Alþýðublaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 15
5 Ef Mike hefði ekki verið, hci'ði Bob aldrei náð prófi. Hverr vegna hafði maður á borð við Mike grafið sig lifandi á hitabeltisey.iu? Hann þráði ekk ert jafn heitt og að rannsaka hitabeltissjúkdóma, það vissi hún af reynslunni og hér aat hann gert það mjög auðveld- lega. Starf hans á sjúkrahúsinu olli kuldalegu viðmóti unnustu hans. Dawn hafði gífurlegan áhuga fyrir allri vinnu á sjúkrahúsinu og Bob hafði gífurlegan áhuga fyrir henni. Sandra sá það á allri framkomu Dawn, að hún gæti orðið dugleg hjúkrunar- kona. Bob fannst frískandi, að fá Dawn í lieimsókn, því þurfti hann að fara til Lantau og hvíla sig, þegar liann hafði slíka stúiku á sjúkrhúsinu? Hann fór á stofugang með bróður sínum um kvöldið . — Nú veit ég hvers vegna stofugangur er aðlaðandi. Held- urðu, að þú kunnir ekki vel við þig hérna, vinan? Dawn leit á' Bob og brosti. — Þá var barið að dj’rum og ung hjúkrunarkona kom hlaup andi inn — Guði sé lof, að þér eruð liér, systir. Jasmin Kahn er að deyja og ég finn dr. Bunda hvergi. — Hann á frí í dag, en ég er að koma, sagði Mike og liljóp út ásamt Söndru. v Sandra leit meðaukunaraug- um á Jasmín. Hún var alltof ung til að deyja. Mike hafði gert sitt bezta til að telja Jasmin á að failast á uppskurð, en hún vildi ekki láta flytja sig á annað sjúkrahús. Og hérna voru eng ar aðstæður til að gera heila- uppskurð. — Ég vil ekki fara, sagði Jas mín. — Þér verðið að skera mig upp, annars dey ég. Enginn ann ar læknir skal fá að skera mig upp, en þér bjargið lífi mínu, dr. Derring. —Hugsaðu málið, sagði Sandra ósjálfrátt. — Við viljum öll hjálpa þér og Jasmín treysttr þér. Þú getur gert þa'ð Mike. Sandra horfði á Mike með bæn og traust í augnaráðinu.. Þau horfðu lengi hvort á annað, svo leit hann á sjúklinginn. Hún vissi, að hann myndi alltaf á- saka sjálfan sig, ef hann sendi hana á annað sjúkrahús og hún dæi þar. Hann hafði áður aðstoð að við slíka uppskurði, en aldreí framkvæmt þá'. — Hvaða tæki þurfum við syscir? spurði Mike og leit á Söndru. Ég efast um að þau séu fyrir hendi hér. Sandra taldi upp það, sem til var og bætti svo við. — Við getum fengið allt ann að flugleiðis frá Jalanda. — Þá reynum við uppskurð- inn, srgði hann. Ég vona að ég bregðist ekki trausti ykkar Jas mínar. Augu Söndru Ijómuðu af hrifningu, þegar hún fór út. Loksins hafði hún hitt mann, sem hún bæði elskaði og dáði. En þegar hún kom inn fór hún að gráta. Bæði Rósanna og Gavir. stóðu í vegi þeirra. — Þú ert svo áhyggjufull. Hvað er að, Sandra? Mike stóð við hlið liennar. Ferian var farin frá bryggju og sjúklingarnir, sem höfðu fóta vist gengu aftur að sjúkrahús- inu. — Kelab skipstjóri sagði mér að það hefðu verið sprengdar stíflur á fljótinu. Hvað þýðir það Mike? — Það eru menn Cheng Kongr., sagði hann. — Cheng Kong er prins og olíufélagið keypti landssvæði af honum og borgaði vel fyrir. En eftir að olía fannst í jörðinni vill Cheng Kong fá meira. En þú þarft ekki að vera áhyggjufull á svipinn. Það var engu líkara en Mike hefði einmitt beðið eftir þessu tækiíæri, því að hann sagði: — Hvað er að þér? Er það eitthvað í sambandi við ferða- lag þitt upp eftir fljótinu? — Já. Gamall vinur minn varð fyrir slysi í frumskóginum fyrir sex árum og hefur ekki sézt síðan. Það var flugslys. Ég liélt að hann væri látinn þangað til að ég fréíti um orkídeusafn ara í frumskóginum. Kelab skipstjóri fór með mig þangað, en vinur minn var mjög brcytur. Harm þekkti mig ekki, hann hafði misst minnið og er sennilega berklaveikur. Hann vill ekki fara á spítalann. Hvað á ég að gera? — Ég get ekkert gert, ef hann vill ekki koma með þér, sagði Miko efíir langa þögn. — Hann er fjárráða og ræður yfir sínu eigir. lífi. Aldrei hafði liún búizt við, að Mike brygðist svona við. — Þú ert ekki sérlega samvinnuþýður. Hann er sjúklingur — bæði and lega og líkamlega. Hann bregst ekki við eins og aðrir menn. Har.n hefur að vísu breytzt, en ég ber samt ábyrgð á honum enn. Mike þagði lengi en hann sagði: — Ég geri það sem ég get. En ég hef mikið að gera næstu viku og hef nauman frí tíma. Sandra leit undan. Hver vissi nema það yrði af seint eft.ir viku? Gavin hafði peninga meðferðis og hermdarverkamennirnir yrðu án efa fegnir að ræna hann. Þá skortj bæði peninga og hvíta menn sem gísla. Fræðslu- og upplýsingaskrifstofa Umferðarnefndar Reykjavikur vill gefa fleiri saumaklúbbum ó höfuðborgarsvæðinu kost ó að kynnast Umferðarskólanum „Ungir Vegfarendur11 og undirbúningi fyrir gildis- töku H-umferðar^-Mun kynningunni verða hagað þannig, að fulltrúar skrifstofunnar heimsækja þó saumaklúbba, sem hafa í hyggju, að notfæra sér þessa kynningarstarfsemi. IMánari upplýsingar gefur FRÆÐSLU-OG UPPLÝSINGASKRIFSTOFA UMFERÐARNEFNDAR REYKJAViKUR SiMI 83320 EFTIR: GILLIAN BOND Hún varð að tala við hann og það þó að hún yrði að fara þang að ein. 6 .kafli. Daginn eftir átti að skera Jas mín upp. Dr . Sing Bunda vakti • yfir henni eins og unghæna yfir eggjunum. Sandra vissi, að hann kveið fyrir uppskurðinum, Hann hafði talað um það við Mike og það var ekki íyrr en Mike hafði skýrt fyrir honum, að hann bæri enga ábyrgð á mál inu, sem hann hafði tekið að sér að vera svæfingalæknir. — Það ætlast enginn til að við sjáum um heilauppskurði, ^ hafði dr. Sing sagt. Mike vissi það betur en nokk ur annar og Sandra dáði hann meira en nokkru r-inni fvrr. Jasmín var róleg og Bob að- stoðaði Mike við uppr.kurðinn, sem gekk einstaklega vel, þang að til að hjartað fór að sleppa úr slögum. — Ég gæfi allt sem ég á fyrir nýtízku hjartavél, stundi Mike og þá skildi Sandra, hvers vegna hann hafði viljað senda Jasmín á annað sjúkrahús. Hann gat ekki treyst á neitt nema sjálfan sig. Tíminn leið. — Uppskurðurinn liefur hepn ast, sagði Mike allt í einu vo lágt, að Sandra var ekki viss um að hún hefði heyrt rétt. En hún sá að sjúklingurinn skipti strax litum til hins betra og hún heyrði á andvarpi Sing Bunda, að allt var í bezta lagi. — Nú saumum við hana sam an, sagði Mike og Sandra rétti honum feginsamlega svampana og nálarnar, sem hún hafði haft til reiðu. Það var aðeins hversdagslegt, sem eftir var, samt hvíldu þau sig ekki fyrr en Rósa Ming var búin að fara með sjúklinginn út. Bob Derring tók fyrstur til máls. — Mig langar í vindil og vín- glas, sagði hann og gekk til dyra. — Hann á það líka skilið, sagði Sandra. — En þú varst stórkostlegur, Mike. Hann brosti til hennar. — Þú líka, sagði hann. Ég hefði aldrei getað þetta án þín. Hún ljómaði af gleði, þegar hún heyrði þetta. 9. kafli. Skæruliðarnir sóttu sífellt á og Sandra hafði æ meiri áhyggj ur af Gavin. Loks ákvað hún að fara til séra Bryce og biðja hann um aðstoð. — Góðan dagin, systir Blaine, sagð: hann. — Þér fríkkið eftir því sem hitinn hækkar. Hvernig farið þér að því? — Ég hef alltaf nóg að gera eins og þér. Hafið þér tíma til að ræða við mig um stund. — Hvers vegna eruð þér svona áhyggjufull, vina mín? — Munið þér eftir orkídeu- safnaranum, sem ég talaði um við yður, þegar við sigldum frá Lanatau? Ég hef fundið hann og hann er maðurinn, sem ég var að leita að. En hann er veikur bæöi andlega og líkamlega og ég held, að skæruliðarnir hafi handtekið hann. Svo sagði hún honum allt af létta. ÞEKKIRÐU MERKIÐ? C2 AKBRAUTARMERKI Þetta er boðmerki um, að nota skuli þann hluta akbrautar, sem örin vísar til. FRAMKVÆMDA- NEFND HÆGRI UMFERÐAR SMURT BRAUÐ SNITTUR-ÖL - GOS Opið frá 9 til 23.30. - Pantí» tímanlega í veizlur. BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 1-60-12. EIRRÖR Kranar, fittings, einangrun o. fl. til hita- og vatnslagna. Burstafell byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi 3, Sími 3S840. 24. marz 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.