Alþýðublaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 3
É Rusk krafinn sagna gp- - • ~ Áhrifamiklír öldungadeildar- J>ingmcnn hafa lagt hart að John son Bandaríkjaforseta, að skipa Rusk, utanríkisráðherra að gera utanríkismálanefnd þingsins grein fyrir stefnu og markmið- um stjórnarinnar í Suðaustur Asíu. Ágrein'ingurinn milli utan- ríkismálaneft darinnar og stjórn. arinnar hófst síðasta sunnudag, þegar Rusk kom fram í sjónvarpi, sem sjónvarpað var um gjörvöll Bandarikin og ræddi Vietnam styrjöldina. Hefur nefndin. sem Fullbright öldungadeildarþingmaður er for- inaður fyrir, einkum álasað Rusk fyrir að hafa alltaf reynt, að koma sér undan að gera nefnd- inni opinberlega grein fyrir styr.i öldinni í Vietnam. Mun Rusk síð ast hafa ávarpað nefndina í febrú ar á síðasta ári. Hefur nefndin krafizt, að Rusk geri grein fyrir eftirfarandi atriðum varðandi stefnu stjórnarinnar í Vietnara og Suðaustur Asíu: Hvert væri markmið hennar; hvort hún væri nógu haldgóð; hvort einhverjum markmiðum hefði verið náð; Framhald á bls. 11. Drukknaðra sjómanna minnzt á Aiþingi í upphafi fundar í Sameinuðu þingi í gær minntist Birgír Finnsson forseti Sameinaðs þings sjómanna þe'irra, sem látizt hafa við strendur íslands nýlega. Fórust honum orð á þessa leið: Að undanförnu hafa veður gerzt válynd hér við land. Má heita, að livert stórviðrið hafi rekið annað. Mestur varð þó vcðurcfsinn um síðustu he!gi, einkum við norðvesfanvert landið. Fór þar saman norðan fárviðri, stórhríð, mikið frost og geysilegt hafrót. Hafa þessi aftaka veður vald ið líf- og eignatjóni, og enn á ný minnt okkur á þá stað- reynd, að alltaf geta náttúru öflin farið svo mjklum hamför um, að enginn mannlegur máttur fái rönd við reist. Þegar slík óveður geisa á hafinu, verða vönduðustu og beztu skip eins og eggjaskurn, cg þaulreyndir stjórnendur og sægarpar fá ekki við neift ráð ið. Þá er enginn óhultur, fyrr en komið er alla leið tjl ör- uggrar hafnar. Um síðustu helgi leituðu mörg skip skjóls á ísafirði und an veðurofsanum, en þar er ein öruggasta höfn landssns. Var þá vcðurhæð svo mjkíl, að tvö skip fórust á ísafjarðar- djúpi þar sem þau áttu ör- skanwnt eftir ófarið inn á líf höfn, og mjkil leit að hinu þri«S:a hefur ékki borið árang ur. Er nú talið fullvíst, að það hafi farizt. Skipin eru þessi: V/s Heiðrún II, ÍS 12 frá Bolungavík. Var skipið á leið frá Bol- ungavík til ísaf jarðar sl. sunnu dag. Er það venjulega um 45— 50 mínútna sigling, en sortinn og' byljirnir hröktu skipið af leið, og þélt það síó á ísafjarð ardjúpi þar til skömmu eftir miðnætti á sunnudagskvöld, að því er bezt er vitað. Síðan hefur ekkert af skipinu heyrzt, og leit að því ekki horið ár- angur, eins og fyrr segir. Með Heiðrúnu II voru 6 menn. Togarinn Ross Cleveland frá Hull í Bretlandi. Með hon um fórust 18 menn, en einn bjargaðist á undursamlegan liátt, eins og fréttir hermdu í fyrradag. Togarinn Notts County frá Grimsby í Bretlandi. Af hon um fórst einn maður, en varð skipinu Óðni tókst giftusam- lega að bjarga 18 iranns af áhöfninni. Fáum dögum áður en þessir válegu atburðir gcrðust fórst brezki tcgarinn Kingston Per idot frá HuII út af Tjörnesi með allri áhöfn, 20 manns, Skömmu þar á undan hafði togarinn St. Romanus, einnig frá Hull, farizt í hafinu milli Noregs og íslands. Á því skipi var 20 manna áhöfn. Hafa þannig farizt þrjú skjp frá útgerðarborginni Hull, cg með þeim 59 manns, á tæpum mánuði. íslendingar og Bretar haf!> lönguin verið keppjnautar í fiskveiðum, en þegar báðar h'óðirnar verða fyrir jafn hörir.ulegum áfölluin og mann- tjóni, þá skilja þær livor aðra. Hér á íslandi grúfir kvíði og sorg yfir hejmilum heirra, sem taldir eru af með Heið- rúnu II frá Bolungavík. AI- þingi og þjóðin öll taka þátt í þeirri sorg og votta harmi slegnum aðstandendum inni- legustu samúð. í útgerðarborginni IIulI í Bretlandi ríkir þungur harm ur á heimjlum fjölda fiski- manna eftir þær miklu fórnir, sem hafið hefur krafizt síð- ustu vikurnar af þeirri borg. Þar, eins og hér, rísa öldur samúðar rr.eð öllum þeim, sem um sárt ejga að binda vegna liinna geigvænlegu sjóslysa. Tilfinningar sorgar og sam- úðar bærast , brjóstum íslend inga og brezkra manna. Atburðir þessir minna enn einu sinni á þær mjklu hætt ur, sem sjómennskunni cru samfara. Um leið minna þær -amhald á bls. 11. ) 1 Burkes skipst.ióri (t. v.) og Stokes stýrimaður við knnuna til Reykjavíkur. Skipstjóri og stýrimaður Notts County komnir suður George Burkes, skipstjóri á Notts County, og Barry Stokes, 1. stýrimaður á togaranum, komu flugleiðis frá ísafirði um miðjan dag í gær. Eins og kunnugt er, voru þeir báðir afar illa haldnir, þegar þeim var bjargað í land af skipshöfn Oðins á mánudag. Fréttamenn 'Dg blaðaljósmynd- arar voru á Reykjavíkurflugvelli, þegar yfirmenn togarans komu frá ísafirði með Snarfaxa Flug- félags ísland í gær. Þeir Burk- es skipstjóri og Stokes stýrimað- ur hafa legið á sjúkrahúsinu á ísafirði síðan á mónudag. Þeim var þegar ekið að Hótel Borg, þar sem þeir munu dvelja, unz þeir fara heimleiðis til Bretlands, en þar hitfu fréttamenn þá félaga að tnáli. Burkes skipstjóri hafði orð fyr- ir þeitn. Hann sagði: „Yfirmenn og reyndar öll áhöfn Óðins sýndi fádæma hugdirfsku, er þeir björguðu áhöfninni á Notts Co- Framhald á 9. síðu. Notts County á strandstað. 9. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.