skip ber nafnið Gijro- log. Framhald á blaðsiðu 15. - j Séð í land í Kóreu, þar sem bandaríska skpið var tekiö á dögunum. Mannréttindanefndin er bær að fjalla um kæruna gegn grísku stjórninni Mannréttindanefnd Evrópu hefur sent út yfirlýsingu eftir að hafa rætt ákæru hinna skandinavísku landa og Hollands á herforingjastjórnina í Grikklandi, þar sem segir m.a.: Mannréttindanefnd Evrópu tilkynnti þann 24. jan. 1968,‘að hún hefði tekið til meðferðar ákærur á hina grísku ríkisstjórn, sem fram voru færð ar a2 ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Hollands, í samræmi við 24. greinar stofnskrár mannréttindanefndarinnar. Ákvörðunin snertir ekki kjarna málsins og verður því ástæða til að rannsaka það í u'ndimefnd samkvæmt 29. grein stofnskrár- innar. í ákærum þeim, sem bornar voru fram af ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Sví- þjóðar þann 20. sept 1967 og eru samhljóða, var því haldið fram að núverandi ríkisstjórn Grikklands hafi' brotið skuld- bindingar um að halda við stjómarskrá ríkisins. Voru sér- staklega nefndar í ákærunni þær greinar grísku stjórnar- skárinnar, sem brotnar hefðu verið, m.a. þær, sem hér fara á eftir. Grein 5, sem áskilur hverj um þegni rétt til frelsis og ör yggis. Grein 6, sem áskilur hverj um þegni rétt til að mál hans verði flutt fyrir hlutlausum og opinberum dómstóJi á hlutlaus an og opinberan ‘hátt. Grein 8. sem tryggir helgi heimilis, fjölskyldu- og einka- Þ'fs sérhvers þegns og þréfa- skrifta hans. Grein 9, sem tryggir trúfrelsi og málfrelsi. Grein 11, sem tryggir funda- fiælsi og félagsfrelsi. Grein 13, sem Iryggir sér- hverjum skelegga réttarbót á brotum á þeim ákvæðum, sem hér hafa verið talin. Greih 14, sem tryggir öllum þegnum rík’sins þau réttindi, sem hér hafa verið talin. Gríska herforingjastjórnin hefur tilkynnt að hún teldi Mannréttindanefndina ekki bæra til að fjalla um mál þetla með tilliti til þeirra sérstöðu aðstæðna. sem ríkja nú í Grikk landi. Að öðru leyti hefur gríska s+’f—ir. ckki skipt sér af meðferð málsins í nefndinni. g 28. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.