Alþýðublaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 9
BBUR MENNTASKOLANS
Síðasta kvikmynd Jean Vigos,
* FRANSKAR
KVIKMYNDIR.
Þó að Jean Vigo hafi að-
eins gert þrjár stuttar mynd-
ir og eina langa, er honum
jafnan skipað í fremstu röð
franskra kvikmyndaskálda.
Hann lézt aðeins 29 ára að
aldri og var borinn lil graf-
ar sama dag og kvikmynd
hans Latalante var frumsý’nd.
Hafði hann áður gert stutta
mynd, er vakið hafði mikla
athygli, Núll í hegðun (Zéro
de conduite).
Menntskælingar sýndu L‘
.L’Atalante”.
Alalante um miðjan desem-
ber. Það sem einkehnir þessa
avant-garde kvikmynd er lýr
iskur dokumentarismi. Hún
gerist á fljótabáti og helztu
persónur eru ung hjón og
ruddalegur og sérvitur há-
seti (leikinn af Michel Sim-
on), en hann safnar að sér
alls konar furðulegu dóti; m.
a. geymir hann hönd vinar
síns í krukku. Myndin cr
afar vel gerð og persónurn
ar einkar lifandi og skýrt
dregnar.
Margir telja L'Atalante og
Lei'kreglurnar (La régle du
jeu, 1939) eftir Jean Renoir
meðai albeztu mynda, er gerð
ar hafa verið, en Leikreglurn
ar voru einmitt næstar á dag
skrá hjá Menntaskólanum.
Einhverra hluta vegna gat
því miður ekki orðið úr
þeirri sýningu, en í staðinn
var valin myndin ítalskur
stráhattur (Un ehapeau de
paille d'Italie), þögul gaman
mynd, gerð af Réne Clair ár
ið 1927. Ætti efnið að yera
sumum lesendum kunnugt,
þar eð Þjóðleikhúsið sýnir nú
leikritið, sem kvikmyndin er
gerð eftir. Myndin er annars
bráðskemmtileg, leiftrgndi
kímni og snögg atriði ein-
kenna hana, og stendur hún
líklega fáum bandarískum
gamanmyndum að baki frá
þeim tíma.
Síðasta sýning misserisins
var á hinni margrómuðu og
umtöluðu mynd Jean-Luc
Godards, Pierrot le Fou, sem
skírð var Karlinn í tunglinu
eftir danskri fyrirmynd, en
ætti annars réttskírð að
heita Vitlausi Pétur eða eitt-
hvað svoleiðis. Godard er
eins og flestum er kunnugt
mesti' stjórnleysingi f kvik-
myndagerð og margbrýtur all
ar gamlar hefðir.
Kvikmyndin olli mér tals-
verðum vonbrigðum, en hún
er margþætt og Godard kem
ur víða við, Lykilinn að gerð
þessarar myndar má finna í
orðum málarans Velasques,
sem vitnað er til í upphafi
myndar, en hann vill heldur
mála það, sem skynja mátli
milli hlutanna heldur en hiut
ina sjálfa. Aðalhlutverkin
eru leikin af Jean-Paul Bel
mondo og Önnu Karinu, en
hún er meðlimur í glæpa-
flokki, sem bróðir hennar
stjórnar, Peter Whitehead seg
ir, að Pierrot leFou hafi verið
sama og ^jöunda innsiglið
fyrir Bergman, sem Hafnar-
fjarðarbíó sýnir nú. Bak-
grunnur myndarinnar er ann
ars stríðið í Vietnam, sem
oft er vitnað til. Kvikmyndin
er einsog áður segir svo marg
þætt, að henri verða ekki
gerð nein veruleg skil í svo
lauslegu spjalli, en hún set-
ur fyrir áhorfandann margar
torráðnar gálur, sem erfitt
er að leysa.
Látum þetta nægja að sinm'.
i
SÖNGMENNÍ
VANTAI
upplýsingar s síma 30820
FELAG
JÁRNIÐNAÐARMANNA
Allshetjaraf-
kvæoa-
greibsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu
um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráð Félags járniðn-
aðarmanna fyrir næsta starfsár.
Frestur til að skila tillögum rennur út kl. 18.00 þriðju-
daginn 30. janúar n.k.
Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjóm félagsins og
auk þess um 8 menn til viðbótar í trúnaðarmannaráö
og 4 varamenn þeirra.
Tillögum skal skila til kjörstjórnar í skrifstoíu félags-
ins Skólavörðustíg 16 3. hæð, ásamt mðemælum a.m.k,
51 fullgildra félagsmanna.
STJÓRN FÉI.AGS JÁRNIÐNAÐARMANNA.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Fimleikafélags Hafnarfjarðar verður haldinn
sunnudaginn 4. febrúar n.k. í RAFHA og hefst kl. 2 e.h.
stundvíslega.
D A G S K R Á :
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórn Fimleikaféíass Hafnarfjarðar. «
Aðstoðarlæhnisstöður
Við Barnaspítala Hringsins í Landspítalanum eru lausar
þrjár aðstoðarlæknissfötur. Tvær frá 1. apríl og ein frá
1. júní 1968.
Laun samkvæmt samningum Læknafélags Reykjavíkur og
Stjórnarnefndar ríkisspitalanna.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri
störf sendist Stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg
29, Reykjavík fyrir 1. marz 1968..
Reykjavík, 26. janúar 1968.
SKRIFSTOFA RÍKISSrÍTALANNA.
Tilboð óskast
í Willys-Stadion bifreið með framhjóladrifi, og nokkiar
fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, mið-
vikudag’inn 31. janúar kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð
í skrifstofu vorri kl. 5.
SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA,
28. janúar 1968 — ALÞYÐUBLAÐIÐ g