Alþýðublaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 8
i
KVIKMYNDAKLU
EFTIR SIGURÐ JÓN ÓLAFSSON
RUSSNESKAR
KVIKMYNDIR.
Úr ,,Örlög manns” eftir Sergei Bindartchuk, en hann er til vinstri á myndinni.
13. okt. 1967 hófst fyrsta miss
eri þriðja starfsár Kvik-
myndaklúbbs Menntaskól-
ans. Sýningar fóru að vcnju
fram í Gamla Bíói og voru
alls 8 myndir teknar til sýn-1
ingar; tvær eftir Ingimar
Bergman, þrjár rússneskar
og þrjár franskar, auk nokk-
urra smámynda.
★ INGMAR BERGMAN.
Þær tvær kvikmyndir, sem
sýndar voru eftir Bergman,
hétu Hafnarborgin (Hamn-
stad, 1948) og Kvennadraum
ar (Kvinnodröm, 1955); hvor
ug þeirra ýkja merkileg, en
sumt í þeim er þó athygli
vert, einkum með tilliti til
annarra ver'ka höfundarins.
Hafnarborgin er þó sínu
betri; hún er gerð undir á-
hrifum frá neorealismanum í
talska, Fjallar hún um örðug-
leika uhgrar slúlku, sem í
upphafi myndar ætlar að
fremja sjálfsmorð en er bjarg
að. Stúlka þessi á litlum
skilningi að mæta heima fyr
ir; foreldrarnir eru ósátt,'
faðirinn er s’fellt að fara að
heiman, en kemur þó alltaf
aftur, móðirin er leiðinda-
nöldurskjóða. Stúlkan er
send á betrunarhæli. Stutiu
eftir að henni er bjargað frá
sjálfsmorðinu hittir hún skiln
ingsríkan sjómann; þau elsk-
ast, en munu þau finna ham
ingjuna? Svo virðist í lok
myndarinnar.
Kvennadraumar, sem Jörn
Donner hefur kallað „eina af
athyglisverðuslú misheppn-
uðu myndum Bergmans/ er
öllu rólegri í stílnum. Manni
finnst kvikmyndavélin dvelja
oft óþarflega lengi við and-
lit leikaranna og talsverður
leikhúsbragur einkennir
mynd þessa.
Strax í upphafi teksl Berg
manni að skapa spennu, þeg
ar sýningarstúlkan Doris
(Harriet Anderson) mátar
kjól í lestinni, þar sem eig-
andi tízkuhússins, Susanne
(va Dahlbeck) hugleiðir sálfs
morð, en það atriði er vel
gert. Eftir það er einsog fær
ist deyfð yfir myndina og
Bergman nær sér ekki aftur
á strik.
Segja má, að viðfangsefnið
sé hið eilífa :leitin að hamingj
unni. Susanne hefur sam-
band við bisnessmann sem
hún elskar en hann er kvænt
ur og á börn. Heldri ræðismað
ur (Gunnar Björnstrand) þrá
ir æskuna og æskuna sér
hann í gervi Dorisar; hann
kaupi'r handa henni kjól, fer
með hana í tívolí og býður
henni heim.
Á þessu ferðalagi sínu hafa
þær Susanne og Doris stigið
einskonar hliðarspor í lífi
sínu; kvikmyndin endar eins
og hún byrjaði, en þær eru
ef lil vill reynslunni ríkari.
Alexander Nevsky (1938),
er síðasta kvikmynd Sergei
Eisensleins, ef ívan grimmi
er ekki talinn með, en þar birt.
ist fyrst í heillegri mynd sá
stíll, er átti eftir að ná full-
komnun í ívani grimma, þar
sem megináherzla er lögð á
myndsviðið og uppbyggingu
kvikmyndarinnar, en klipp-
ingin gegnir ekki eins þýðing
armiklu hlutverki og í fyrslu
myndum meistarans. Stór-
kostlegustu atriði myndarinn
ar eru frá bardögunum, þar
sem kvikmyndun, klipping,
myndsviðið og tónlistin skapa
ákveðin rytma. Mættu víst
margir af læra. Með hlutverk
Nevskys fer hi'n óviðjafnan-
legi Nikolai Tsérkasoff, kvik
myndari er E. Tissé og tón
list eftir Prokofiev.
Og Tsjérkasoff er aftur í
aðalhlutyerkinu, að bessu
sinni sem Don Ouixote í mynd
eftir Grigori Konsentzev,
þess er gerði Hamlet og var
sýnd í Hafnarfjarðarbíói.
Margar kvikmyndir hafa ver
ið gerðar um þessa óvenju-
legu sögupersónu, sem barð
ist við vlndmyllur — án ár-
angurs en langflestar eru t.ald
ar misheppnaðar. Mynd þessi
er tragísk og vel leikin, en
skilur ekki mikið eftir sig
og verður varla eftirminni-
leg.
Það stóð til að sýna barna
myndina (fullorðnir gætu
samt haft fullt eins gaman
af henni) Seryozha, sem gerð
er eftir sögu Veru Panova
og komið hefur út í íslenzkri
þýðingu. í staðinn var sýnd
kvikmyndin Örlög manns eft-
ir sögu Mikcael Sjolokova og
lesin var í hljóðvarpið um það
leyti, sem hann fékk Nóbels
verðlaunin. Leikstjóri mvnd-
arinnar er Sergel Bondorchuk
og leikur hann jafnframt, að-
alhlutverkið. Þetta var fvrsta
mvnd Bondartehuks (gerð ]
1959) og ber engan bvrjunar
brag með sér. Bondarlchuk
hafði fram að þessu verið
þekktur sem leikari, en nú
hefur hann gert aðra mvnd.
Stríð off friður, eftir sam-
nefndri sögu Tolstojs.
Örlög manns er áhrifarík og
sterk kvikmynd úr stríðinu,
fjallar um baráttu einstakl-
ingsins. lvsir rau'num hans í
fangabúðum nazista og von-
brigðunum við heimkomuna
af einstakri natni, en myndin
er mjög í stíl við Þegar trön
urnar fliúga, sem Bæjarbíó
hefur sýnt.
% Wk i Éfj&m
■m
■ ' ■:,. ■ .
*«i«
Anna Karina og Jean-Paul Belmondo lelka aðalhlutverk
.Picrrot le Fou”.
hinni margrómuðu kvikmynd Godords,
3 28. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÖID