Alþýðublaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.01.1968, Blaðsíða 7
n Verra heilsufar LÆKNIR í þjónustu enska ílughersins hefur komizt að raun um, að veikindahlutfali meðal eiginkvenna og korn- barna enskra hermanna er hærra meðal þeirra sem búa í fjölbýlishúsum en þeirra sem búa í einbýlishúsum. Er hér um að ræða bæði sálræn og lík- amleg veikindi. Veikindahlutfall meðal barna sem lieima eiga í fjölbýlishús- um, þó einkum þeirra sem eru á aldrinum fimm til níu ára. er einnig hærra en barna, sem eiga heima í einbýlishúsum. Læknirinn D. M. Fanning hefur í tvo og hálfan mánuð rannsakað skýrslur um heilsu- far 558 hermanna fjölskyldna í Þýzkalandi. Allar bjuggu þær í fullkomnu nýtízku húsnæði. Hvort það var í fjölbýlis- eða eihbýlis-húsum var háð hreinni tilviljun. Dr. Fanning komst að raun um að líkamlegir sjúkdómar voru 50% algengari meðal íbúa fjölbýlishúsanna en íbúa ein- býlisliúsanna, og þörf á læknis- meðferð var 63% liærri rríeðal íbúa fjölbýlishúsanna en liinna. Hlutfallið var það sama í ' sambandi við legudaga á sjúkra húsum. Af 80 sjúklingum sem fengu lungnabólgu og broncitis áttu aðeins 14 heima í einbýlishús- um. Þvagfærasjúkdómar og taugaveiklun voru helmingi algengari hjá íbúum fjölbýlis- húsanna en íbúum einbýlishús- anna. Þá kom í Ijós, að því ofar sem fólkið bjó í fjölbýlishúsunum þeim mun tíðari voru hjá því ýmiss taugaveiklunareinkenni. Konur sem bjuggu á 4. og 5. hæð höfðu talsvert minna sam- band við nágranna sína og vini en þær, sem bjuggu á neðri hæðunum. Margar kvennanna sem bjuggu í fjölbýlishúsunum kvörtuðu undan leiðindum þar sem heimilisstörfin voru — að þær sögðu — bæði fljót- unnin og fábrotin. Og ef þær höfðu fyrir kornbörnum að sjá voru þær mjög bundnar heima við. Ekki er ósennilegt, að þetta hafi stuðlað að hinni háu tíðni líkamlegra og liug- lægra sjúkdóma meðal íbú- anna. Tíðni sálrænna s.iúk- dóma meðal þeirra kvenna í f jölbýlishúsunum sem áttu börn á skólaskyldualdri — og ufinu úti — var ekki hærri en kvennanna sem áttu heima í einbýlishúsunum. BILL FYRIR FUNDI OG SAMKVÆMI lega innréttuSiim bíl. Menn frá ÞESAR myndir eru af nýstár- brezka tímaritinu Autocar og Fordverksmigjunum gerðu hann í tilraunaskyni með það fyrir aug um að finna upp innréttingu þar sem farþegum liSi vel, gætu auðveldlega talaS saman og fund ið þægilega rúmt um sig þó aS bíllinn sé ekki óskaplega stór. Tilraunin var gerð við Ford Transit. FyriR aftan bifreiðastjóra sætið var settur einn þægilegur þriggja sæta bekkur, en þar aft- an við skeifa sem sýnd er á Skeifan aftur í bílnum lítur svona út. Hægt er að taka upp motturnar í bakinu' og' þá er þar sjónvarp. einni myndinni. Bekknum má snúa við þannig að allir sitji í einum hring fyrir utan þá sem eru hjá bílstjóra. Þarna er jafn- ve! hægt að halda kaupsýslu fundi eða kynningarsamkvæmi (í smáum stíl þó), og þarna er ekki bara útvarp, heidur líka sjónvarp bak við sessurnar aft- ast í skeifunni, segulband og fleira. Sætunum aftast má breyta í tvíbreitt rúm, og taka fram borð, og jafnvel koma fyrir klæða skáp og eldunarplássi. . 23. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.