Alþýðublaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 1
Þriajndagur 20. febrúar 1968 — 49. árg. 38. tbl. — Verð kr. 7 Flugvél ferst í flugtaki í Reykjavík: ja® Tveir bræður fórust í gærd&g, er tveggja hreyfla einkaflugvél af gerðinni Piper Camanche b, í eigu Flugstöðvarinnar hf., hrapaði til jarðar við flugvöllinn í Reykjavík. Mennirnir sem fór- ust með vélinni hétu Júlíus Tómasson, flugstjóri hjá Loftleiðum, 31 árs að aldri og Gísli Tómas- son 21 árs. Júlíus var að kenna bróður sínum til atvinnuílugprófs og blindflugprófs, en Gísli hafði einkaflugmannspróf. Júlíus Tómasson var kvæntur og þriggja barna faðir. Var hann flug- stjóri á Rolls Royce flugvélum Loftleiða. Hafði hann starfað hjá Loftleiðum í 12 ár, byrjaði sem afgreiðslumaður en vann sig upp til áðurgreinds starfs. Þa3 var kl. 13.21 í gærdag, að 2ja hreyíla einkaflugvól í eígu riugstöðvarinnar h.f., Pip- er Cammanche b, TF-DGD, hóf sig á loft til austurs af flug vellinum í Reykjavík. í véiinni voru braeður, Júlíus og Gísli Tómassynir. Var Júlíus að kenna bróður sínum til a+vinnu flugprófs. Skömmu eftir flug- tak, þegar vélin var komin til móts við flugskýli Flugfélags íslands, hætti vinstri lireyfill hennar að ganga. Beygði flug- vélin þá til norðurs í att að miðbænum. Snerist hún nokkra stund í loftinu, fór nokkrar veltur, unz hún hrapaði til jarð ar á steyptu akbrautina sem liggur utan flugbrautar sem nefnd er 20 viö Njarðargötu. Skall vélin á' magann, en hent ist því næst um 20 mtr. vega- lengd og hafnaði á maganum. Við áreksturinn brotnuðu hjól in undan vélinni og laskaðist bún mikið. Báðir mennirnir sem i vélinni voru letust. Vél- in er talin gjörónýt. Síðla dags í gær hafði blaff- ið samband við Sigurð Jónsson hjá Loftferðaeftiriitinu. Sagði hann að orsakir siyssins lægju ekki fyrir og væri sjaldnast auðvelt að greína ástæðurnar er slíkt bæri að höndum. — Kvað hann það eitt ijóst, að vélin hafi hrapað mjög sk.vndi- lega úr vinstri beygju riiður á akbrautina. Vélin var flutt skömmu eftir slysið í fiugskýli og var hún rannsökuð í gær af flugvirkjum frá Loftferðaeftir- litinu ásamt eigendum flugvél- arinnar. Verður. reynt að kom- ast aö því hver orsök slyssins var eins fljótt og hægt er, hvort sem það tekst eða ekki. Þessi mynd var tekin á slysstaðnum i gær dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.