Alþýðublaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 16
Nú gengur alveg fram af mér. Það er ekki nóg með að hann hreyti úr sér snjó, heldur er hann farinn að rigna þúsund- köílum líka. , . Er ekki tími til kominn að veldi karlmannanna sé hnekkt hér á landi. Ég meina auðvit- að ef einhver vildi mæla með mér til forsetakjörs, ja þá. . . ✓ Odýri skómarkaðurinn KJÖRGARÐI Kuldaskcr fyrir kvenfólk og börn Verð frá kr. JOO.oo- 397.oo Gúmískór fyrir drengi. SfærÖir: 25 — 39 Verð kr. 70.oo-85.oo Kvenskór í miklu úrvali Verð frá kr. JOO.oo og margt fleira. Selt við mjög Iágu verði. Ödýri skómarkaðurinn KJÖRGARÐI Drama í daglega lífinu —> Jónatan! — Jónatan skömmin þín! — Jónatan! Ef þú heyrir til mín máttu vita, að það verða varmar viðtökur, sem þú færð, þegar þú kemur aftur skríð- andi og ærður af sulti. Ef hann heyrði til hennar! ! ! Hann Leit í kringum sig í skotinu bak við miðstöðvarketil- inn. Hann vissi að það var ekki til neins. Ketillinn var löngu búinn að ætla þetta skot sneisifullt af sótsvörtu myrkri og þó að liann reyndi að láta sem ekkert væri og hrópin kæmu sér ekki vitund við, sperrtust heyrnartaugarnar ósjálfrátt. Þetta var ekki rödd þessi ósköp. A.m.k. engin venjuleg rödd. Hún var svipaðst því sem heyrist stundum í biluðu út- varpstæki. Rödd, sem maður verður að heyra, til að trúa að til sé. __ Jónatan óféti! Jónatan drullusokkur! Jónatan 'dj., ..! Þarna sprakk röddin. Bókstaflega brast í ólýsanlegu ískri. Líkast því að maður væri að opna útidyrnar eftir aldar- fjórðungs fjarveru. K*ann var tiltölulega öruggur þarna í skotinu. Hann vissi það mæta vel. Hingað m.vndi hún aldrei hætta sér, því þrátt fyrir, ja guð má vita hvernig hann átti að lýsa því, þorði hún varla um þveran gang af myrkhræðslu. Var það ekki einmitt svona fólk, sem átti vanda til myrkfælni? Jú einmitt. Fólk, sem var akkúrat eins og hún. Það gat hreint ekki trúað, að ekki væri til fólk eins og það sjálft. Fólk með svona rodd og svona innræti og svona andlit. (Jesús minn og hann kross aði sig í myrkrinu). Það hlaut þá að vera til í öðrum heimi. Auðvitað myndi hún fá röddina aftur. Fólk eins og hún gat ekki orðið mállaust og hún myndi byrja á nýjan leik og nýjan leik og endalaust.... — Jónatan flón. Reyndu að sýna á þér trýnið svo ég geti flatt það út með kolaskóflunni. Þú átt aldeilis von á góðu, fyrir það sem þú gerðir í gólfteppið mitt. Ég veit svo sem hvar þú húkir greyið, en láttu þér ekki detta í hug, að ég fari að skíta mig út á því að draga þig fram! í gær lét hann sig hafa það, að labba sig til hans Sigga í Sjávarborg og kaupa af honum kindabyssuna. Og hvað ætlaði hann svo að nota hana, hafði Siggi spurt. Ætlaði hann kannski að fara að drepa kindur núna um hávetur? Nei, hann ætlaði að drepa ókind, hafði hann svarað snúðugt og Siggi, sem var eldri en tvævetur, hafði glott alveg upp undir vinstra hatt- barðið. Hann dró hana fram úr barmi sínum og þreifaði eftir lásn- um. Hlaupið var ískalt og hann lagði stálið við ennið á sér. Hann fann hvernig slátturinn við gagnaugað dvínaði við sval ann og hann lagði það við kinnina og hann teygaði að sér svalann og hann þefaði úr hlaupinu. Engin púðurlykt. Ekki ennþá. Salómon konungur hafði komizt hnittilega að orði, þegar hann sagði að þrasgjörn kona væri eins og sífelldur þakleki. En þrasgjörn kona er ekki bara þakleki og þar hafði þeim vísa Salómon yfirsé=t. Hún var eins og nagdýr með transistor magnaðan kjaft. Hún nagar sig inn í sálina í manni og bít ur á einhverja mænustöðina og þarmeð slútt. Hann hlustaði af öllum kröftum svona eins og fólk gerir, þpear það vill heyra grasið spretta. Allt var hljótt. Hann ók sér í herðunum og þreifaði enn einu sinni um byssuna. Hann fann gikkinn og hann fór þægilega við fingurinn og slátturinn við gagnaugað var byrjaður aftur og hann var klökkur innra með sér og kannski læddist eitt og eitt tár niður vangann. Því ekki það, hér í myrkrinu. Menn sem ætluðu að fremja svona verknað hlutu alltaf að vera klökkir í sálinni, þó það sæist ekkj á umbúðunum. En hann varð að vera eins og þeir og harka af sér. Hann herti takið á hnakkadrambinu á fressinu, þreifaði hlaupinu að hausnum á því og sagði ofurhljótt: — Er þetta ekki leiðin okkar allra, Jónatan. —• Gaddur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.