Alþýðublaðið - 18.02.1968, Side 8

Alþýðublaðið - 18.02.1968, Side 8
ERLENDUR HARALDSSON SKRIFAR UM KÚRDISTAN: ER „MANNRÉTTINDA- ÁRIÐ" ORÐIN TÖM SAMTÖK kúrdiskra stúdenta í Evrópu héldu árlegt þing sitt í Belgrad, höíuðborg Júgóslavíu, milli jóia og nýárs. Þetta fólfta þing samtakanna, sem telja á sjötta hundrað meðlimi, er nám stunda í fjórtán iöndum Evr- ópu, var nú í fyrsta sinn haldið í Austur-Evrópu. A þriðja hundrað meðiimir komu til mótsins. sem varð hið fjölmennasta, er háð hefur ver- ið. Skýrt var frá störfum fé- lagsdeilda hinna ýmsu landa, en hvarvetna reyna stúdentarnir að kynna hag og menningu þjóðar sinnar. Þá var, eins og gera má ráð íyrir, rætt um ástandið í heimalandinu, hvað gera mætti til aukinnar kynningar í Evr- ópu og kosin ný stjórn sarntak- anna. Þrír gestir komu frá Kúrd- istan. Habib Karim, aðalritari kúrdíska demókrataflokksins, er næst stendur Mustafa Barzani að völdum í þeim hluta írska Kúrdistan, er Kúrdar hafa sjálf- ir ráðið yfir og hvar þeir hafa undanfarin sex ár tíðum crðið að heyja harða baráttu íyrir tilverurétti sinum og lífi. Annar gestur, einnig frá ír- ak, var Jalal Talabani, leiðtogi brots þess, er klofnaði út úr kúrdíska demókrataflokknum fyrir þremur árum vegna ágrein- ings um innanlandsmál og nú má segja, að myndi stjórnarand- stöðu. Um sjálfstjórn til handa Kúrdistan eru allir sammála, að- eins stundum deilt um leiðir, sérstaklega hversu mikla liörku skuli sýna i baráttunni fyrir sjálfsstjórn, hversu þungar byrð- ar megi leggja á almenning í því skyni og hvort samtímis íkuli sinnt ýmsum meira og minna ó- hjákvæmilegum breytingum inn- anlands, t d. skiptingu stórjarða. Talabani og félagar, sem mjög hafa misst fylgi undanfarin þrjú ár, telja stefnu Barzanis of væga, jafnt inn á við sem út á við. Auk þessara tveggja flokka má geta kommúnista. Fylgi þeirra er hverfandi, áætlað innan við 1% í Kúrdistan, en þó nær 10% meðal stúdentanna, sumir segja þetta hátt, vegna þess hve Austur-Evrópulöndin eru örlát á góða námsstyrki, en Vestur-Ev- rópulöndin nízk. í utanríkismálum dregur Bar- zani (um 80% fylgi í Kst.), þótt væri hann 11 ár í útlegð í Sov- étríkjunum, aldrei dul á stuðn- ing sinn við lýðræðisríkin, þótt ekki hafi þau fremur en önnur ríki orðið til að veita Kúrdum aðstoð til þessa. Flokkur Talaban- is (um 20% fylgi. aðallega í bæjum) er hlutlaus í utanríkis- málum að fordæmi hinna blokk- frjálsu ríkja. Meðal stúdent- anna eru hlutföllin nokkuð önn- ur, Barzani og flokkur hans 60- 70%, Talabani 20—30% og kom- múnistar um 10%. Þriðji gesturinn var fulifrúi kúrdiska demókrataflokksins í Sýrlandi, sem bannaður er. Svo er reyndar farið stjórnmálastarf- semi Kúrda í öllum þeim lönd- um, er þeir búa í. Skárst mun ástandið í íran (Persíu), þar sem stjórn keisarans gerir sér far um að beina stjórnmálalífi Kúrda inn í flokk ,,pan-íranista.” Oft er í Evrópu deilt á Trans- keisara, en í reynd er hann einn mannúðlegasti og framfarasinn- aðasti ráðamaður Austurlanda nær og margs lofs verður, ckki sízt sé hann borinn saman við aðra ráðamenn í þessum hluta heims. Hvergi eru almennar framfarir nú örari á þessu svæði en í ríki hans. Hann hefur jafn- vel sýnt Kúrdum í írak nokkurn vináttuvott að undanförnu með því að opna fyrir þá bakdyrnar inn í Persiu, er Arabar hafa reynt að svelta þá inni og ein- angra algerlega. ★ VAXANDI OFSÓKNIR GEGN KÚRDUM í SÝR- LANDI. ) Hörmulegasta söguna hafði hinn sýrlenzki fulltrúi að segja, sívaxandi ofsóknir hins kúrd- íska minnihluta í Sýrlandi. Fyrir- hugaðir eru nauðungarflutningar 150 — 160 þús. Kúrda (alls um 400 þús. í Sýrlandi) af 10 — 15 km. breiðu belti, þar sem þeir búa við landamæri Sýrlands við írak og Tyrkland, en það er ein- mitt á þessum svæðum sem þeir búa mest. Belti þetta, nú nefnt „arabiska beltið” er um 260 km langt. Kúrdum þeim, er þarna búa, eru settir þeir kostir að flytja til kargra svæða í Suður- Sýrlandi eða flytjast af landi brott. Stjórn hinna ofstækisfullu, þjóðernissinnuðu „Baathista” (þjóðlegur, sósíalistískur, arab- ískur endurreisnarflokkur” ræfna þeir flokk sinn), stendur fyrir þessum aðgerðum undir yfir- skyni skiptingar jarða („land- reform”), þótt skýrt sé tekið fram í hlutaðeigandi lögum, að þeir bændur skuli njóta góðs af, sem fyrir búa' á jörðunum. Hér Erlendur Haraldsson er sál- fræðingur að menntun, og var um eitt ske’ið blaðamaður við Alþýðublaðið. Hann hefur ferð azt mikið einkum um Indland, Persíu og írak. Hann er einn heimsótt Kúrda í írak í heima heimsótt Kúrda í írak í heims byggðum þeirra, og hefur var ið m'iklum tíma í að vinna fyr ir bá. hafa Kúrdar lifað frá aldaöðli. ,,Hið arabíska belti” á að fram- kvæma á nokkrum áföngum. Sl. sumar var kúrdískum bændum á fyrsta ál'anganum skipað að hafa sig á brott, tilkynnt að land þeirra hafi verið þjóðnýtí og þeim bannað að rækta jörð sína. Reist voru þorp fyrir liina nýju arabísku íbúa, jörðin plægð, og rutt yfir gömul, kúrdisk jarða mörk. Kúrdar neituðu að yfirgefa heimili sín, til ryskinga kom og margir voru handsamaðir, og eru enn í fangelsi og hafa enn ekki verið leiddir fyrir lög og rétt, hvað reyndar er títt um kúrdíska fanga á Sýrlandi. Rænd- ur segjast fremur munu svelta í hel en yfirgefa jarðir sínar. ★ 120 ÞÚS. MANNS MISSA BORGARARÉTTINDI. Ekki hefur ofstæki hinna þjóð- ernissinnuðu sýrlenzku Araba, sem nú barma sér í ákafa vegna „imperialisma” og yfirgangs- stefnu ísraelsmanna numið stað- ar við hið svonefnda „arabíska belti”. Fyrir rúmu árj voru gef- in út ný nafnskírteini fyrir Norð- austur-Sýrland, (Jazireh), þar sem Kúrdar búa mestmegnis, eða um 300 þús. þeirra, og hvar þeir eru meira en 80% íbúanna. Hin 20%. eru bedúínar, sem alla tíð hafa lifað í eyðimörkinni fyr- ir sunnan þá með úlfalda sína. Um 120 þús. þessara Kúrda fengu ekki endurnýjuð nafnskír- teini sín, en fengu þó að lokum skírteini merkt með rauðum borða, þar sem á var skráð, „út- lendingur.” Þeir misstu öll rétt- indi sem sýrlenzkir ríkisborgar- ar, og var tilkynnt að þeir væru ekki lengur Sýrlendingar ,af því að þeir hefðu á ólöglegan hátt smyglað sér inn í Sýrland frá Tyrklandi og írak með hjálp ,.im- perialismans” til að eyðileggja „arabisma Jazireh” og mynda kúrdískt leppríki.” g 18 febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.