Alþýðublaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 9
Hljóðvarp og sjónyarp
n SJÓNVARP
[T1 HUÓÐVARP
JFö&tudagDr 9. febrúar 1968.
20.00 Fréttir.
20.30 í brenr.idepli. Urasjón: Haraldur
J. Hainar.
21.00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur.
Á efnisskrá er m.a. lagasyrpa
úr Mary Poppins. Stjórnandi er
Páll P. Pálsson.
21.12 Dýrlingurinn. Aðalhlutverkið
leikur Roger Moore. íslenzkur
texti: Ottó Jónsson.
22.05 Poul Reumert. Danski leikarinn
Poul Reumert rifjar upp ýmis
atriði úr ævi sinni og sýndir eru
kaflar úr leikritum, seni hann
hefur leikið í. íslenzkur texti:
Óskar Ingimarsson.
23.10 Dagskrárlok.
Föstudagur 9. febrúar
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir. Tónleikar. 7.30
Fréttir og veðurfregnir. Tónleik.
Morgunleikfimi. Tónleikar. 8.30
Fréttir o g veðurfregnir. Tónleik
ar. 8.55 Fréttaágrip og útdráttur
úr forustugreinum dagblaðanna.
9.10 Veðurfregnir. 9.25 Spjallað við
bændur. 9.30 Tilkynningar. Tón.
leikar. 9.50 Þingfréttir. 10.10 Frétt
ir. Tónleikar. 11.00 Lög unga
fólksins (endurtekinn þáttur
H.G.).
12.00 Hádegisútvarp
Dagskráin. Tónleikar. 12.15 Til.
kynningar. 12.25 Fréttir og veður
fregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.30 Við vinnuna: Tónleikar.
14.40 Við, sem lieima sitjum
„Brauðið og ástin“, saga eftir
Gísla J. Ástþórsson; höfundur
les (6).
15.00 Miðdegisútvarp
Fréttir. Tilkynningar. Létt lög:
Marty Cooper hljómsveitin, Pierre
Dorsey o.fl., The Platters og
Ambrose og hljómsveit syngja og
leika.
16.00 Veðurfregnir. Síðdegistónleikar
Kristinn Hallsson syngur lög eftir
Markús Kristjánsson og Þórarin
Jónsson.
Tékkneska fílharmoníusveitin
leikur „Carnival“, forleik eftir
Dvorak; Karel Ancerl stj.
Elisabeth Schwarzkopf syngur
þrjú lög eftir Richard Strauss.
Útvarpshljómsveitin í Hamborg
leikur „Serenade“, op. 44 eftir
Dvorak; Hans Schmidt.Isserstedt
stjórnar.
Vitya Vronsky og Victor Babin
leika Rondo op. 73. fyrir tvö
píanó eftir Chopin.
17.00 Fréttir.
Endurtekið efni
Minningabrot
Axel Thorsteinsson ríthöfundur
talar um Einar H. Kvaran og les
úr ljóðum hans (Áður útv. 18.
f.m.).
17.40 Útvarpssaga barnanna: „Hrólfur“
eftir Petru Flagestad Larsen
Benedikt Arnkelsson les (10).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. 19.20 Tilkynningar.
19.30 Efst á baugi
Björn Jóhannsson og Tómas
Karlsson fjalla um erlend mál.
efni.
20.00 Þjóðlagaþáttur
Helga Jóhannsdóttir talar í fjórða
sinn um íslenzk þjóðlög og kem.
ur með dæmi.
20.30 Kvöldvaka
a. Lestur fornrita
Jóhannes úr Kötlum les Laxdælu
(15).
b. Sjóslys við Vestmannaeyjar
Frásögn Jóns Sigurðssonar í Vest
mannaeyjum; fyrri þáttur.
Þórður Tómasson flytur.
c. íslenzk sönglög
Svala Nielsen og Árni Jónsson
syngja lög eftir ýmsa höfunda.
d. Jón Finnbogason hinn dulvísi
Þáttur eftir Eirík Sigurðsson; höf
undur flytur.
20.00 Umhverfi Akropolls
Jökull Jakobsson rithöfundur
flytur spjallþátt með tónlist.
20.30 Harmonikuleikur í úfvarpssal
Finnski harmonikusnillingurinn
Veikko Ahvenainen leikur lög
eftir Lara, Laves, Codzinsky,
sjálfan sig o.fl.
21.00 Skólakeppni útvarpsins
syórnandi: Baldur Guðlaugsson.
Dómari: Haraldur Ólafsson. í
sjöunda þaetti keppa nemendur
Vélskólans og Stýrimannaskól.
ans.
Í22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.15 Danslög.
23.25 Fréttir í stuttu máii.
Dagskrárlok.
HARÐVIÐAR
UTIHURDIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKÚLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
ÖSKUBUSKA n
— Mé'r finnst samt, að við
ættum að taka hana með heim,
sagði Laura, eins og Rhona
hefði ekkert sagt. — Þá getum
við látið sem Kevin hafi ekki
stungið af og búið til einliverja
sögu fyrir almenning.
Rhona missti stjórn á sér. —
Ég hafa ykkur öll! Út með ykk-
ur! Út, áður en ég læt henda
ykkur út!
— Hræðilega stelpugæsin þín
sagði frú Mannéríng. Og það
eftir allt, sem við höfum gert
fyrir þig! En eplið fellur sjaidn-
ast langt frá eikinni og ....
— Út! öskraði Rhona og greip
símann. — Gefið mér samband
við hóttejslór
við hótelstjórann strax!
Símtólið var tekið úr hönd-
um hennar og lagt á. Það lék
bros um varir Stevens. — Þú
vinnur, sagði hann. Við förum!
Hann leit við í gættinni og
sagði: Ég kem aftur.
Skömmu eftir að Mannering-
arnir voru farin, fór Rhona niður
til að tala við gestgjafann. —
Maðurinn minn neyddist til að
fara, sagði hún og reyndi að
vera eðlileg. — Guðmóðir hans
veiktist og sendi eftir honum.
— Hvilík synd! Var þetta efi,
sem hún las úr augum mannsins?
Og það á brúðkaupsdaginn hans?
— Já. Skyndilega kom henni
dálítið hræðilegf til hugar. ___
Þetta ber svo bráðan að . vitið
þér, hvort maðurinn minn mundi
eftir að borga reikninginn áður
en hann fór?
— Nei, hann gerði það ekki,
frú Mannering.
— Ég skil. Hún kingdi. —
Hve mikið skuldum við?
—i- Ef það er ekkert aukalega,
verða þetta um 14 pund.
14 pund. Og hún hafði iátið
Kevin fá alla sína peninga.
Skelfingin hlýtur að hafa spegl
azt í andliti hennar, því að hót-
elstjórinn sagði:
— Ef þér eruð í vandræðum
með reikninginn, frú Manner-
ing, geri ég ráð fyrir að Steven
Mannering greiði hann.
NEI! Á þessari stundu ákvað
Rhona að þiggja aldrei neitt
frá Manneringfjölskyldunn!. —
Nctts County
Framliald af 3. síðu.
unty. Það var aftakaveður um 11-
leytið á sunnudagskvöldið, þegar
togarinn strandaði allt í einu.
Gífurlegur ís hafði hlaðizt á skip-
ið og við vorum allir í brúnni að
berja af, en það virtist ekki hafa
mikinn tilgang. Við vissum ekki
nákvæmlega, livar við vorum,' en
þó vorum við vissir um, að við
værum einhvers staðar á ísa-
fjarðardjúpi. Vélin stöðvaðist
strax og skipið tók niðri. Það var
blindhríð og sá ekki út úr augum
og kuldinn var ægilegur, en flest-
ir voru stemilega klæddir. Marg-
ir notuðu teppi til að skýla sér.
Við náðum ekki sambandi við
Óðinn fyrr en um klukkan sjö á
mánudagsmorrguninn, en þeir
Óðinsmenn sögðu okkur að bíða
og vera rólegir, unz björgun gæti
hafizt. Engin veruleg hræðsla
greip um sig meðal skipshafnar-
innar, á meðan við biðum björg-
unar og fylgdi áhöfnin fyrirskip-
unum yfirmanna allan tímann.”
Skipstjórinn sagði, að sig
hefði kalið mjög illa og drep
væri komið í að minnsta kosti 4
fingur og sagðist hann búast við,
að taka þyrfti fingurna af, þegar
hann kæmi heim til Bretlands.
Stokes stýrimaður gekk við
staf, en hann mun hafa meiðzt
illa á ökia. Hins vegar mun hann
ekki hafa kalið eins illa og Burk-
es skipstjóra.
Þeir félagar sögðusf hafa not-
ið mjög góðrar hjúkrunar og
læknir og hjúkrunarlið á ísafirði
hefðu gert allt, sem í þeirra
valdi hafi staðið til að hlúa að
þeim. Þá lögðu þeir Burkes skip-
stjóri og Stokes stýrimaður ríka
áherzlu á þakklæti sitt til lífgjafa
sinna, þeirra Óðinsmanna.
Bckagjöf
Framhald af bls. 2.
inga, og gat þess um leið að af
17.000 nýjum bókum sem keypt
ar hefðu verið til safnsins á liðnu
ári væru 700 danskar. Safnið hef
ur náið samstarf við miðstöð
danskra bókasafna — Bibliotek-
scentralen — og fær því nýjar
danskar bækur jafn-snemma og
dönsk forlög, og gildir hið sama
um bækur á öðrum norðurlanda
málum. Þess vegna hefur safniö
betri skilyrði en flestir aðilar
Mr til að kynna norræna menn
ingu og bókmenntir, sagði borgar
bókavörður. — Myndin hér að
neðan var tekin er hann veitti
gjöfinni viðtöku.
eftir Christina Laffeaty
SKEMMTISTAÐIRNIR
TJARNARBttD
Oddfellowhúsinu. Veizlu og
fundarsalir. Símar 19000-19100.
*
HÓTEL HOLT
BergstaSastræti 37. Matsölu- og
gististaður í kyrrlátu umhverfi.
Sími 21011.
★
GLAUMBÆR
Fríkii kjuvegi 7. Skemmtistaður á
þremur hæðum. Símar 11777
19330.
RÖÐULL
Skipholti 19. Skemmtistaður á
tveimur hæðum. Matur-dans,
alla daga. Sími 15327.
★
HÖTEL SAGA
Grillið opið alla daga. Mímis-
og Astrabar opið alla daga nema
miðvikudaga. Sími 20600.
★
HÓTEL BORG
við Austurvöll. Resturation, har
og dans í Gyllta salnum. Sími
11400.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Blómasalur, opinn alla daga vik-
unnar.
★
HOTEL L0FTLEIÐIR
Víkingasalur, alla daga nema
miðvikudaga, matur, dans og
skemmtikraftar eins og auglýst
er hverju sinni. Borðpantanir f
síma 22-3-21.
★
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Cafeteria, veitingasalur með
sjálfsafgreiðslu, opinn alla riaga.
ÞJÓDLEIKHÚSKJALLARINN
við Kverfisgötu. Veizlu og fund
arsalir — Gestamóttaka — Sími
1-96-36.
¥
INGÓLFS CAFÉ
við Hverfisgötu. — Gömlu og
nýju dansarnir. Sími 12826.
KLÚBBURINN
við Lækjarteip, Matur og dans.
ítalski salurinn, veiðikofinn og
fjórir aðrir skemmtisalir. Sími
35355.
NAUST
við Vesturgötu. Bar, matsalur og
músik. Sérstætt umhverfi, sér-
stakur matur. Sími 17759.
. ★ .
ÞORSCAFE
Opið á hverju kvöldi. Sfmi
23333. +
HÁBÆR
Kínversk restauration. Skóla-
vörðustíg 45. Leifsbar. Opið frá
kJ. 11 f.h. til 2,30 og 6 e.h.
til 11,30. Borðpantanir i síma
21360. Opið alla daga.
9. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9