Alþýðublaðið - 18.02.1968, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 18.02.1968, Qupperneq 4
 mzm$) iUtstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal, Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsctur: Alþýöuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. BLAÐIÐ UM ÞESSAR MUNDIR stend- ur yfir herferð Alþýðuflokksfé- laga til þess að auka útbreiðslu Alþýðublaðsins. Hefur þúsundum manna verið skrifað bréf um blaðið og á hverju kvöidi sitja áhugasamir flokksmenn ivið síma og hafa samband við væntanlega kaupendur. íslenzkt þjóðfélag er þannig upp byggt, að stjórnmálaflokkur verður að hafa dagblað til að koma skoðunum sínum á fram- færi og taka þátt í umræðum um málefni dagsins. Þess vegna er haldið úti fimm dagblöðum í laiidinu, þótt augljóst sé, að frá venjulegu viðskiptasjónarmiði er varla rúm nema fyrir eitt eða tvö. Útgáfa dagblaðs hefur frá upp hafi verið sérstaklega erfitt verk efni fyrir vinstri flokkana, sem hafa ekki peningavald að styðj- ast við. Blöðin hafa ávallt verið gefin út með meira eða minna tapi, hversu vel sem þau hafa ver i.ð úr garði gerð. Þó mundi þjóð- inni þykja mikill skaði, ef þessi blöð hættu að koma út og ekki væri annað daglegt lestrarefni að fá en blöð hægriflokka og pen- ingamanna. Þess vegna má ekki leggja tvenjulegan viðskiptamæli- kvarða á vinstri blöðin, þau verð ur að meta á annan hátt. Alþýðublaðið hefur í tæplega 50 ár verið hjarta Alþýðuflokks ins og boðberi hugsjóna, sem all ir flokkar hafa síðar tileinkað sér í meiri eða minni mæli. Alþýðu flokkurinn nýtur mikils fylgis í landinu, en að auki viðurkennir fjöldi fólks í öðrum flokkum, að hann gegni mikilvægu hlutverki í íslenzkum stjórnmálum. Þess vegna er nauðsynlegt, að Alþýðu blaðið haldi áfram að koma út og búi við þolanlegan rekstur. Nýlega hefur verið gerð mikil væg endurskipulagning á Alþýðu blaðinu. Hópur áhugasamra manna hefur stofnað hlutafélag, sem hefur tekið að sér rekstur blaðsins, enda þótt það verði á- fram eign flokksins. Er nú verið að gera alvarlega tilraun til að koma rekstri blaðsins á fastan og viðunandi grundvöll. Söfnun nýrra áskrifenda er eitt af því, sem verður að gerast, ef sú við- leitni á að takast. | Alþýðublaðið er þýðingarmikil rödd í íslenzku þjóðlífi. Sú rödd á erindi til allra hugsandi manna í landinu. Vonandi taka vinir blaðsins og flokksins því vel, er áhugamenn um þessar mundir hringja til þeirra og biðja þá að gerast fastir áskrifendur. Þras og þráhyggja QVENJULEGA ógeðíelld deila læíur öðru livoru undanfarið stungið upp kollinum í Morgun- blaði og Þjóðvilja sitt á hvað. Iíér skai htín ekki rakin blað fvrir blað, en inntak efnisins er í stytztu máli stí spurning hvort c.kkur sé sæmra að hneykslsst á og mótmæla atferli Bandaríkja- manna í Víetnam eða nýupp- kveðnum sovét-dómum yfir fjór- um ungum rithöfundum í fram- Iialdi af máli þeirra Sinjavskís og Ðaníels. Geta ekki allir gert sér í hugarlund hvor málstaður er tekinn í hvoru blaðinu? Deil- an er ekkj einasta ógeðfelld fyrir það ,-jð hér er ruglað saman tveimur allsendis óskyldum mál- um, líeleur byggist htín beinlin- is á rangsnúnu siðferðilegu mati. Deiluaðiljar virðast telja aö almenn aistaða ,.með” Banda- ríkjunum, eða ,,með‘‘ Sovétríkj unum knýi menn til að taka taka scr fyrir liendur. Halldór Laxness mótmælir dömunum yíir sovézku rithöfund wium: Guðmundur Böðvars- Víetnam? I>að virðast Morgun- son skrifar i>m stríðið í Víetnam. Er ástæða til að æila að þessi afsfaða þcirra feli í sér sam- þykki Guðmundar við örlögum rithöfundanna, Halldórs við framfenði Bandaríkjamanna í Veítnam? Það virðast Mor; m- blaðið og Þjóðviljinn álíta, hel- tekin enn í dag þras- og þrá- hyggjusjúkdómi kalda stríðsins. Víetnamstríðið er svartasti bletturinn á samvizku heimsins um þessar mundir. Og hvað sem iíður sögulcgum aðdragnnda styrjaldarinnar hafa atburðir síð- ustu vikna gert það deginum Ijósara, að víetnamska þjóðin er öll að kalla öndverð Bandaríkja- mönnum og leppstjórn þeirra, að þeir beita allri sinni gífurlegu hernaðartæknj dag eftir dag í grimmilegu stríði við óbrwvtta borgara, konur og börn. Rennur engum til rifja fréttaflutningur útvarpsins um mannfall „skæru- liða” í styrjöldinni samanborið við Bandaríkjamenn? Hvevnig skyldu þeir þekkja sundur dauð- an „vietkong” og dauðan víet- nama — þegar þeir verða ckki einu sinnj aðgreindir lifandi? Bandaríkjamenn bera mesta sök- ina á hörmungum styrjaldarinnar í Víetnam, og ' vitaskuld -eyna andstæðingar þeirra á alþjóða- vettvangi að hagnýta sér sök þeirra eftir mætti í almennúm á- I nægjandi ástæða fyrir „vini ! Bandaríkjanna” hér á landi til | að gangast undir siðferðilega samábyrgð með þeim á morðum og hryðjuverkum í Víetnam? Al- veg á sama hátt er það ljóst að andstæðingar Sovétríkjanna hag- nýta sér dómana yfir sovézkum rithöfundum í ár og í fyrra í á- róðursskyni. Torvelt er að gera sér grein fyrir af fréttum hvort hinir dæmdu rithöfundar séu raunverulega fulltrúar eiginlegr- ar sövézkrar andstöðuhreyíingar, hvernig sé háttað sambandi þeirra við rússneska útlaga og erlenda aðilja. En þótt þeir standi cinir 'upjji, þó þeir séu í sambiæslri við „gagnbyltingarsinna” erlendis, er ijóst, að þeir eru sakfelidir fyrir andstöðu við stjórnarvöldin, fyrir að hafa og láta uppi „ranga” skoðun. Áður en ,vinir Sovét- ríkjanna” taka að afsaka dömana ættu þeir að leiða hugann að því ?.ð það eru Sovétríkin sjálf sem leggja vopnin í hendur andstæð- KJALLARI ingum sínum í þessu máli, og það miklu skæðari vopn en „andbylt- ingarsinnar” gætu nokkru sinni komið sér upp sjálfir. Meira að segja Þjóðviljinn kom auga á þessa staðreynd — og virtist telja hana fullnægjandi rök gegn dóm- unum! Svo fákæn siðavendni há- ir þó ekki Morgunblaðinu að það mótmæli Víetnamstríðinu vegna orðstírs Bandarikjanna; það hef- ur í staðinn þeim mun meiri á- hyggjur tít af andlegu frelsi í Sovét, Ntí virðast loks líkindi ti1- að Alþingi komi sér saman um ein- livers konar ályktun gegn stríð- inu í Víetnam, og skal ekki lasta það. En skammt er að mirmast þess að reynt var að efla and- stöðu fólks tír öllum flokkum gegn stríðinu með hinnf svoköll- uðu Víetnamnefnd sem sfofnuð var í fyrra. Hingað til hefur nefndinni ekki tekizt annað en koma sér saman um að gera i ckki neitt: htín re.vndist í fram- kvæmcl einungis nýr vettvangur | fyrir þrasið og þráhyggjuna í unglingadeildum stjórnmála- flokkanna. Hennar eina tiliaun í vetur til að hafa sig í frammi, með tilheyrandi handaþvotti á eftir, varð þegar að opinberu athlægi; annars var heldur ekki að vænta meðan fjallað er um al- þjóðamál frá sjónarmiði flokks- áróðurs innanlands. Nær skyldi Alþingi samþykkja að leysa flokksholla þcgna og skoðanir þeirra tír þessari ánauð? — Ú.J. 18 febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ MÆLUM ÞAÐ MUNU hafa verið nokk- uð mörg dæmi þess, að erlendir sjónvarpsnotendur hafi keypt sér auka sjónvarpstækj til þess að gera a.m.k. það sem í þeirra valdi stóð til að fyrirbyggja að þeir færu á ínjs við útsonding ar frá vetrarólynipíuleikuunm í Grenoble skyldi annað tækið' bila. Elcki virðist sem þeir hafi gert ráð fyrir að sjónvarpsstöðv ar myndu ekki tilreiða efnið á sinn bezta máta og standa tæknilega undir sínu. Hér á Úmdi er starfrækt sjónvarps- stöð, sem liefur rækt hlutverk sitt betur en menn höfðu al- menn gert ráð fyrir, bæði í tæknilegu tilliti og efnislegu. ¥ Yfirleitt er erlendu efni gerð góð skil, annaðhvort í fovmi ís- lenzkrar textasetningar eða máls. Skyldi maður ætla að er. lendar sjónvarpsfilmur eða sjórt varpssegulbönd væru svjpaðar að gerð, þannig að jafnauðvelt væri að sefcja tæknilega séð ís. lenzkan texta eða tal, hvort sem það kæmi frá Ulan Bator eða’ Englandi. Svo virð’ist þó ekki vera. íslenzka sjónvarpi® stendur í nánu sambandi við það danska og fær þaðan mikið af efni, sem islenzkur texti er yfirleitt settur inn í. Nú þegar vetrarólympíulcikarnir standa yfir er eðljlega mikið sjónvarp að frá þeim og fylgjast íuenrt almennt mikið með þeim í sjón. varpi, hvort heldur er af fagur fræðilegum ástæðum eða i- þróttaáhuga. ★ Ilér á Iandi geta menn yfir. leitt lesið dönsku, cn þeir munu vera í miklum minnihluta seni tala hana og skilja úr munni Dana. Af þessum ástæðum> vclta menn fyrir sér, hvers vegna hvorki íslenzkur texti né tal sé haft með fjlmum danska sjón. varpsins af vetrarólympíuleik. nniiir,i frá Grenoble. T.d. ejga menn bágt mcð að skilja, hvað jafnvel hinum tiltölulega fáu sem skilju mælta dönsku hérlend is kemur við, hvort danska þuln um tekst að lýsa afrekum eins skautakeppenda áður ea hann stillir yfjr til Kaupmahna hafnar vegna sjónvarpsfrctt- anna, sem þaðan á að senda lit. Hér er aff sjálfsögðu ekk; ver. ið að mælast til þess að erlent tal sé afnumið af erlendum filmum t.d. myndi hið ágæta samtal, sem danskir sjónvarps. menn höfðu við hinn stór snjalla leikara Poul Reumert liafa verið harla lítils virði, hefði því ekki verið sjónvarpað á frumtextanum í íslenzka sjón varpinu. Þættir, scm segja má að byggist að mestu á stað. reynda upplýsingum þurfa því ekki eðlj sínu samkvæmt að missa mikið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.