Alþýðublaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 11
ÍR OG KR UNNU f I. DEILD í KÖRFUBOLTA Á sunnudagskvöld voru leikn- ir tveir leikir í I. deild íslands- mótsins í körfubolta. Áttust þar við lið KR og KFR, svo og ÍR og Ármann. * KR - KFR í fyretu virtust KFR-ingar ætla að standa töluvert í KR-ingunum og um tíma náðu þeir sæmilegu forskoti, en tókst ekki að halda því. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 15 stig gegn 12 KFR í vil. Síðan tók að síga á ógæfu- hliðina fyrir þeim og glötuðu þeir forskotinu og um leið baráttu- ■viljanum. í hléi var staðan orðin KÖRFUBOLTI í KVÖLD 86 stig gegn 32 og höfðu KR- ingar nú betur. Seinni hálfleik- ur var svo algjörlega í höndum KR-inga og þær fáu tilraunir sem KFR gerði voru ákaflega fáím- kenndar og máttlausar. Leiknum lauk með yfirburðasigri KR, sem skoraði 91 stig gegn 56 stigum KFR. ★ LIÐIN. KR-ingar fóru illa af stað og virtust óhressir. Áttu þeir mjög fá fráköst og hittu illa. Þegar líða tók á leikinn komust þeir svo í gang og veittist þá ekki erfitt 'að taka leikinn í sínar Brynjólfur og Kolbeinn, en einn- endur. Beztir KR-inga voru þeir ig áttu þeir Kristinn og Gutt- ormur sæmilegan dag. KFR-ingar áttu yfirleitt léleg- an leik! Þó er vert að geta Bjarna sem sýndi ágætan leik og einn- tauk með sigri ÍR-inga sem skor- uðu 67 stig gegn 58 stigum Ár- menninga. mmmmk i ★ LIÐIN. IR-ingar áttu fremur góðan dag og bar þar helzt á þeim Ant- oni og Þorláki, Agnar og Birgir áttu einnig góðan leik. í heild var liðið gott en þó voru nokkr- ir kaflar sem illa voru leiknir. Helzt voru það fráköstin sem illa tókust. Undarlegt er að Ármenningum hafi gengið svo illa sem raun er í þessu íslandsmót.i. Eiga þeir mjög gott lið en virðast haldur lausir í rásinni og tekst því oft verr upp en efni standa til. Höf- uð og herðar ber Birgir yfir þá Ármenninga. Átti hann langbezt- an leik og var sá sem liðið byggð- ist á. Annars var liðið í heild sinni fremur gott, en eitíhvað virðist þó vanta. Björgvin Schram þakkar Guðmundi Sveinbjörnssyni 21 árs starf fyrir KSÍ. I KVOLD kl. 20,15 heldur íslandsmótið í körfuknattleik áfram að Hálogalandi, og verða þá leiknir þessir leikir: 4. fl. ÍR-KFR 2. fl. Á-ÍKF 2. deild Breiðablik — Skarphéðinn. Athygli er vakin á því, að breyling hefur verið gerð á niðurröðun leikja, og flytzt leikur í 1. flokki milli ÍS og ÍKF, sem upphaflega var ætl- að að fara fram þetta kvöld, yfir á laugardaginn 9. marz næstk. ig átti Marinó nokkra góða kafla. \ ★ ÍR-ÁRMANN. Leikur þessi var skemmtilegur en nokkuð grófur. Bæði lið léku vel og nýttu sæmilega tækifærin. Ármenningar skoruðu fyrstu stig- in, en ÍR-ingar jöfnuðu fljótlega og náðu brátt forystu. Munu’ inn varð þó aldrei verulegur og skildu lengst af um tíu stig. Staðan í hléi var 32 stig gegn 25 ÍR í vil. Gangur leiksins í síðari hálfleik var svipaður og í þeim fyrri. ÍR-ingum tókst að halda forustunni þrátt fyrir harð- ar árásir Ármenninga. Leiknum Átta lið í I. og II. deild í knattspyrnu Björgvin Schram endurkjörinn “ " formaður Knattspyrnusambandsi ns ÁRSÞING Knáttspyrnusam- vík um helgina. Þingið sóttu á bands íslands var háð í Reykja- annað hundrað fulltrúar víðs vegar að af landinu. Björgvin Schram, formaður-» sambandsins setti þingið, en þingforseti var kjörinn Hermann Guðmundsson og þingritari Einar Björnsson. — Miklar umræður urðu á þinginu og margar tillögur voru fluttar og ræddar ítarlega. Aðalmál þingsins var tillaga um róttækar skipulagsbreytingar, sem m. a. eru fólgnar í því, að formenn hinna ýmsu föstu nefnda KSÍ, skuli taka sæti í stjórn sam- bandsins. Einnig var kveðið svo á í tillögunni, að ársþing KSÍ skuli fara fram annað hvert ár. Samþykkt var að vísa þessari tillögu til milliþinganefndar með 56 atkvæðum gegn 50. Þá var samþykkt á þinginu, að átta lið skipt fyrstu og aðra deild, en sú skipan komist á 1970. Tap var á rekstri sambandsins sl. ár, eða tæplega 270 þúsund kión- ui’. Liðin í fyrstu deild fengu til skiptanna 113 þús. kr. hvert. Björgvin Schram var endurkjör- inn formaður KSÍ, en með hon- um í stjórn eru: Hafsteinn Guð- mundsson, Kef'íiavík, Hjelgi V. Jónsson, Reykjavík, Jón Magn- ússon, Reykjavik, Ingvar N. Stjóm KSÍ, talið frá vinstri: Jón Magnússon, Ragnar Lárusson, Ingvar N. Pálsson SveinnZöega, Helgi Pálsson, Reykjavík, Ragnar Lár- V. Jéwwon. Biörsrvin Schram og Hafsteinn Guðmun Jsson. usson, Reykjavik og Sveinn Zo- ega, Reykjavík. — Guðm. Svein- björnsson, Akr. baðst undan end- urkjöri, svo og Axel Einarsson, sem er formaður HSÍ. Voru þeim þökkuð vel unnin störf. ÍR vann 2 leiki Augljóst virðist, að aðalbar- áttan í 2. deild íslandsmótsins í handbolta stendur á milli Reykja- víkurfélaganna ÍR, Ármanns og Þróttar. Um helgina voru háðir 4 leikir í deildinni, og að þeim loknum hefur ÍR tekið forýstu. ÍR-ingar sigruðu Akureyri á laug ardag með 26 mörkum gegn 24 í skemmtilegum leik og tryggðu sér sigur á síðustu mínútunum. Ármann vann Vestmannaeyinga með yfirburðum 36:15. Á sunnu- dag sigruðu ÍR-ingar Vestmanna- eyinga með gífurlegum yfirburð- um eða 46 mörkum gegn 9. Þá vann Akureyri Ármann með 22 mörkum gegn 16, en þess skal getið, að góða menn vantaði í Ármannsliðið vegna veikinda. Staðan í 2. deild er nú þessi: ÍR 5 4 0 1 147:99 3 Akureyri 7 Ármann 4 Þróttur 4 Keflavík 4 Vestm. 4 20. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ \\

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.