Alþýðublaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 12
DANSLEIKUR
VERÐUR HALDINN
FÖSTUDAGiNN 9. FEBRÚAR1968
★ Tízkusýning
K'fiKGRElííS'LR,
-ptuaaR..
Jazzabaiiet
„Hér gala GAUKAft”
Sextet Ólafs Gauks ásamt Svanhilcii
ALUR VELKOMNIR
Tíminn er blekking
ÞEIR VÍSU MENN sem öllu ráða og öllum mönnum betur vita
— ég á auðvitað við alþingismennina — hafa það nú til at-
hugunar hvort við ættum ekki að hafa sumartíma líka að vetr-
inum.
Það er vitað mál að hægt er að gera alls konar sprell með
tímann, enda hann í rauninni blekking, segja vitrir menn.
Fyrir bragðið sætir engri furðu að hægt er að láta hann vera
hitt og þetta. Einu sinni var það altíða á einu danshúsi hér
í Reykjavík að láta næsta hálftíma vera þrjú korter og datt
engum í hug að vera með múður út af því. Og úti í löndum
þekkjasf þess dæmi að lög mæli svo fyrir að ljúka eigi ein-
hverju verki á tilteknum degi, og ef því er ekki lokið þegar
dagurinn er liðinn (því dagar hafa þann sið að líða) er klukk
an bara stöðvuð og allt gerist á tilsettum tíma, alveg sama hve
lengi það dregst, því það er klukkan ein sem skiptir máli.
Þessi tímabreyting úr vetrartíma í sumartíma er eiginlega
eitthvað í ætt við gengisbreytingu. Gengisbreytingu þekkja
allir. Ef svo ber undir er krónunni fírað upp eða henni er
fírað niður, venjulega niður, ég held alltaf. Gengislækkun er
það að láta menn fá jafnmikið kaup, þótt þeir fái í rauninni
minna kaup. Sumartími er það að menn fari á fætur á sama
tíma og vanalega þótt þeir fari í rauninni fyrr á fætur.
Þetta er nefnilega allt miðað við hvenær menn fara á fætur.
Nánar út í málið farið er sumartími það að segja að klukk-
an sé eitt þegar hún er í rauninni tólf, til þess menn geti
sagt að þeir fari klukkan átta á fætur jafnvel þótt hún sé
sjö. Eðlilegur fótaferðatími manna fer nefnilega einvörðungu
eftir því hvað klukkan er, ég meina auðvitað klukkuna á veggn-
um eða á náttborðinu eða á úlnliðnum. Ef klukkan sýnir t-d. að
hún sé sex eða sjö, þá eru menn grútsyfjaðir, en öðru máli
gegnir klukkan átta, þá fara menn á fætur, því klukkan átta
er jú fótaferðatími. Þeir mundu ekki taka í mál að fara á
fætur ef klukkan sýndi eitthvað annað. Hvur fengist til að
fara til vinnu klukkutíma fyrr en vanalega? Hvur þyldi að
láta skipa sér slíkt? Hann mundi kæra það fyrir stéttarfélag-
inu. En ef klukkunni er bara flýtt gegnir öðru máli, því þá
er hún átta alveg eins þótt hún sé í rauninni sjö.
Þetta stafar náttúrlega allt af því að tíminn er blekking,
eins og þeir segja þarna í Austurlöndum. En klukkan er
ekki blekking, ekki að minnsta kosti sú á náttborðinu, fari
það kolað, þegar hún hringir á morgnana.
Og sólargangurinn hefur ekkert að segja núorðið á þess-
um framfaratímum. Sólin siglir bara sína venjulegu leið yfir
himinhvolfið og enginn lætur sig það skipta, því allir geta
haft rafmagnsljós. Það er eiginlega bara í sumarfríum sem
sólin spilar einhverja rullu, þegar fólk langar til að verða
sólbrúnt á hörund, einkum kvenfólkið.
—Götu-Gvendur.
Mér þykja Þeir kræfir og lifa í
samræmi við nafnið, þessir Sólar
synir hinír brezku. Þarna berj-
ast þeir eins og víkingar á fóti
Múspells mögum og öðrum
myrkraher ...
Mér finnst þeir ættu að skýra
frá því hvar þessir fjórir staðir
í Reykjavík og nágrenni eru, þar
sem Keflavíkursjónvarpið sést.
Ég vær’i alveg til í að flytja.
Djöfull á hún gott þessi Rita Edd
on. Það er nebblega eitt af
Bítlalögunum, sem heitlr Lovlí
Ríta. Segið svo að kennarablókin
hafi ekki getað troðið einhverju
í hausinn á mér.
SÁ SPAKI SEGIR . . .
Nú er ég búinn að leysa vandann
um það, hvar flugvöllur framtíð
arinnar á að vera; þessi sem sum
ir vilja hafa úti á Álftanesi, en
aðrir í Keflavík eða Reykjavík.
Hann á auðvitað að vera uppi á
Esju, og það hefur verið sýnt að
flugvélar geta lent þar. Þessi
staður er bæði næg’ilega fjarri
byggð, en þó um leið svo kær
Reykvíkingum, að þeir geta ekki
talið' hann utanbæjar.