Alþýðublaðið - 02.04.1968, Qupperneq 8
mmm.
fiÍJl
SllilliS
■
■
A ''7-- •/-
SIF, flugvél landhelgisgæzl-
unnar, fór í gærdag í ískönn
unarflug umhverfis landið
með fréttamenn og fleiri
gesti; var lagt upp á ellefta
tímanum um morguninn, en
lent á Keykjavíkurflugvelli
um klukkan sextán. Ekki
verður annað sagt en að á-
hyggjusamlega líti út á fjörð
um og vogum vestan og norð
anlands, ef svo heldur áfram
sem horfir um kulda. Munu
J)á sjóleiðir lokast með öllu
fyrir framangreindum lands-
hlutum, er ís verður sam-
frosta, en jökulkulda leggja
langt á land upp með ófyrir
sjáanlegum afleiðingum fyrir
jörð, skepnur og menn.
AÐAL ísmagnið *byrjar við
Kóp og heldur áfram norður
og austur með öllu íslandi
suður fyrir Glettinganes. Hér
er aðallega um að ræða strjál
an rekís, er hrannazt hefur
á siglingaleiðir sums staðar
alveg upp í landsteina. Er ís-
hraflið nokkuð mismunandi,
en víða alh að því samfellt
og teygir sig snjór svo langt
á land upp, sem auga eygir;
er þetta á köflum allt að því
óhugnanlega kuldaleg sjón,
og minnir á gamlar sagnir um
frostavetur og fanndrif. En
tímarnir hafa breytzt og þó
að illa kunni að fara, er vart
að óttast, að búandmenn
flosni af jörðum eða fé falli
í svo stórum stíl, að vá sé
fyrir dyrum!
MEST er hættan á að ísinn
verði samfrosta á milli Horns
annars vegar og Sléttu hins
vegar, en þá yrðu hinir fjöl
mörgu bæir og kaupstaðir
þar á milli — og mikill hluti
íbúa íslands — illa á vegi
staddir. Má benda á það, að
mikill ís er í mynni Eyjafjarð
ar og lagnaðarís inn allan
Siglufjörð, þar sem síldar-
kaupstaðurinn kúrir illgrein
anlegur frá fjöllum og sæ und
ir snæhulunni. Þá er injög
þéttur ís við Rauðunúpa á
Melrakkasléttu og eins út af
Rifstanga. Frá Langanesi og
suður undir Gletting teygir
sig löng ísrönd.
ÞYKKT íssins er samkvæmt
mælingum landhelgisgæzl-
unnar fjórir til sex tíundu á
flestum stöðum, nema sjö til
níu tíundu við Horn og Sléttu.
Eru þetta uggvænlegar tölur,
ekki sízt þegar við þær bæt-
ast mælingar veðurstofunnar
á köldustu aprílnóttum um
áratugi.
aflað sér
standinu
þær að i
hér í blai
linnir þ
tíma, eða
vor í árat
inn 1918
fimmtíu ;