Alþýðublaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 5
3 ES « T J ALDS * EINN af fáum norrænum ris- um á sviði kvikmyndalistarinnar, danski kvikmyndaleikstjórinn Oarl, Th. Dreyer, er nýlátinn í Kaupmannahöfn, tæplega átt- ræður að aldri. Hann hefur verið talinn einn af merkustu lista- mönnum síns tíma og hefur haft geysimikil áhrif á kvikmynda- gerð heimsins með listrænum og eftirminnilegum myndum sínum sem sumar hverjar eru sígild iistaverk. Nokkrar mynda hans hafa verið sýndar hér á landi, bæði í almennum kvikmyndahús um og á vegum Filmíu. Munu þær ýmsum minnisstæðar, svo sem meistaraverkið „Gertrud", sem á sjnum tíma var sýnt í Hafnarfirði. ★ Dreyer var upphaflega biaða- maður með skáldlega æð, en snéri sér síðan að kvikmynda- .gerð. Stóð hann þar í nánum tengslum við ,franska nýtízku kvikmyndagferð, en að kvikmynd um sínum vann hann í ýmsum löndum; ’ enda héimsboVgari að eðlisfari. Hann var ekki hrað- virkur í list sinni né mikilvirk- ur, en beítti þess í stað lista- tökum, sem seint munu gleym- ast. ★ Af kvikmyndum Dreyers má nefna „Forsetann”, „Orðið”, „Jeanne d‘Are”, „Dag reiðinnar”, „Gertrud” Orð megna eklci að tjá list þessara mynda, en þar fer saman hárfín og eftirtektar- verð leikstjórn og hittin og list ræn myndataka með áherzlu á ljósi og skuggum til að skapa andstæður. Sinn fyrsta stóra sig ur vann Dreyer með „Jeanne d’Arc”, franskri mynd frá 1928, en fyrir hana vár honum skipað í fremstu röð upprennandi kvik myndahöfunda. Eins og nafnið bendir til var myndin byggð á sögninni um meyna frá Orleans, „Heilaga Jóhönnu”, eins og hún hefur verið nefnd á íslenzku. En það eru e.t.v. ekki stórviðburðirn ir, sem eru aðalatriði þessarar myndar heldur röð hárfínna f.má atriða og óteljandi blæbrigða. Það voru kvikmyndafélögin „Soc iété Générale de Films“ og L’ Alliance Cinématographique Eur opéenne", sem framleiddu „Je- Carl Th. Dreyer anne d’Arc”, en með aðallilutverk ið fór hinn fagra og áhrifaríka leikkona Falconetti. Annan aðaláfangann á lista- ferli Dreyers má e.t.v. tel.ia dönsku kvikmyndina „Dag reið- innar” frá 1943. Mynd þessi, sem framleidd var á styrjaldarárun- um ber auðvitað keim þeirra ytri og innri baráttu sem fram fór á vígvellinum og í manns- sálinni. Dreyer stóð ekki öðrum listamönnum frekar utan við þann hildarleik. Einnig í þess- ari mynd, sem er sögulega stór- brotin, leikast á ljós og skuggar, hvítt og svart, ytra og innra. Yfirnáttúrleg öfl innri kvika leikur og óhugnannleg ytri atvik eru Dreyer hugstæðust í „Degi reiðinnar” engú síður en í „Je- anne d’Arc”. Hann hefur samúð með manninum, en er jafnframt ■ljós vanmáttur hans. „Dagur reið innar” gerist á sautjándu öld, þeirri myrku öld reiði og hat- urs, galdraofsókna og hjátrúar, sem ber hið góða ofurliði. Hér er söguefnið ekki ósvipað einstæðri sögu meyjaripnar frá Orleans, og virðist sem Dreyer hafi ver- ið fortíðin einna hugstæðust við- fangsefna. X . Með Dreyer er fallinn í val merkur og óumdeildur listamað ur, sem norrænar þjóðir mega vera stoltar af, enda lýsir af kyndli hans langt inn : framtíð- ina. Um Carl Dreyer hafa verið skrifaðar og munu verða skrifað- ar margar bækur. Og vonandi eig um við enn eftir að sjá myndir hans oft og mörgum sinnum í íslenzkum kvikmyndahúsum eða íslenzku sjónvarpi. GA. Nýlega er látinn í l€asjp mannaköfn hItm kMm Daiiski kvikmyndaieik" stjéri Cari Dreyer* Nafn kEíis er þekkt um aiiaai héim vegha afreka, sem erti eisistæð í sinni Nægir þar aö foenda á kyiicmyíidirnar ilærin frá Qrleans, Dagsir reiö- itgar ®g Geirþfúðurr Neklcrar mynda hans hafa yerlö sýndar hér á lándl. Falconetti í hlutverkki Jeanne d’Arc. 24. marz 1968 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.