Alþýðublaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 14
Náttúrufræðingar óánægðir með:
Launakjör og aðbúnað
sinnar fræðigreinar
Aðalfundur Félags íslenzkra
náttúrufræðinga 1968 var hald
inn 22. febrúar síðastliðinn, og
f
var fundurinn vel sóttur.
Helztu ályktanir fundarins
voru þessar:
Fundurinn harmar drát1
þann, sem enn hefur orðið á,
að hafin verði kennsla í nátl-
úrufræðum yið Háskóla ís-
lands, og er þess vænzt, að
ekki dragist lengur á langinn
að sú kennsla hefjist.
Fundurinn fagnar byggingu
hafrannsóknaskipanna „Bjarna
Sæmundssonar“ og Árna Frið
rikssonar", og nýbyggingar
Rannsónkarstofnunar Landbú-
naðarins á Keldnaholti.
Fundurinn vekur athygli. á
aðkallandi húsnæðisvandamáli
Veðurstofu íslands og skorar
á Álþingi og ríkisstjórn að
gera nú þegar ráðstafanir til
fyrirhugaðra byggingarfram-
kváemda. Bendir fundurinn á,
að skammt er nú til 50 ára
starfsafmælis Veðurstofu ís-
lands, sem er í ársbyrjun
1970.
Fundurinn mælis4 til þess
við stjórnvöld, að hafinn
verði undirbúningur að bygg-
ingu húsnæðis fyrir Náttúru-
fræðistofnun íslands með hús
rými fyrir rannsóknaraðstöðu
háskólakennslu og sýningar-
sali.
Fundurinn ítrekar ályktun
aðalfundar 1967 og lýsir yfir
óánægju sinni með launakjör
háskólamenntaðra sérfræðinga,
sem laun taka samkvæmt hinu
almenna launakerfi ríkisins. —
Jafnframt er vakin athygii á ó
samræmi því, sem nú er á
launakjörum sambæriJegra
hópa háskólamenntaðra manna
í opinberri iþjónustu. Fundur-
inn lýsir yfir fullum stuðningi
við Bandalag háskólamanna og
telur eðlilegt, að bandalagið og
aðildarfélög þess fái fullan
samningsrétt. Fundurinn telur
að Bandalag starfsmanna rík
is og bæja hafi ekki sýnt kjara
málum og sérstöðu náttúru-
fræðinga og annarra háskóla-
manna nægilegan skilning.
í stjórn félags ísl. náttúru-
fræðinga eru: dr. Sturla Frið-
riksson, formaður, Bergþór Jó
hannsson, varaformaður,
Svend-Aage Malmberg,' ritari,
Gunnar Ólafsson, gjaldkeri og
Flosi H. Sigurðsson, meðstjórn-
andi.
í fulltrúaráð Bandalags há-
skólamanna var fyrir Félag ísl.
náttúrufræðinga kosinn FIosi
H. Sigurðsson og til vara Frið-
rik Pálmason.
15 létu lífiö
Framhald af bls. 1.
vegna morðsins á King og bendi
allt til að hér sé um verk eins
manns að ræða.
í óstaðfestum frétt er þess
getið að líklegt sé að morðing
inn sé á leið suður á bóginn og
að FIB leiti hans'í Missisippi og
sé hann ungur maður á aldrin
um 26 til 30 ára, dökkhærður
og um 2m. á hæð klæddur dökk-
um fötum.
Heitið hefur verið 100,00 doll
urum handa hvepjum þeim sem
getur veitt upplýsingar, sem
leitt gætu til handtöku morð-
ingja Kings.
Eftirmaður dr. Kings, Ralph
Abernathy hefur látið uppi að
mótmælagangan, sem King hafði
undirbúið á næsta mánudag
verði farin, en verði nú farinn
til minningar um dr. Martin
Lutfier Kng.
Búizt er við miklu fjölmenni
við jarðarför Kings á föstudag-
inn langa og verða meðal við-
staddra Johnson forseti og
Ralph Bunch varaforseti S. Þ.,
en hann hefur hlotið friðarverð
laun Nóbels.
Þrírtfrægir blökkumenn Louis
Armstrong, Sammy Davies jr.
og Sidney Poitier hafa ókveðið
að taka ekki þátt í hátiðahöíd-
unum vegna veitingu Oskars-
verðlaunanna í virðingarskyni
við minningu dr. Martin Luthers
king.
1008 éskast
Framhald af 1. síffu.
ið, verður gefin út handbók, þar
sem upplýsingar verður að
finna um verkefni þeirra. Um-
ferðarverðirnir verða einkennd
ir með hvítum ermahlífum.
Þeim stöðum, þar sem um-
ferðarverðir verða að störfúm,
sem stöðug umferðarvarzla verð
er í fyrsta lagi skipt í staði þar
ur frá kl. 08,30 að morgni og
fram til kl. 18,30 að kvöldi.
í öðru lagi eru staðir, þar sem
aðeins er þörf tímabundinnar
umferðarvörzlu. Er umferðar-
varzla þar á þeim tímum, sem
iimferð gangandi vegfarenda er
mest, svo sem er fólk fer til og
frá vinnu, í sambandi við kvik-
myndasýningar, heimsóknartíma
sjúkrahúsa o.s.frv. Leitað verð-
ur til eitt hundrað fyrirtækja
um að starfsfólk þeirra annist
umferðarvörzlu á þeim gang-
brautum, sem við fyrirtækin eru.
Framkvæmdanefnd H-umferð-
ar efnir til happdrættis meðal
umferðarvarða um allt land og
munu þeir fá afhentan einn
happdrættismiða fyrir hverja
tveggja stunda varðstöðu. Vinn-
ingar í happdrættinu eru alls
10, fimm eru ferðir til Banda
ríkjanna ásamt vikudvöl þar í
landi, en þá vinninga hafa Loft-
leiðir gefið. Fimm vinningar eru
dvöl í vikutima í skíðaskólan-
um í Kerlingarfjöllum. Þá fá
um.ferðarverðír sérstök Viðuú-
kenningarskjöl fyrir þátttöku
slna í umferðarbreytingunni.
Allar nánari upplýsingar veit-
ir Fræðslu- og upplýsingaskrif-
stofa Umferðarnefndar Reykja-
vikur, íþróttamiðstöðinni, Laug-
ardal, sími 83-320.
Pélyfónkórinn
Framhald 3. síðu.
perettur gangandi. Áhuginn
á leiklist hefur verið mikill
allt frá því Ingmar Bergman
byrjaði þarna þegar leikhús
- ið var stofnað fyrir 20 árum.
— Eru tónleikar hljómsveit
arinnar vel sóttir?
— Áhuginn er mikill á tón
list og yfirleitt er fullt hús á
tónleikum hljómsveitarinnar,
en húsið tekur um 1700
manns — þannig að ég held
að við megum vel við una.
— Eru fleiri íslenzkir tón
listarmenn í Malmö?
— Nei, ég er sá eini, en aft
ur á móti eru tveir íslenzkir
ballettdansarar við leikhús-
ið, þau Anna Brandsdóttir og
Halldór Helgason.
— Hefurðu í hyggju að
, vera áfram í Malmö?
— Upphaflega ætlaði ég nú
ekki að vera nema tvö ár,
en mér og fjölskyldunni hef
ur líkað svo vel að við lét-
um eftir okkur að verða leng
ur en við höfum ráðgert. Ég
hef miklu fleiri tækifæri
þarna en hér heima — fæ
oft tsekifæri til að leika ein-
leik og það er stutt í aðrar
hljómsveitir. Hef ég leikið
einleik með ýmsum htjóm-
sveitum í Svíþjóð og Dan-
mörku, en slíkt er bæði
skemmtilegt og lærdómsríkt-
Svo hef ég minn eigin
strengjakvartett, sem auk
mín er skipaður þremur Sví
um. Við ferðumst um þegar
tími gefst frá önnum í sam-
bandi við hljómsveitina. Ég
er því hæst ánægður og hef
enn sem komið er ekki tekið
neiná ákvörðun um að
breyta til.
wmmmmmmammmmmmmaataaa
MESSUR
Dómkirkjan.
Fermingarmessa kl. 2. Séra Óskar
J. Þorláksson.
Hafnarfjarðarkirkja;
Messa kl. 2. Ferming. Garðar Þor
steinsson.
Grensásprestakall.
Btairnasami’íoma í Breiðagerðisskóla
kl. 10.30. Messa kl. 2. Felix Ólafs-
son.
Háteigskirkja.
Fermingarguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Jón Þorvarðsson.
Messa kl. 2. Ferming séra Arngrím
ur Jónsson.
I
Langholtsprestakall.
Fundur Bræðrafélagsins er þriðju
daginn 9. apríl kl. 20.30.
Fjölmenmð. Stjórnin.
Fundur kvenfélagsins er mánudag*
inn 8. apríl kl. 20.30. Stjómin
Fríkirkjan.
Bamasamkoma kl. 10.30. Guðni
Gunnarsson. Messa kl. 11 f.h. séra
Þorsteinn Bjömsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Femiingarguðsþjónusta kl. 2. Sr.
Bragi Benediktsson.
Kirkja Óháða safnaðarins.
Ferming og altarisganga kl. 10.30
árdegis.
Aðeins rúm í kirkjunni fyrir vanda-
menn barnanna. Séra Emil Björns*
son.
Hallgrímskirkja.
Barnaguðsþjónusta kl. 10.
Systir Unnur Halldórsdóttir.
Messa kl. 11. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson.
Ásprestakall.
Bamasamkoma í Laugarásbíói kl.
11. Ferming kl. 2 í Laugarneskirkju.
Séra Grímur Grímsson.
Laugárneskirkja.
Messa ki. 10.30. Ferming altaris
ganga.. Séra Garðar Svavarsson.
Neskirkja.
Ferming kl. 11. og kl. 2. Séra
Jón Thorarensen.
Mýrarhúsaskóii.
Barnasamkoma kl. 10. Séra Frank
M. Halldórsson.
Bú^taðaprestakall.
Barnasamkoma í Réttarholtsskóla
kl. 10.30. Sigurþór Runólfsson.
Ferming í Dómkirkjunni kl. 10.30.
Sr. Ólafur Skúlason.
Tilboð óskast í eftirfarandi fyrir nýbyggingu Rannsókna-
stofnunar byggingariðnaðarins:
1. Smíði á 128 útveggjagrindum úr timbri,
stærð 5.85 x 1.20 m«.
2. Lamineraðir tréásar, 660 m.
3. Tvöfalt gler, 122 stk.
Útboðsgagna skal vitja á skrifstofu vora.
Útboð 1. afhendist gegn 1.000.— kr. skilatryggingu.
Húseigendur! Verktakar!
Það er yðar hagur að leita verðtil-
boða frá okkur, í smíði:
INNIHURÐA
Afgr. hurðaverk á ýmsu fram-
leiðslu - stigi, að óskum kaupenda.
Sendum um land allt.
TRÉIÐJAN H.F.
Ytri-Njarðvík, sími 92-I68U.
TEKNISKUR TEIKNARI
Vita- og hafnamálaskrifstofan vill ráða til sín tekniskan
teiknara frá 15. maí.
Skrifleg umsókn þar sem greint er frá aldri, menntun
og starfsreynslu sendist Vita- og hafnamálaskrifstofunni
Seljavegi 32 fyrir 15. apríl.
SKOLPHREINSUN
úti og inni
Sótthreinsum að verki loknu.
Vakt allan sólarhringinn.
Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir.
Góð tæki og þjónusta.
R ÖR VERK sími 81617.
14 7. apríl 1968 —
ALÞÝÐUBLAÐIÐ