Alþýðublaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 2
Kltstjórar: Krlstján Bersl Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Slraar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906------Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, peykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Síml 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — f lausasölu kr. 7,00 eintakið----Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. íslenzk filboð og erlend Alþýðublaðið skýrði í gær frá því, að erlendum fyrirtækjum hefðu verið fengin stórverkefni við tvær byggingar, sem ríkið er að reisa í miðbænum í Reykja- vík. Er þetta smíði gluggaveggja í nýja landsímabyggingu við Kirkjustræti og tollstöðina við höfnina. Gerðu íslenzk fyrirtæki tilboð í þessi verk, sem kosta um 12 milljónir króna, og voru ís- lenzku tilboðin ýmist lægri en hin erlendu eðia næstum eins lág. Hefur sjálft ríkisvaldið því geng- ið framhjá íslenzkum iðnaði og íslenzkum iðnaðarmönnum á hinn óskiljanlegasta hátt. Fimm aðilar gerðu tilboð í gluggaveggi símstöðvarinnar, og reyndist tilboð Rafha í Hafnar- firði vera hagstæðast, en næst því tilboð belgíska fyrirtækisins Chamebel. Ekki var íslenzka til- boðinu tekið, heldur sendir menn til Belgíu til að semja við Cham- ebel og fékk það fyrirtæki að breyta sínu tilboði. íslenzkir bjóð endur fengu ekki slíkt tækifæri, en tilboð Rafha var raunar lægra en samningurinn, sem gerður var við Chamebel. Fleiri tilboð bárust í glugga- veggi tollstöðvarinnar, enda er það stærra verk. Þar buðu ís- lenzk fyrirtæki eins og Völund- ur, Rafha, Plast og stálgrindur og Rammi hf. Hagstæðustu til- boðin virtust vera frá danska fyrirtækinu Perspektiva og frá Rafha. Danska tilboðið ivar greini lega lægra, en þegar á allt er lit- ið er óhætt að fullyrða, að munur inn sé innan við 10%. Undanfarið hefur verið mikið um það rætt, að taka beri íslenzk um tilboðum í verk, þótt þau séu 10—20% hærri en erlend. Munu þau samt reynast hagstæðari, því hið opinbera færstórfelld gjöldaf launum íslendinga en engin af út- lendingum. Virðist því augljóst, að taka átti íslenzkum tilboðum í smíði og uppsetningu glugga- veggja í bæði stórhýsi ríkisins í miðbænum, símstöðina og toll- stöðina. Með því að ganga framhjá ís- lenzkum aðilum á svo furðulegan hátt hefur sjálft ríkisvaldið haft af íslenzkum iðnaði um 12 milj- óna króna verk og ,af íslenzkum iðnaðarmönnum vinnu fyrir millj ónir. Jafnframt tapa ríki og bæj arfélög stórfé í gjöldum, sem þess ir aðilar hefðu fengið af verkun- um. Það er sjálfsagt að krefjast þess af íslenzkum atvinnuvegum, að þeir standist samanburð við er- lenda, þar sem slíkur samanburð ur yfirleitt kemur til greina. En hér hefur verið gengið furðulega og óhyggilega langt og virðast er- lendir aðilar vera teknir fram yf- ir íslenzka — íslenzkum hagsmun um til mikils tjóns. Allar þjóðir beita margvíslegum ráðum til að verjaog styðja sína eigin atvinnu vegi, hversu frjáls viðskipti sem þær annars aðhyllast. Hér hefur sá höggvið, sem hlífa skyldi — sjálft íslenzka ríkið. Öskilgetin börn SAMKVÆMT lögum nr. 87/ 1947 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna eru börn þau óskilgetin, sem hvorki fæðast í hjónabandi foreldra sinna né svo skömmu eftir hjúskaparslit þeirra, að þau kunni að vera getin í hjóna- -bandinu. Þá verða og þau börn að teljast óskilgetin hverra faðerni héfur réttilega verið véfengt, sbr. 1. kafla I. 57/1921, en slík véfenging er mjög fátítt fyrirbæri. Móður er skylt að ala upp og framfæra óskilgetið barn sitt sem skilgetið væri, enda er afstaða óskilgetins barns gagnvart móður hliðstæð af- stöðu skilgetins barns gagn- vart foreldri, hvoru sem er. Hafi karlmaður gengizt við faðemi óskilgetins barns, ver ið dæmdur faðir þess, honum orðið eiðfall eða eiður fallið á hann, er honum jafnt móð- urinni skylt að kosta fram- færslu barnsins og uppeldi þess. Hið sama á við um þann eða þá, sem dæmdir hafa ver ið meðlagsskyldir án þess víst sé um faðerni, eins og stund- um ber við. Jafnaðarlega fullp^pgir fað- ir óskilgetins barns fram- færsluskyldu sinni með svo- nefndri meðlagsgreiðslu, enda eru óskilgetin börn tíðast á vegum móðurinnar, annað hvort hjá henni eða komið ein hverg staðar fyrir af henni, t. d. hjá móðurforeldrum sem allalgengt er. Þó er engan veginn útilokað — og mun koma fyrir — að faðir hins óskilgetna bams f ullnægi framfærsluskyldu sinni með því að ala barnið sjálfur upp, ef aðstæður mæla með því fyrirkomulagi. Heimilt er móður hins ó- skilgetra barns að semja við þann, sem greiða skal meðlag ið, um meðlagsgreiðsluna og tilhögun hennar. Slíkur samn- ingur er þó því aðeins gildur að lögum, að hann sé stað- festur af valdsmanni. Ekki er heimilt að semja um lægra meðlag en barnalífeyri, eins og hann er á hverjum tíma samkvæmt lögum um almanna tryggingar, og liggja til þess auðskildar ástæður. Sé ekki um samkomulag að ræða á löglegum grundvelli, verður meðlagsupphæðin ákveðin af sýslumönnum eða bæjarfóget- um (í Reykjavík hjá sakadóm- ara) í heimilissveit barnsföð- ur. Við ákvörðun meðlagsupp- hæðar er af sanngirnis- og réttlætisástæðum höfð hlið- sjón af högum beggja for- eldra. Megi ætla, að barnið sé ávöxtur af samförum án vilja móður eða gegn vilja hennar (svonefnt „nauðgunar- barn“), skal úrskurða barns- föður til að kosta framfærslu barnsins að öllu leyti. Sé úrskurðað eða umsamið meðlag ekki greitt í tæka tíð, er hægt að heimta það með lögtaki hjá barnsföður. Móðir -á þess einnig kost að krefja það hjá Tryggingastofn un ríkisins, sem aftur eignast endurkröfurétt á hendur föður (meðlagsskylds), framfærslu- svgit hans eða ríkissjóði eftir atvikum. Kröfu barnsmóður til Tryggingastofnunarinnar skal fylgja löglega birtur með lagsúrskurður . og lífsvottorð ■barnsins. Lífsvottorð er að jafnaði vottorð prests um til- vist barns. Innheimtu meðlags, sem sveitatstjórn greiðir vegna framfærslu óskilgetins barns, getur hún komið fram með ýmsU móti: 1) með lögtaki; 2) með því að taka af kaupi viðkomanda, ef úrskurður valdsmanna (í Rvík Sakad.), heimila það og fari vinnuveit andi ekki eftir fyrirmælum um að halda eftir af kaupi viðkomandi manns, ber hann sjálfur ábyrgð á greiðslúnni; 3) þá getur sveitarsjóður skikkað hinn ógjaldfæra bams Framhald á 14. síðu VIÐ „Ekkl meir, ekki meir“I ÉG ER HRÆDDUR UM, að Ilallgrími Péturssyni hefðS brugðið ónotalega við, ef hann hefði hlustað á lestur Passíu sálmanna í útvarpinu hin síð- ari árin. Líklega hefði hann haldið, að um skopflutning væri að ræða, sem illa hæfði píningarsögu Jesú Krists, og skrúfað sem fljótast fyrir. Slíkt hefði þó verið misskilningur. AHt er hér í góðri meiningu gert og hvorki verið að gefa sálmaskáldinu né guðdómnum langt nef, eins og í fljótu bragðS mætti virðast. pigi að síður er um mikil mistök að ræða í lestrinum. Ég á hér auðvitað við það, sem margir hafa tekið eftir, að flytjendurnSr virðast ekki gera sér grein fyrir, að þeir séu að fara með bundið mál, sem hlít ir föstum bragreglum. Hall- grímur Pétursson yrkir undan- tekningarlaust með stuðlum, höfuðstöfum og endarími að hætti sinnar aldar, annað hefðl naumast þótt boðlegur skáld- skapur á þeim tíma. Hins veg- ar er áherzlunotkun oft nokk- uð frábrugðin því sem við eig um að venjast, það tilheyrði líka öldinnS og er ástæðulaust að hnevkslast á því, hvað þá að ætla sér að fara að betrum bæta það. ★ En það er einmitt á þessu, sem útvarn«Ieeararnir flaska. Þeir raska meira og minna á- herzlum, hafa að engu bragregl ur. fella niður stnðla og höfuð- stafi í lestrinum, hagræða meSra eð segja endarími, þegar beim bvður svo v'ð að horfa. Sá, sem hlostar á Passíusálm- ana í þoctjniu búníngi, gætf hald’ð. að Haúgrímnr Péturs- é con befðj vpínbvor mesti bögubócS santiándu aldarinnar, a. m k. liefði verið leitun að öðrum ein«. Þaff vírðist Iíka hafa Iagzt illa í skáldíð. hvernig farið yrðS með Passíusálmana. f for. málanum fvrir 1 útgáfu þeirra hiðiir h.ann alla guðþrædda menn að færa ekki úr lagi eða brevta orðum sínum. Sú bón befnr bó siaidnacf verið virt. fjfgefendur bafa iafnan haft til hneia-ingi, <11 að hetrumhæta verk'ð. víkia víð-orði og orði, hagræðn meiningii hver eftir sínn höfðj ec IrrScHlepmm bénan legheitnm. heð er ekki fvrr en með útgáfn Biörnq .Tónssou ár Framhald á 14. síðu 2 10. apríl 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.