Alþýðublaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 10
fc= RitstiórTÖrn
Belussov vann fyrsta gull
Sovét í skíða stökki á OL
\ Sovétmaður varð olympíumeistari í stökki í fyrsta sinn í sög-
unni, er Vlad'imir Belussov sigraði glæsilega í stökki af 90 m. palli
í‘ st. Nizier á sunnudag, en það var jafnframt síðasta keppnisgrein
10. Vctrarleikanna í Grenoble.
Þessi sigur var Sovétmönnum
mjög kærkomin eftir vonbrigði í
ipörgum greinum á þessum Vetr
árleikum. Belussov stökk skín-
andi vel og sigraði Jiri Raska,
Tékkóslóvakíu, sem varð meist-
ari í stökki af 70 m. palli á dög
unum og Raska stökk þó eins
vel og hann gerir bezt. Þessir
tveir, Belussov og Raska höfðu
yfirburði í keppninni. Norðmenn
voru frekar óánægðir, — en I,ars
Grini bjargaði þó heiðri Noregs
í þessari „norsku“ grein með því
að verða þriðji og hljóta bronz.
Það var Björn Wirkola, heims-
meistari í stökki, sem olli Norð
mönnum mestum vonbrigðum,
hann var ekki nema skugginn af
sjálfum sér miðað við það sem
venja er.
Það var frábært veður, þegar
keppnin hófst fyrir hádegi á'
sunnudag, en allsterk gola. Dóm
arar óttuðust þó, að það myndi
hvessa og með það í huga var á-
Úrslit í skíðastökkinu:
SKÍÐASTÖKK:
Urslit: Stig
1. Vladimir Belussov, Sovét, 101,5 og 98,5 m. ............... 231,3
2. Jiri Raska, Tékkóslóvakíy,'101 og 98 m................... 229,4
3. Lars Grini, Noregi, 99 pg- 93,5 m......................... 214,3
4. Manfred Queck, Au.-Þýzkalandi 96,5 og 08,5 m.............. 212,8
5. Bent Tomtum, Noregi, 98,5 og 95 m......................... 212,2
6. Reinhold Bachler, Austurríki, 98,5 og 95 m................ 210,7
7. Wolfgang Stöhr, Au.-Þýzkalandi 96,5 og 92,5 m. ----------- 205,9
8. Anatolij Jegenov, Sovét, 99 og 92 m....................... 205,7
9. Ludwig Zaja, úgóslafíu, 96,5 og 93,5 m.................... 203,8
10. Gilbert Poirot, Frakkl. 97 og 94 m. 203,7
Holiendingurínn Cees Verkerk sctur heimsmet í 15 30 m. hlaupi og hlýtur Olympíugull,
kveðið að gefa fyrir reynslu-
stölckin til vara, ef að hætta yrði
við þriðju tilraun vegna vinds.
Það kom ekki til þess og kcppn
in fór fram samkvæmt áætlun.
Þetta breytti engu um röð iyrsta
manna, en Wirkola hefði þó orð
ið meðal sex fyrstu, ef reynslu-
stökkin hefðu verið reiknuð, því
að þá stökk liann 98.5 m. í þeim
stökk Reinhold Bachler lengst
eða 101,5 m. ,Belussov 99,' 5 m.,
Raska 99 m. og síðan kom Wir
kola með 98,5 m.
Belussov stökk lengst og bezt
Framhald á 15. síðu.
Fram vann Val
í GÆRKVÖLDI voru leikn-
ir tveir leikir í I. deild íslands
mótsins' í handknattleik. Fram
vann Val með 14 mörkum gegn
13, í hálfleik var staðan 8
gegn 7, Fram í vil. Þá léku FH
og Víkingur og sigraði FH
naunilega með 16 mörkum
gegn .15. í hálfleik var staðan
6 mörk gegn 9, Víking í vil.
Báðir leikirnir voru bráð-
skemmtilegir og verður þeirra
nánar getið í blaðinu á morgun.
| Glæsilegur sigur |
= TÍUNDU Vetrarleikunum er lokið. Lokaúrslit urðu þau, að l
É Noregur sigraði bæð'i í keppni um verðlaun og stig. Þetta er \
\ glæsilegt afrek hjá þessari Iitlu frændþjóð okkar og svo sann- I
= arlega ástæða til að óska Norðmöhnum til hamingju.
Verðlaun: G s B Alls
Noregur 6 6 2 14
Sovétríkin 5 5 3 13
Frakkland 4 3 2 9
Ítalía 4 0 0 4
Austurríki 3 4 4 11
HoIIand 3 3 3 9
Svíþjóð 3 2 3 8
V.-Þýzkaland 2 2 3 7
Bandaríkin 1 5 1 7
Finnland 1 2 2 5
An.-Þýzkaland 1 2 2 5
Tékkóslóvakía 1 2 1 4
Kanada 1 1 1 3
Sviss 0 2 4 6
Rúmenía 0 0 1 1
STIG: 1) Noregur 103 stig, 2) Sovétríkin 92, 3) Austurríkí 1
{ 79, Svíþjóð 63,5 5) Frakkland 62, 6) Holland 53,5, 7) Finnland {
I 51,5, 8 Bandarikin 47,5, 9) V.-Þýzkaland 43, 10) Ítalía 35, 11) I
[ Au.-Þýzkaland 35,' 12) Sviss 31, 13) Tékkóslóvakía 25, 14) Pól- |
f land 19, 15) Kanáda 16, 16) Rúmenía 7, 17) England 6, lS) l
\ Ungverjaland 1. Greinarnar voru 35 og þátttökuþjóðirnar 37.
=: .,•• ’ tCfbVYl
lllll llll IIIIIII ■111111111II llll II111111111111111111.Illllllllllllll IIII lllll II1111111111111111111111 IfMIIIIIMIIIUIIIIIIIII IIIIII ilfc
AV
iIiiiih