Alþýðublaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 2
Frétta- skeyti Fá skaSabætur Brezkir framleiðendur óléttu lyísins Thalidomíd hafa fall- izt á að greiða foreldrum 62 tiarna, sem vansköpuðust regna lyfsins skaðahœtur. ★ ífjrlýsing Víet Cong Leiðtogar Viet Cong hreyf tngarinnar hafa gefið út plagg þar sem segir að beír muni einbeita sér að upplausn inn an stjórnar herafla Banda- ríkjamanna og Saigonstjórnar. ★ F.^-ópskt smjörfjall AÍ Talið er líklegt að samræm- ing á verði mjólkurafurða inn- itn Efnahagsbandalagsins drag ísí um nokkra mánuöi. Hafa nú myndazt 140 þús. tonna birgðir og er búizt við árlegri 40 þús. tonna aukningu, þar eð neyzlan eykzt ekki að sama skapi. Eru niðurgreiðslur nú orðnar 800 milljónir dollara. ★ Landamæraskothríð ★ Robert Kennedy hefur neit »ð staðhæfingu fyrrv. einkarit ara Kennedys Bandaríkjafor- seta, frá Lincolns, að Kennedy hafi ekki óskað framboðs John sons í varaforsetaembættið 1964. ★ Húe ★ Skæruliðar í Húe hafa nú verið hraktir úr mlðborginni og er ákaft barizt í útjaðri borgarinnar. Áætlað er að þeir munu berjast unz yfir Iýk ur og álíta stjórnmálafrétta- ritarar, að minnst viku bardag ar séu eftir við Húe. ★ Barizt í Phan Thiet ★ Bandaríkjamenn og herir Suður-Vietnam hafa unnið Phan Thiet úr höndum Viet Cong. Hafa Viet Cong þó sjúkrahúsiö á sínu valdi. ★ Landamæraskothríð Á Stjórn Norður.Kóreu segir Bandaríkjamenn hafa gert Skothríð að norður kóreskum tandamæravörðum í gær. ★ Ráðstefnu frestað ★ Önnur ráðstefna Sþ. um þróunarmál var frestað í gær vegna mótmæla fulltrúa Af. ríku og Asíu gegn þátttöku Suður-Afríku. ★ tfíet Cong vígi. ★ Herir Norður-Vietnama hafa lagt undír sig bæinn Gia Sloi og er talið að þeir mum nota borgina sem vígi gegn stjórnarhermönnum. ÞEIR FÓRUST MEÐ TRAUSTA Jón Magnússon skipstjóri, Jón Ólafsson stýrimaður, Eðvarð Guðleifsson, matsveinn,Halldór Rúnar Júlíusson háseti, f. 5. sept. 1931. f. 1. nóv. 1934. f. 20. ágúst 1922. f. 5. júlí 1937. Flugvél bjargað, en hvarf síðan sporlaus Kanadískir flugmenn gerðu í síðustu viku lokatilraun til þess að bjarga bandarískri Aero Commander flug- vél, sem nauðlenti á Grænlandsjökli 26. febrúar á síðasta ári. Endaði för þeirra með því að einn þeirra settist í stjórnsæti hennar og hóf hana til flugs af ísnum, en síðan hefur ekkert spurzt til hennar. Hef- ur einn maður látið lífið og tveir særzt við hjörgun- artilraunir frá því að vélin nauðlenti á jöklinum og ef til vill kostað annan mann lífið. Upphaf þessa máls er, að bandaríski flugmaðurinn George Grosseeehmes átti að fljúga vél- inni frá Bandaríkjunum til evr- ópsks fyrirtækis, sem hugðist nota hana til einkaþarfa. Er vél- in var yfir Grænlandsjökli lenti hún í sterkum mótvindi og tæmdust því benzíngeymar henn- ar fyrr en róð hafði verið fyrir gert. Var þá ekki um annaö að ræða en freista nauðlendingar. Tólcst hún giftusamlega, en sá var þó hængur á máli, að hún var stödd á miðjum Grænlands- jökli og var hún í 320 ,km. fjar- Iægð frá Syðri Straumsfirði og 250 km. fjarlægð frá austurströnd Grænlands. Flugmaðurinn ákvað því að nota þá fáu benzíndropa sem eftir voru til að hlaða raf- geyma loftskeytatækisins. Bandaríski flugherinn heyrði neyðarköllin og sendi þegar risa- flugvél af gerðinni Herkúles 130 tii að freista björgunar, en hún varð að snúa við, eftir að hafa kastað niður birgðum nálægt vél- inni, þar sem lending var úti- lokuð. Bandarfíkjamenn sném sér að svo búnu til Grænlenzka flugfélagsins h.f., sem strax næsta morgun sendi þyrhi af gerðinni S61 á sly3stað. 28. febr- úar héldu svo Marup, flugsrjóri, aðstoðarflugm. og læknir frá bandaríska hernum til hinnar nauðlentu vélar, en urðu að snúa við vegna þoku. Daginn eftir var ætlunin að iáta til skarar skríða K venf élagskon ur Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík, heldur fund í kvöld 20. febrúar kl. 8,30 f Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Jón Þorsteinsson alþingismaður talar um byggingaráætlunina í Breiðholti. Félagsmál. STJÓRNIN. Vél af sömu gerð og sú, sem bjargað var á Grænlandi. á ný, en vélar þyrlunnar voru þá óstarfhæfar vegna frosta. — Bandaríkjamenn ákváðu þegar hér var komið sögu að re.yna á' ný og sendu aftur risaflutninga- vél af gerðinni Herkúiíes 130. Herkúlesvélin lenti nálægt hinni nauðlentu vél, en við lendingu brotnaði annað lendingarskíði risavélarinnar og varð hún þá líka föst í ísnum. Nú voru góð ráð dýr og var því ákveðið að leggja allt kapp á að gera við þyrlu Marups flugstjóra. Tókst það um síðir og hélt nú þvrlan af stað inn á miðjökul Grænlands til bjargar þeim 12 mönnum, sem Framliald á 12. síðu. Færeyskur skák- maöur keppir hér t KVÖLD hefst Boðsmót Tafl félags Reykjavíkur 1968. Gestur mótsins verður Rúbek Rúbeksen frá Færeyjum, en liann kom s.l. sunnudag hingað til lands á veg- um Taflfélags Reykjavíkur. Tilhögun mótsins verður þann- ig háttað, að tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi og fær hver þátttakandi tíma til umráða á 36 leiki og skal síð- an ljúka skákinni á liálfri klst. Sérstakir gestir mótsins verða ennfremur þeir Sigurgeir Gísla- son, Þórir Ólafsson og Guðmund- ur Þórarinsson. Öðrum meistara- flokksmönnum er frjáis þálttaka. Á sl. ári fór einn félagsmaður Taflfélags Reykjavíkur, Jóhann Sigurjónsson, til Færeyja í boði Taflfélagsins í Þórshöfn og tók þar þátt í alþjóðlegu skákmóti. Margeir Sigurjónsson stórkaup- maður, hefur haft alla mllligöngu um þessi samskipti Taflíélags Þórshafnar og Taflféiags Re.vkja- víkur. Boðsmótið hefst kl. 20. Teflt verður í Skákheimili Taflféiags Reykjavíkur að Grensásvegi 46.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.