Alþýðublaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.03.1968, Blaðsíða 11
R I Rifsf jórS Örn Éidssen Helztu vioburðir á vettvangi FRÍ næsta surhar: Þátttaka í OL í Mexikó og Norðurlandamót í tugþraut Á föstudag boðaði Frjáls- íþróttasamband íslands frétta- menn á sinn fund og skýrði frá því helzta, sem gerist á næsta keppnistímabili. Helztu viðburðirnir verða þátttaka í Ólympíuleikjunum í Mexíkó í haust, framkvæmd Norðurlandamóts í tugþraut, og maraþonhlaupi og fimmtar þraut kvenna meistaramótin o.fl. en fréttatilkynning FRÍ fer hér á eftir: Af erlendum vettvangi: Fundur Evrópunefndar IAAF var haldinn í Prag í nóvember sl. Jafnframt fór þar fram svo nefndur „Calender Congress Evrópu“ þar sem rætt var um KR-FH og Fram-Víkingur í kvöld í kvöld fara fram tveir leikir í 1. deild og einn í 2. deild. Fyrst leika Ármann og Þrótt- ur í 2. deild, en sá leikur hefsl kl. 19.15. Þá leika Fram og Víkingur og síðan FH og KR. Margt óvænt hefur skeð í 1. deildakeppninni í vetur og hver veit nema að eitthvað óvænt verði í kvöld. landskeppnir, heimboð o.fl. Formaður FRÍ, Björn Vilmund arson sat fundinn, en alls mættu fulltrúar frá 24 þjóð- um. Þar kom fram m.a., að 26 iþjóðir hefðu tekið þátt í Bik arkeppni Evrópu á sl. ári, en í regmgerð ’er gert ráð fyrir, að það mót sé haldið á fjög- urra ára fresti. Hugsanlegt er, að það verði haldið með færri ára millibili í framtíðinni. Keppnj milli Evrópu og Amer- íku fór fram á sl. ári í Montre al og talað hefur verið um aðra keppni eftir Evrópumeistara- mótið 1969 af sama tagi. Á- kveðið hefur verið, að það mót fari íram í Aþenu, en allmikl ar umræður verða um fram- kvæmd þess og undirbúning vegna stjórnmálaástandsins í Grikklandi. Fulltrúar Grikk- lands fullvissuðu þingfulltrúa um, að undirbúningur væri í fullum gangi og að engum yrði rneinað um þátttöku í mótinu af stjórnmálalegum ástæðum. Uppi voru raddir um það að flytja mótið til Finnlands, en þar á mótið að fara fram 1971. Fallið var frá því að svo stöddu. Evrópumeistaramótið innan- húss 1968, var háð 9. og 10. marz í Madrid. Enginn kepp- andi var sendur héðan vegna fjárhagserfiðleika. Næsta inn- anhúsmót verður að ári í Bel grad, en þar hefur verið byggð ný íþróttahöll með 200 m hring braut. Á þinginu kom það fram, að margir Evrópumenn muni fara á Ólympíuleikana í Mexico City til tæknilegrar aðstoðar og sumir farnir til undirbúnings. í nóvember sl. var einnig haldinn fundur forustumanna frjájsíþrótta á Norðurlöndum. Var hann haldinn í Stokkhólmi að þessu sinni. Sigurður Björns son, formaður laganefndar, sat fundinn f.h. FRÍ. Mörg mál voru þar rædd, sem snerta sameiginleg mál Norðurlanda. M.a. var rætt um sameiginlega keppni við Vestur-Þýzkaland í karlagreinum, en ekki tekin ákvörðun um hana. Ólympíuleikarnir í Mexico Eins og getið hefur verið í fréttum, hefur Ólympíunefnd íslands ákveðið þátttöku í frjálsum íþróttum á leikunum, en ekki ákveðið fjölda þátttak enda. Hefur hún úthlutað FRÍ styrk til þjálfunar. Stjórn FRÍ hefur nýlega á fundi sínum á- kveðið eftirfarandi lágmörk vegna þátttökunnar: Afrekin hlýti sörnu kröfum og gerðar eru til afreka í af- rekaskrá. Það skal skýrt tekið fram, að sambandið er ekki með þessu skuldbundið til að velja sem keppendur á Ólympíuleik ana alla þá, sem kunna að ná tilskyldum lágmarksafrekum, ef þeir verða fleiri en Ölym- ■ V *' ii!:. ..;4 Jón Þ. Ólafsson er í fremstu röð ísl. frjálsíþrótta.nanna. píunefnd fsl. telur unnt að senda úr hópi .frjálslbrótta- manna. Þá hefur stjórnin valið eftir talda 5 frjálsíþróttamenn til sérstakra æfinga og keppni til undirbúnings fyrir leikana: Guðmundur Hermannsson KR, Jón Ólafsson ÍR, og Er- lendur Valdimarsson ÍR. Mun þeim m.a. gefast kostur á keppnisferð erlendis í sumar, sem lið í undirbúningnum. TJnglingamót í Svíþjóð Á sl. sumri fóru 4 ungling ar til keppni í Stavanger, Nor- egi og tóku þar þátt í hinni árlegu landskeppni Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Mörg um er í fersku minni afrek Þorsteins Þorsteinssonar, en hann sigraði þar í 800 m hlaupi á nýju íslandsm. Keppni þessi verður nú 10. og 11. ágúst í Svíþjóð. Óvíst er um þátttöku íslendinga í mótinu, en FRÍ mun hafa milligöngu um það, ef einslök félög eða héraðssam bönd vildu senda sína beztu unglinga á mótið. Kvennalandskeppni í Vestur-Þýzkalandi: Ákveðið hefur verið lands- i ■ i Þorsteinn Þorsteinsson beztur i 800m. hlaupi á Norðurlöndum í unglingaflokkí. keppni kvenna milli Vest.ur- Þýzkalands og sameiginlegs liðs Norðurlanda. Fer keppn- in fram í Vestur-Þýzkalandi ' 14. september n.k. Lögð hefur verið áherzla á, að hið sairr' ■ inlega lið Norðurlanda verðl skipað þátttakendum frá öll um' löndunum 5 og hefur það verið samþykkt. Mun því a.m.k. ein kona héðan fá tækifæri til að taka þátt í þessari keppnL Aðrar uianferðir frjálsíþróttafólks Frjálsíþróttasambandinu barst Framhald á 14. síðn Keppnisgrein KARLAR; Afrek unnið einu sinni Afrek u tvisvar 100 m hlaup 10,3 10,4 200 m hlaup 21,0 21,3 400 m hlaup 47,3 47,8 800 m hlaup 1:48,8 1:49,5 1500 m hlaup 3:44,0 3:47,0 5000 m hlaup 14:15,0 14:30,0 10.000 m hlaup 30;00,0 31:00,0 3000 m hindrunarhlaup 8:50,0 9:00,0 110 m grindahlaup .... 14,2 14,4 400 m grindahlaup .... 53,0 53,8 Hástökk 2,09 2,06 Langstökk 7,60 7,50 Þrístökk 16.00 15.50 Stangarstökk 4,75 4,60 Kúluvarp 18,10 17,80 Kringlukast 57,00 55,00 Spjótkast 75,00 70,00 Sleegjukast 60,00 58,00 Tugþraut 7,200 7,000 KONUR: 100 m hlaup 11,9 12,0 200 m hlaup 24,8 25,0 400 m hlaup 57,5 58_,0 800 m hlaup 2:16,0 2:20,0 80 m grindáhlaup ... H,6 11,7 Hástökk 1,61 1,58 Langstökk 5,80 5,65 Kúluvarp 13,95 13,50 Kringlukast 46,00 44,00 Spjótkast 47,00 45,00 Fimmtarþraut 4,000 24. marz 1968 — 3,900 ALÞÝÐUBLAÐIÐ u

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.