Alþýðublaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 10
GJAFABRÉF FHÁ 8UKOIAUQARSJÓD1 skAlatúnsheimiusiko PETTA BRÉF EH KVITTUN, EN PÓ MIKLU EREMUR VIÐURKENNINC FTRIR STUDH- ING VIÐ GOTT MÁLEFNI* HrKlAVlK. ft. n M. foMa<nrg«4Ui SUIalM.UUa KR.------------ NÝTT VERÐ Á MJÖLHSKI Yfirnefnd Ver 'lagsráðs sjávar útvegsins hefur ákveðið eítiríar- and'i íágmarksverð á fiskbeinum, flskslógi og heilum fiski tii mjöl vinnslu, frá og með 1. janúar til og með 15. júní 1968. Aukaþing ASÍ Aukaþíng ASÍ, sem frestað var í nóvember, kemur saman nú eftir helgina og verður það sett í Lííió kl. 2 e. h. Er gert ráð fyrir að þingið standi í þrjá daga, en aðalverkefni þess er skipulagsmál Alþýðusambands- ins. Sígyrgeir Sigurjéfisson Málaflutningsskrifstofa. Óðinsgötu 4 — Sími 11043. ' KING SIZE FILTER Leið nútímamannsins til ekta tóbaksbragðsins frá Ameríku IV9inningarorð Framhald af 6. síðu. víðsýnn hafði yndi af fögrum listum, búinn góðum gáfum og hollráður hverjum þeim, sem til hans leitaði, hvort heldur sem læknis, eða með vandamál hins daglega lífs. Ég hef fyrir satt, að hinir mörgu sérfræðing- ar, sem tóku við sjúklingum frá ; Ólafi hafi metið starf hans mik- ils, og oft byggt starf sitt á frumrannsóknum, sem Ólafur gerði hér heima í héraði, oft við erfið skilyrði, enda veit ég að hann naut mikils álits með- al starfsbræðra sinna og starfaði mikið fyrir samtök þeirra. Á undanförnum mánuðum höf- um við Rotaryfélagar Ólafs viku- lega heyrt hann hafa yfir það sem við köllum fjórpróf: „Er það satt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs?“. Eru þetta ekki einmitt þau eftirmæli sem bezt hæfa minningunni um Ólaf Björnsson, drengskapar- manninn, sem hagaði ætíð störf- um sínum þannig, að þau yrðu öllum til góðs. Um leið og við minnumst með þakklæti margra ánægjulegra samverustunda á' liðnum árum með Ólafi Björnssyni og fjöl- skyldu hans, sendum við eftir- ÚTSALA Á BÓKUM Vegna eigendaskipta verður útsala á erlendum bókum, einkum dönskum opnuð í dag laugardag. — Útsalan heldur áfram alla næstu viku, afsláttur 20 til 80%. — GERIÐ GÓÐ KAUP. Bókabúð NORÐRA, HAFNARSTRÆTI 4 — SÍMI 1-4-281. lifandi konu lians, frú Katrínu Elíasdóttur, börnum þeirra.Birni, Elíasi, Erni, Ingibjörgu, móður hans frú Jónínu, tengdamóður og vandamönnum öllum hugheil- ar samúðarkveðjur. Eftir lifir minningin um góðan félaga, frábæran lækni, góðan dreng. Guö blessi minningu hans og styrki ástvini hans í þeirri miklu sorg. Sigurður Jónsson. ZO milljónir Framhald af 1 síðu. hægt að segja. Smíðin væri alltaf mismunandi, hvort hún væri ís- lenzk eða erlend. Við höíum að- eins flutt inn vönduð húsgögn að smíði. Hjörtur lagði áherzlu á’ þaðý að verð samskonar húsgagna íslenzk- ra og flutt væru inn erlendis frá hefði ekki lækkað, síðan fyrir- tæki sitt og annarra hefðu riðið á vaðið og gert tilraun með inn- flutning erlendra húsgagna. Það væru aðallega borð, skrifborð, stólar, kommóður og íleiri lík hús- gögn úr tré. Hins vegar hafi lítið verið flutt inn af bólstruðum hús- gögnum, en verð bólstraðra hús- gagna hafi á hinn bóginn lækkað á sama tima. —Við höfum mikinn áhuga á' að kaupa húsgögn af innlendum framleiðendum, hins vegar tel ég það báðum til góðs, almenningi og íslenzkum framleiðendum, að þessi samkeppni sé fyrir hendi erlendis frá, sagði Hjörtur. — Ég tel það mjög skynsam- lega ráðið að leyfa þennan lcvóta, bæði fyrir almenning og iðnaðinn í landinu. Varðandi álagningu á húsgögn- um, sagði Hjörtur, að álagning'in væri frjáls á innlendu húsgagna- framleiðslurmi, en hún væri bund- in á erlendri framleiðslu. Að lokum sagði Hjörtur Jóns- son forstjóri Húsgagnahallarinnar, sem kaupir öll þau húsgögn, sem hún hefur á hoðstólum, frá inn- lendum og erlcndum framleiðend um. en framleiðir ekki húsgögnin sjálf: „Smíðin á innlendu fram- leiðslunni er í flestum tilvikum eins góð og á hinni erlendu. Hins vegar er aðstaða innlendra hús- gagnaframleiðenda miklu verri. Hraða vantar og svo sömuleiðis vélar. Fjöldaframleiðsla og vinnu hraðj verður að koma á móti inn flutningnum til þess að íslenzkur húsgagnaiðnaður verði samkeppn isfær við hina erlendu fram- leiðslu, án þess að svo geysiháir tollar séu á þessari miklu nauð- synjavöru". 10 28. janúar 1968 - ALÞYÐUBLAÐ.ID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.