Alþýðublaðið - 02.04.1968, Side 16

Alþýðublaðið - 02.04.1968, Side 16
Úr tíbavísum Vond er tíð og veðraníð, í vetrarhíði lónin, ógn og kvíði angra lýð, utan skí'ðaflónin. Tók fyrír beitarbjörg í sveit, brást hver reytingsnóra; kári óheitur kinnar beit á kuldaveitustjóra, Hálkuskratti, hlaup og snatt höldum skatta gerðu; margur datt og missti hatt og meíddist að attanverðu. Frost var ærið, fjúk og snær, fannagæra á lieiðum, blés um Iærabera mær og báta á færaveiðum, Margur kennir mæðu í senn, mál er að glennur dvíni, plagar enn og pínir menn prís á brennivíni. — Hvernig skyldi þaö vera með Lönd og leiðir, ætli þær aldrei reynt hina leiðina? Það var aldeilis fútt í skól- anum í gær. Mar skipti svo oft um stofur útaf 1, apríl að kennarablókin var farin að halda að hún væri orðin geggjuð. KULDAKAST: Hvíldartími hitaveitunnar. KVENRÉTTINDABARÁTTA: Barátta kvenþjóöar til yfirráöa yfir karl- þjóð. LEIKARI: Maöur, sem vill vera eitthvað allt annaö en hann er. H-UMFERÐ: Þegar bannað er að aka á vinstri kanti. Það eina sem gæti verið já- kvætt við þennan mikla kulda er það ef þessar tildur- drósir neyddust lil að síkka sín siðlausu stuttu pils. V-UMFERÐ: Þegar bannað er að aka á hægri kanti. 60 KING EDWARO America's Largest Sélling Cigar Vor daglegi BAK-stur Er loðna fiskur? Þorskinum þykir loðna kjörmeti. Áþekkan smekk hafa Japan ir og Hornfirðingar, er mér tjáð. Nú er mér ekki með öllu ljóst, hvort nokkur niðrun felst í að hafa sama smekk og þorskurinn, hvað loðnuna áhrærir. En hitt er vafalaust, að ef Japönum og Homfirðingum væri svo farið á öllum sviðum, gæti farið að kárna gamanið. Hugsum okkur að við heimsækt um annan hvorn þjóðflokkinn og væri sýnd mesta gestreisni og ekki boðið annað að eta, en það sem húsráðendur sjálfir teldu bezt af öllu. Myndi ekki lengjast á okkur andlitið, þegar við settumst að nýbrýndum flatningshnífum, sykruðum ljósa- perum, hnullungagrjóti úr næsta fjalli og eftirmaturinn væri hrá loðna — ef til vill þrædd upp á stálkrók? Við trúum, sem kunnugt er á hitaeiningar og vítamín. Það getur svo, sem vel verið, þó að ég viti það ekki, að þetta hvort tveggja sé til í flaningshnífum í einhverju mæli, en um hitt verður ekki deilt, að í þeim er heilmikið að jámi. En við skulum halda okkur við efnið og huga svolítið bet- ur að loðnunni. Þeir em svo sannarlega til, sem halda því fram að loðnan sé ekki fiskur, heldur einhverskonar skop- stæling á fiski, haglega gerð af þeim sem öllu stjórnar. Við sem höfum séð loðnu og þekkjum hana í sjón, vitum að hún er ákaflega langt kvikindi, þegar tekið er tillit til þess að hún er mjó. Það mætti jafnvel segja mér, að hún sé með allengstu fiskum í sjó, sé'miðað við ummál. Ég myndi aldrei hætta mér í rökræður við mann, sem héldi því fram að loðnan sé ekki fiskur. Ég gæti t. d., til að særa ekki tilfinningar mannsins, látist fallast á, að loðnan sé svosem ekki ýkjamikill fiskur — og það sé þó bæð rétt og satt — en hinu geti þó enginn maður neitað að hún sé dýr. En menn.'sem draga svona skarpar línur, eru að öllum jafn aði ekki mikið fyrir málamiðlun og grípa gjarna til allra raka, sem hug á festir. Samkvæmt því myndi maðurnn líta á mig með fyrrlitningarsvip: „Þvert á móti. Hún er ódýr. Það fást ekki nema nokkrir aurar fyrir hana í gúanó þ. e. a. s. kíló- grammið og ef við hugsum út í hvaða verð fæst fyrir stykkið, þá getur þú sjálfur ekki einu sinni neitað, að þú sért með heimskari mönnum. Svona rökum verður maður auðvitað að kingja og það má mikið vera ef maðurinn fengist yfirleitt til að viðurkenna, að loðnan sé loðna. En hvað sem því líður, hef ég ævinlega verið þeirra skoð- unar, að fiskur eins og loðnan sé bezt geymdur í sjónum. — GADDUR.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.