Alþýðublaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og Benedikt Gröndal. Símar: 14900 —
1 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsctur: AlþýBuhúsið við Hverfisgötu,
Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr.
120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf.
ELDFJALLASTÖÐ
NORÐURLANDARÁÐ situr á
rökstólum þessa daga í Osló og
fjallar að vanda um sameiginleg
áhugaefni hinna norrænu þjóða.
Meðal þeirra mála, sem rædd
verða, er eitt, sem snertir íslend
inga sérstaklega. Það er hugmynd
i'n um norræna eldfjallastöð á Is
landi.
Frá jarðfræðilegu sjónarmiði
er ísland einstakt. Það er eitt
merkasta eldfjallasvæði verald-
ar, og mun leit á því landi, sem
hefur eins margvíslegar eldstöð-
'var og eins fjölbreytt rannsóknar
efni á sviði eldfjallafræða og hér
er. Þetta hafa sérfróðir menn
lengi vitað, en á síðustu árum hef
ur hvert eldgosið á fætur öðru,
Hekla, Askja, Surtur og sitthvað
fleira, beint athygli heimsins að
þessari staðreynd.
Því miður hefur íslenzka þjóð
in lítið getað gert fyrir náttúru-
vísindi. Hér hafa að vísu komið
fram ágætir náttúrufræðingar,
sem hafa aukið hróður þjóðarinn
ar á sviði vísindanna. En þeir
hafa starfað við hin frumstæðustu
skilyrði með nálega tvær hendur
tómar. Hér hefði þurft að rísa
rannsóknarstöð fyrir náttúru
landsins fyrir mörgum áratugum,
en hún er því miður enn ekki til.
Nú hafa sprottið upp þær hug-
myndir, að alþjóðlegt átak þurfi
til að koma upp slíkri stöð. Er-
lendir vísindamenn hafa sýnt nátt
úru landsins, og þá alveg sérstak
lega eldfjöllunum, svo mikinn á-
huga, að það er nú talið alþjóð-
legt viðfangsefni að reisa rann-
íóknarstöðina. Er þetta hin æski-
legasta lausn, því þátttaka er-
lendra vísindamanna verður öll-
um til góðs, og samstarf íslend-
inga við þá yrði báðum til hagnað
ar.
Hópur norrænna stjórnmála-
manna hefur komið auga á þetta
mál og flutt tillögu um það í Norð
uriandaráði. Eru þar hinir þekkt-
ustu þingmenn, sem hafa mikil
áhrif hver í sínu landi. Tillagan er
þó aðeins um áskorun, því Norður
landaráð hefur engin fjárráð,
nema hvað þátttökuríkin láta af
hendi rakna. Er því óljóst, hvort
tillagan getur skapað raunveru-
legan grundvöll fyrir byggingu
hinnar fyrirhuguðu rannsóknar-
stöðvar. Er raunar vísað mjög til
UNESCO, vísinda- og menningar
stofnunar Sameinuðu þjóðanna,
sem hafði forgöngu um byggingu
slíkrar stöðvar á Sikiley.
Kjarni þessa máls er að sjálf-
sögðu útvegun fjármagns. Það
verður að koma frá öðrum lönd-
um, ef málið á að verða að veru-
íeika á næstunni. Fyrir það fé
mulidu vísindamenn annarra
landa fá góða aðstöðu við hlið ís-
lenzkra starfsbræðra þeirra við
stöðina. Eigi íslendingar að leysa
þetta mál einir, hlýtur það að drag
ast í mörg ár. Hins vegar er þetta
valið tilefni til alþjóðlegs átaks,
ef unnt er að gera það.
FRÍMERKI FRÍMERKI
innlend og erlend í úrvali.
Útgáfudagar — Innstungubækur — Tengur og margt
fleira. — Verðið hvergi lægra.
Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45.
Norðurlandaráö og EFTA
Ákveðið liefur verið, að á sam
eiffinlegum fundi forsætisráð-
herra Norðurlandaráðs eftir páska
takj einn'ig þátt í fundarstörfum
utanríkis- og viðskiptamálaráð-
herrar landanna. Fundurinn verð
ur lialdinn til þess að samræma
aðgerðir Norðurland«þjóðanna
Evrópu í heild.
Ýmsar samþykktir hafa verið
gerðar á fundi ráðsins m. a. þess
ar:
Samræming.
Samþykkt var að leitast við að
samræma atvinnuleysistryggingar
löggjöf aðildarríkjanna.
19092 og 18966
T*!L LElíaU LIPRIR NÝIH
SSNÐIFERÐASÉLAR
áii ökiurtanns. Heimasími 52286.
áður en fundur Fríver/Iunar-
bandalags Evrópu, sem fjalla á
um samband Norðurlanda við
bandalagið verður haldínn.
Á fundi með fréttamönnum i
í gær sagði Hilmar Bauns-
gaard að nauðsynlegt væri fyrir
Norðurlandaþjóðirnar að koma
sér saman um sameiginlega
stefnu áður en fundurinn með Frí
verzlunai bandalaginu væri hald-
inn. Allt of margar tillögur, sem
fram hafi verið bornar á íundum
Norðurlándaráðs hefðu strandað
Þátttaka Suður-Afríku í
Olympíuleikjunum.
Kennslumálaráðherra Danmerk-
ur vildi að Norðurlöndin sem
heild tækju afstöðu til þátttöku
S.-Afríku á Olympíuleikjunum í
Mexico og iagði til að þeim yrði
meinaður aðgangur að leikjunum.
Hnefaleikar afnumdir.
Fulltrúar Danmerkur og Svíþjóð
ar lögðu til að linefaleikar yrðu
bannaðir og bentu á íslenzku lög-
gjöfina um bann hnefaleika máli
sínu til stuðnings.
liúsáhöld Epli — Bananar
Lcikföng Appelsínur
G jafavörur Vínber
SteNS?ai?úð Austv.rgötu 25 — Ilafnarfirði Kími: 50919. Stebbabú$ Linnetstíg G — Hafnarfirði Símar: 50291 - 50991
á' hinum mismunandi löggjöfum
aðildarríkjanna. Vildi forsætisráð
lierrann ekki fara út í einstök
atriði. Markaðsmálaráðherra Dan
merkur Andersen sagði- að ekki
væri unnt að aðskilja vahdamál
Norðurlanda frá vandamálum
Tollar á áfeng’i og tóbaki.
F.iármálaráðherra Norðurlanda
voru sammála um að samræming
in um innflutning áfengis og tó-
baks væri komin það langt á
þessu stigj málsins að frekari
samræming væri ekki aðkallandi.
MÆLUM
ÉG und’irritaður, sem alloft
á leið um Miklubraut í Reykja-
vík, hefi lengi átt erfitt meS að
sætta mig við að sjá þar aff-
eins baksvipinn á Einarí skáldi
Benediktssyni, er þarna trónir
á stalli. Því í ósköpunum fáum
við ekki að sjá framan í mann
inn? Eins og sak'ir standa eiga
mun fleiri l'eiff um Miklubraut
en Miklatún og ef að líkum læt
ur mun svo verða um mörg ókom
in ár. Væri nú ekki ráð að leyfa
honum að beina „æffri endanuni
að vegfarendum, að minnsta
kosti þangað til elskendur fara
að spóka sig á Miklatúni. Fyrr
hefur goð'i verið snúið á stalli!
— O —-
ÁGÆTUR ríthöfundur íslenzk
ur gaf fyrir nokkrum árum út
smásagnasafn með heitinu „Bak
svipur mannsins.“ Og hef grun
um, að bók þessi hafi selzt frem
ur illa, þó að hún kunni að
vera góð á sinn hátt, og ég er
ekkj í vafa um, livert skýrlngar.
innar er að leita. Menn vilja sjá
framan í aðra menn, en láta
sig baksvipinn minna varða! Þaff
eru bara gárungar og óknytta-
strákar, sem láta sér ekki á sama
standa um „baksvip mannsins”.
Og v’ið, unncndur Einars skálds
Benediktssonar, viljum endilega
fá aö sjá meira af manninum en
„baksvipinn,” — þó að góður sé
— O —
AUÐVITAÐ er það matsatriði
og smekksatrið'i hverju sínni,
hvernig koma skal fyrir lista-
verkum og eftirlíkingum. Taka
ber tillit til umhverfis og stað,
liátta, auk þess scm eðli lista-
verksins ræffur jafnframt aff
nokkru. En allir munu sammála
um, að Iistaverkinu beri að velja
þannig staö, að það horfi við
sem flestum, - m. ö.o.: að sem
flestir megi njóta ánægjunnar
af því. Á Miklatún'i hefur síðast
nefnda sjónarmiðsins greinilega
ekki verið gætt.
— O —
IIITT er svo annað mál, að
sumir kunna að vilja hreyfa
þeirri mótbáru, a'ð bílstjórunum,
sem um M'iklabraut aka, eigi að
vera annaff ofar í huga en Ein-
ar Bencdiktsson og Ásmundur
Sveinsson. Umferðin sé númer
eitt og ef hún hættir að vera
númer eitt, geti allt endað meff
ósköpum. Listin sé í lifslns þágu
en ekki dauðans. Þetta er sjónar
mið út af fyrir sig, en ekki hygg
ég, að slysahaítta myndi auk-
ast, þó að Einar fengi augum
I'itið umferðina á Miklubraut.
„Hann” hefur liingað til skerpt
sjónina, frekar en hitt! GA
4 20. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ