Alþýðublaðið - 20.02.1968, Blaðsíða 16
Hrossahvarfið
Hrossahvarfið er mörgum áhyggjuefni
og ýmislegur og misjafn kvittur upp gýs,
en hestaeigendur taka hver annan tali
og tæpa jafnvel á þjóf í paradís.
En kannski er skýringin nær en nokkurn grunar,
því nöguð og kostarýr er hin íslenzka sveit:
'nafa ekki bikkjurnar farið að fjöbnargra dæmi
og fiúið land í von um skárri beit?
Þeg:ar ég bað kallinn í gær að
hjálpa mér að finna samnefnar-
ann sagð'i hann: Hvað er þetta,
hefur hann ekki fundizt enn. Þeg
ar ég var í skóla fyrir löngu síð
an voru allir að leita.
SÁ SPAKI SEGIR . .
Lausung er það, þegar kvaentur
maður gleymir að koma heim til
sín að nóttu til og sefur í rúmi
annars kvænts manns, sem einn
ig hefur gleymt að koma heint til
sín.
Já, þau eru ótalin þessi þing og
ráð. Ég er oft að velta því fyrir
mér hvernig við fórum e'iginlega
að lifa hér í eina tíð með þau
fáu sem þá voru.
tiTSALA Á KVENSKðR/i
/
-Þriðjudagur - miðvikudagur-
ASeins þessir 2 dagar eftir
VerSíð stcrlækkar á útsölunni
*
!0°Jo
AFSLÁTTUR
af öilum skófatnaöi í verzluninni
MUNIÐ: Aöeins2 dagar eftir
SKÓVAL, Austurstræti 18
i.
(Eymundsson arkj allara) j
Nú á víst að fara að leggja aukna áherzlu á bað að vegir til
og frá Reykjavík verði sæmilega greiðfærir, og er auðvitað
ekki nema gott um það að segja. En óneitanlega vekur þaS
athygli, þegar menn vakna allt í einu upp og heimta að ráð-
in sé bót á einhverju, sem lengi hefur verið talið að g«ti
draslazt óbreytt áfram. Og þá eru sumir ævinlega svo ill*
þenkjandi, að þeir byrja strax að leita skýringa á fyrirbaer-
inu og oft dettur mönnum þá í hug, að annað og meira kunni
að liggja aö baki en það sem sést á yfirborðinu. Það er al-
kunn staðreynd, að aldrei stendur nema örlítið brot af ísjakan-
um upp úr.
Og þá vaknar auðvitað sú spurning, hvers vegna nú sé allt
í einu farið að leggja aukna áherzlu á það að gera vegin*
greiðfæra. Er ,það gert til þess að auðvelda Reykvíkingum að
komast út úr bænum eða er meiningin hin að auðvelda sveita
mönnum inngöngu í dýrð höfuðstaðarins? Eða fer þetta hvort
tveggja kannski saman að einhverju leyti? Eða er tilgangur-
inn kannski enn annar og þá hver?
Það er liægt að láta sér detta margt í hug í þessu sam-
bandi. Fyrir mörgum áratugum var t.d. borin fram tillaga í
borgarstjórn Reykjavíkur, sem þá hét bara bæjarstjórn, um að
fækka íbúum bæjarins til muna og gera það með þeim hætti,
að menn skyldu þurfa svokallað byggðarleyfi til þess að
mega eiga heirna á ákveðnum stöðum, og þessi leyfi skyldi
ekki veita öðrum en innfæddum; hina skyldi senda hvern
heim í sína sveit. Þessi tillága var borin fram á tímum, sem
um margt voru erfiðir, og atvinna af skornum skammti þegar
þetta gerðist, enda mundi hugmyndin hafa verið sú að tryggja
með þessu betri afkomu þeirra, sem kyrrir voru, en láta öðr-
um sveitarfélögum eftir að hafa áhyggjur af afkomu hinnn.
Nú er aftur farið að brvdda á samdrætti og atvinnuleysi, og
þá vaknar auðvitað sú hugsun hvort til standi að vekja upp
aftur þessa gömlu tillögu; hvort breikka eigi vegina frá höfuð-
staðnum til þess að auðvelda hreppaflutningana á öllum sveita
mönnunum, sem setzt hafa' að í borginni síðustu áratugi.
En auðvitað kann þessu líka að vera á hinn veginn farið
og r>ú eiei að gera mönnum enn auðveldara en áður að kom-
ast til borgarim.ar; með þessu eigi enn að auka aðdráttar-
afl borgarinnar og vinn með því gegn jafnvægi í byggð
landsins. Eins er hugsanlegur möguleiki að í tillögunni fel-
ist það, að þjóðvegina til og frá borginni eigi að gera að inn-
anbæ.iargötum; að útþensla Reykjavíkur verði svo mikil á
næstunni, að hún gleypi allt landið.
Svona er hægt að velta hlutunum fyrir sér og finna margar
skýringar á sama málinu. Engan veginn er tímabært að segja
til um það, hvort nokkur þessara skýringa kunni að vera rétt,
en sjálfsagt eiga málin eftir að skýrast betur síðar. Komi til
dæmis fram hugmyndir um að setja einstefnuakstur á þeasa
vegi í aðra hvora áttina, þá gæfi það auðvitað ákveðna vís-
bendingu. JÁRNGRÍMUR.