Alþýðublaðið - 09.02.1968, Blaðsíða 4
mzmi)
Bitstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar: 14900 —
14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu,
Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr.
120,00. — i lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf.
t
' Á VERÐI
ÞEIM, sem fylgzt hafa með
Staksteinum Morgunblaðsins og
ritstjórnargreinum þess og Al-
þýðublaðsins síðustu daga, dylst
ekki, að ágreiningur um trygginga
mál er innan ríkisstjórnarinnar.
Hefur Morgunblaðið tvívegis
^krifað þannig um þessi mál, að
ekki er unnt að láta ósvarað.
Hin gamla fátækraframfærsla
byggðist á því að velja úr hina
efnaminnstu og aumustu til að
yeita þeim ölmusu. Þetta var af
numið með nútíma almannatryg'g
ingum. Fyrir þeim eru allir jafn-
ir, engin flokkun í fátæka og ríka-
Hinir efnuðu greiða tryggingatekj
Ur sínar mestallar aftur til hins
opinbera í sköttum.
Morgunblaðið vill nú hverfa aft
ur til fátækraframfærslunnar,
flokka íslendinga í fátæklinga og
álna menn, þá sem fá tryggingar
BÖa fá þær ekki. Alþýðublaðið
mótmælir eins og Alþýðuflokkur
inn hefur mótmælt slíkum hug-
myndum-
í gær mátti lesa í Morgunblað
inu, að Alþýðublaðið væri and-
vígt því að auka fjölskyldubætur
til barnmargra fjölskyldna með
lágar tekjur. Þessi fáránlegu full-
yrðing byggist á því, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur barizt
fyrir því að tjaldabaki undanfar-
ið, að allt fjölskyldubótakerfið
verði afnumið og því blandað
saman við tekjuskattinn. Alþýðu
flokkurinn hefur ekki viljað
gleypa þessa tillögu hráa, enda
er tekjuskattskerfið morandi í ó-
réttlæti og svikið í stórum stíl.
3r það raunar óframkvæmt stefnu
skráratriði Viðreisnarinnar að af
nema tekjuskatt, en ekki að af-
nema fjölskyldubætur.
Tilgangur Sjálfstæðismanna
með þessu samsulli og síðari til-
lögum um beina skerðingu fjöl-
skyldubóta er einfaldur og aug-
ljós- Þeir vilja spara ríkinu 100
milljónir króna eða svo með því
að skerða tryggingakerfið um
þessa upphæð. Alþýðuflokkurinn
hefur þverneitað að samþykkja
slíka skerðingu, enda sízt ástæða
til að draga nú úr almannatrygg
ingum, sem á að auka samkvæmí
gömlum og nýjum stefnuyfirlýs-
ingum ríkisstjórnarinnar.
Alþýðublaðið vill endurtaka, að
Sjálfstæðisflokkurinn á þakkir
skyldar fyrir þann stuðnig, sem
hann hefur veitt tryggingamálum I
fyrst og fremst í núverandi ríkis
stjórn. Hins vegar hefur það vald
ið Alþýðuflokknum vonbrigðum,
að strax og á móti blæs skuli
Sjálfstæðisflokkurinn krefjast
sárfelldrar skerðingar á trygginga
kerfinu og Morgunblaðið boða
fátækraframfæri í stað almanna-
trygginga.
Tryggingar eru fyrst og fremst
hugsjón og baráttumál jafnaðar-
manna. Þeir munu standa fastan
vörð um þær.
HJÁ því getur ekki farið að
mönnum liafi hnykkt við er frá
því var skýrt í sjónvarpi ný-
lega að einhverjir skemmdar-
vargar héfðu vaðið milli sum-
arbústaða upp við Laekjabotna
að mölvað, eyðilagt og brennt.
Nokkru áður hafði verið skýrt
frá því að ný ljósker við götur
liefðu verið brotin sýnilega
bara af því að einhver eða ein
hverjir þurftu að svala skemmda
fýsn sinni. Og enn þar áður var
getiö um vegvísa sem eyðilagðir
voru upp við vegamót Þingvalla
vegar og Vesturlandsvegar í
Mosfellssveit.
Þetta eru ekki fallegar frétt-
ir.
En rekur menn ekki minni
til að slíkir atburðir hafi gerzt
áður og séu óhugnanlega tíðir?
Fyrir hefur það komið að unn
ar hafi verið skemmdir á skip
brotsmannaskýlum, og m.erki
við vegi eru skemmd á hverju
ári, og ljóskerabrot við götur í
Reykjavik eru svo tíð að nemur
miklum fjárútlátum á hverju
ári.
Ekki er þetta þó nóg. Eitt-
livert eliment í þjóðinni virð-
ist vilja koma sjónarmiðum sín
um á framfæi'i með ofbeldi.
FRIMERKI - FRIMERKI
innlend og erlend í úrvali.
Útgáfudagar — Innstungubækur — Tengur og margt
fleira. — Verðið hvergi lægra.
Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45.
Sólþurrkaður saltfiskur
BÆJARÚTGERÐ REYKJAVÍKUR
við Grandaveg.
Sími 24345.
Einangrunargler
Húre’ígendur — Byggingameistarar.
Útvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stuttum fyrir-
vara. Sjáum um ísetningu og alls konar breytingu á glugg-
um. Útvegum tvöfalt gler í lausfög og sjáum um mál-
töku.
Gerurn við sprungur í steyptum veggjum með þaulreyndu
g>'r.míefni. — Gerið svo vel og leitið tilboða. — Sími
51139 og 52620.
f "vmms
Frá Gluggaþjónustunni
Tvöfait einangrunargler, allar þykktir af rúðugieri,
sjáum um ísetningar, ieggjum mósaik og flísar og margt
fleira.
GLUGGAÞJÓNUSTAN,
Hálúni 27. — Sími 12880.
19092 og 18966
TBL LEiGU LIPRIR NÝIR
SENDBFERÐA6ÍLAR
án ökumanns. Hcimasími 52286.
Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim sem heiðruðu mig
og sýndu mér vinsemd á sjötugsafmæli mínu 6. þ. m. Eink
um vil ég ílytja samstarfsfólki mínu hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur alúðar þakkir fyrir höfðinglega gjöf sem
það sendi mér. Heili og farsæld fylgi ykkur öllum um
ókomna daga.
SIGURJÓN SIGURBJÖRNSSON.
Einu sinni sté'ð sí(andir.ynd
liér við Tjörnina er kallaðist
Hafmey. Mörgrum þótti þetta
ekki fagurt verk, enda löngum
skiptar skoðanir um listaverk.
En þegar sýnt var að myndin
mundj ejga að vera þarna á-
fram tók einhver pörupiltur
málið í sínar hendur og
sprengdi myndina í loft upp.
Ekki er heldur langt síðan
að dejlt var um hvort gjalda
ætti skatt af akstri um Kefla-
víkurveg. Skiptust menn í tvo
hópa og deildu hart, og er ekk
ert við því að segja. En ein-
hvern brast þolinmæði að haga
sér eins og siðaður maður í lýð
ræðisþjóðfélagi og brenndi
skúrinn þar sem vegatollinn
átti að innheimta.
Þetta er ekki sérlega falleg
afrekaskrá,
Og er það ekki athyglisverf
að ekkj hefur koirjzt upp upí
nejnn vinnanda þessara óhæfu-
verka.
Er ekki áhugj á að koma
þeim undir manna hendur?
Ekkert orkar iafn sterkf í þá
átt að koma í veg fyrir atburði
eins og þessa sem almennings-
álitið.
En liversu bregzt almenning-
ur við?
Er það satt að komjð hafi
fyrir þegar kvartað er yfir Ijós
kerabrotum við aðstandend-
ur ungljnga er orðið hafa til að
vinna slík verk aö þeir hafi þá
brugðizt við reiðir og mælt ó-
knyttina upp í börnunum?
I því tilfelli væri sök for-
eldranna stærra en barnsins.
$ 9. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ