Alþýðublaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 6
MINNINGARORÐ:
Ólafur Björnsson læknir.
!
tað er ekki á neinn rýrð kast-
þegar nú er svo mælt, að
nzk læknastétt sér í dag á
ba|c einum sinna beztu manna.
Ölafur Björnsson var góður
máður. Hann var göfugur maður.
Hann var framsýnn, íhugull, úr-
ræðagóður, vinur vina finna,
læknir sjúklinga sinna. Margir
vefða til þess að rita minningu
hans. Hér er aðeins stutt per-
sónuleg kveðja.
jægar Ólafur Björnsson hóf
læknisstörf sín að Hellu 1956,
gerði hann það með þeim hætti,
að; nýstárlegt mátti teljast hér á
larldi, þótt ekki sé lengra um
liðið. Hann kom þar upp rann-
sóina- og lækningastöð með nýj-
um hætfi; ég má segja frum-
mynd þess, sem nú vakir í'yrir
þeim, lærðum og leikum, sem
vilja koma upp lækningastöðv-
um í dreifbýli og þéttbýli. Þar
lýsir sér framsýni Ólafs, dugur
og, samvizkusemi, að þessa stöð
sina rak hann einn saman um
meira en áratug með því sniði,
sem nú er loks að verða Ijóst,
að sé úrræðið til lausnar heil-
brigðisþjónustu dreifbýlisins. Nú
skilja þó allir, að slík starfsemi
verður að vera margra manna.
í félagsmálum lækna var Ói-
afur á Heilu jafnan sá, sem
leitað var til, er vandi var á
ferðum. Þaðan fór engin bón-
leiður, en allir bættir. Starf Ól-
afs náði alþjóðavettvangi, þótt
fáum sé kunnugt, og var hann
eínn af virtustu starfsmönnum
Alþjóðaheilbrigðismálastofr.un -
arinnar á sínu sviði. Síðustu stór-
verk Ólafs voru tillög hans til
Læknaráðstefnunnar í nóvember
s.l., umfangsmikið starf og
skýrsla fyrir Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunina og loks það, sem við
læknar rr.unum ávallt minnast
hans sérstaklega fyrir: Endur-
samning siðareglna lækna.
Megi sem flestir bera gæfu til
að þekkja starf Ólafs Björns-
sonar og láta sér það aö leið-
sögn verða; þá er eigi ör/ænt.
Ásmundur Brekkan.
t
Hér féll grein af góðum stofni
grisjaði dauði meira en nóg
Ein er sú minning frá löngu
liðnum árum ævi minnar, sem
hefur orðið mér hin hugstæð-
asta að einhverjum ástæðum.
Hún er ttm barnsaugu tveggja
ára sveins, svo óvenju djúp og
mælsk, að þau hafa aldrei siðan
fyrnzt mér. Það hefur eflaust
haldið minningunni vakandi, að
mér auðnaðist að halda nokkr-
um samikiptum við þennan
dreng öðru hverju og eignaðist
vináttu lnns. Hann hét Óiafur
Björnsson og var mestan tíma
Ólafur Björnsson, læknir.
starfsævi sinnar héraðslæknir á
Hellu á Rangárvöllum og er nú
allur. Hann lézt föstudag 19 þ.
m. og verður borinn til grafar
á morgun, mánudag 29. janúar.
Þegar mæla skal eftir náinn
vin, mun flestum fara sem Agli
forðum er hann kvað: „Mjök er-
umk tregt tungu að hræra.“ Frá-
fall Ólafs læknis bar brátt og
óvænt að. Hann var maður á
miðjum aldri, aðeins 52 ára, full-
ur áhuga og átti sér miklar fyr-
irætlanir. Enga aðra en ef til
vill nánustu vandamenn mun
hafa grunað, að hann gengi ekki
heill til skógar.
Hér verður ekki rakinn ítar-
lega æviferill eða starfssaga Ól-
afs læknis. Hvorki er til þess
rúm né tíæi, enda munu eflaust
aðrir gera því skil á öðrum
stað. Hann var, eins og segir í
ljóðlínunum hér á undan, grein
af góðum stofni. Foreldrar hans
voru Björn Hermann Jónsson
fyrrum skólastjóri á Ísaíirði, en
móðir hans og kona Björns var
Jónína Þórhallsdóttir kennari,
en að þeim báðum standa góðar
ættir.
Þegar Ólafur hafði lokið stúd-
entsprófi, hóf hann nám í efna-
fræði við Stockholms Högskola,
en effir tveggja ára veru þar
skall á heimsstyrjöldin síðari, og
fór honum þá sem fleiri náms-
mönnum íslenzkum, að nonum
varð ekki sætt úti þar, og varð
hann því heim að hverfa frá
óloknu námi.
Eftir að heim kom, tók liann
að kenna við gagnfræðaskóla
um nokkurt árabil, og mun jafn-
vel hafa hvarflað að honum að
helga sig kennslustörfum alfarið,
því að kenhsla lét honum mæta-
vel. Hitt varð þó úr, að hann
hóf nám í læknisfræði við Há-
skóla íslands og lauk því 1952.
Gerðist hann þá strax héraðs-
læknir, fyrst í Súðavíkurhéraði
og svo að Hellu á Rangárvöllum
frá, 1956, og þar gengdi liann
störfum til dauðadags.
Kvæntur var Ólafur Katrínu
Elíasdóftur ágætri konu, og áttu
þau fjögur börn, sem öll eru á
lífi, hvert öðru mannvænlegra.
Spakvitur maður, skáld og orð-
snillingur, Sigurður Nordal, hef-
ur í líkingarfullri sögu eignað
Markúsj Árelíusi Rómarkeisara
það úrræði, er hann vildi beina
ungum eðalmanni á þá braut,
sem mætti leiða hann til nins
mesta manndóms og farsældar,
að liann bauð honum að búa sig
undir mikla hættuför, sem hann
kynni að verða kvaddur í fyrir-
varalaust, og óvíst yrði um aft-
urkomuna. Rómverjinn ungi
hlýddi bendingunni og bjó sig
með öllu móti undir förina með
því að aga sjálfan sig, stæla
krafta sína og andlegt þrek við
að nota þá og beita öðrum mönn-
um til hjálpar. Af þessu óx hann
til þess að verða hinn ágætasti
maður og virtist hverjum manni
vel.
Hann var að vísu aldrei kvadd-
ur í hættuförina, enda var hún
ekki huguð honum, en þetta ráð
keisarans entist til þess að hjálpa
honum til hins mesta þroska.
Ég hef ekki haft kynni af
manni, sem mér hefur fundizt
ótilkvaddur ástunda eins vel að
fylgja spaklegu ráði Rómarkeis-
arans forna og Ólafur Björnsson,
að búa sig undir þá för, sem
öllum er skapað að verða kvadd-
ir í fyrr eða síðar, og ævinJega
ber jafnóvænt að.
Hjálpfýsi hans, skyldurækni,
elja og dugnaður við að iækna
mein og létta kröm þeirra, sem
sjúkir voru, var frábær. Og hef
ég heyrt eftir starfsbræðrum
hans, að hann væri alveg óvenju-
lega glöggskyggn á sjúkdóma,
snjall að greina þá og finna úr-
ræði gegn þeim. Ætla ég að um
þetta muni héraðsbúar hans,
Rangæingar, kunna mörg dæmi.
Umönnun hans um heimili sitt
natni við að kenna börnum sín-
um og ástúð við aldraða móður,
sem unni honum framar sínu
eigin lífi, ■ var allt jafnfrábært.
Það var unaður að hitta Ólaf
og hjala við hann um hvað, sem
á hugann leitaði. Hann las mikið
um hin fjölbreyttustu efni, því
að áhuginn var glaðvakandi,
hann var blessúnarlega fordóma-
laus, og sannarlega var ckkert
mannlegt honum óviðlcomandi.
Ólafur var til hinztu stundar
sívaxandi maður í starfi sínu,
hverjum manni dáðari og vin-
sælli. Ég býst við að ef unnt
væri að gráta hann úr helju,
yrði þátttakan í því ekki síðri
en segir í goðsögunni fornu um
Baldur, hinn hvíta Ás.
Og þó að hgnn væri vissulega
lærður maður, bæði í sinni fræði-
grein og í margar aðrar áttir,
var hann alveg laus við alían
lærdómshroka.
Það er héraðsbrestur, þegar
slíkir menn falla.
Harmi ástvinanna ná orð ekki
að lýsa.
Guðjón Guðjónsson.
f
Kveðja frá Rotaryfélögum.
Að morgni hins 19. janúar s.l.
barst okkur sú sorgarfregn að
þá um morguninn hafi látizt á
Landspítalanum í Reykjavík for-
seti Rotaryklúbbs Rangæinga,
Ólafur Björnsson héraðslæknir á
Hellu, eftir skamma legu aðeins
52 ára að aldri.
Okkar fámenna sýslufélag hef-
ur misst einn aí sínum beztu
og mætustu sonum, svo ungan
og starfsaman fram á síðustu
stund. Ólafur læknir var vel
menntaður maður, víðlesinn og
Frh. á 10. síðu.
ALLT Á SAii A STAS
Gla^sileg 4ra dyra, 5 manna f]ölskyldubifreill.
Stór og vöndutS bifrei^ fyrlr aöeisis —
KR. 207.600,-
VÉL 64RA HESTAFLA. RAFKERFI 12 VOLTA 4RA GÍRA KASSI.
SJÁLFSTÆÐ FRAMFJÖÐRUN DISKAHEMLAR AÐ FRAMAN,
HjdLBARÐASTÆRÐ 560x13. STÓRT FARANGURSRÝMI. ÖR-
YGGISLÆSINGAR Á AFTURH URÐUM.
Kraftmikil miðstöð með fullkomnu loftræstikerfi.
Sólskyggni, rúðusprautur og öryggisklætt mælaborð.
KostiiS, skoíið ©g pantiS fímanlega fyrir voriö
EGILL VILHJÁLMSSON HF.
LAUGAVEGI 18. — SÍMI 2-22-40.
5 28. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐiÐ