Alþýðublaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 7
ÞAÐ HLJÓP
Leikflokkur Litla sviSsins,
Lindarbæ:
XÍU TILBRIGÐI,
eftir Odd Björnsson.
Leikstjóri: Brynja Bene-
diktsdóttir.
Leikhljóð etc: Le'ifur Þór-
arinsson.
„Það liljóp“, sagðj glöggur
maður í liléinu í Lindarbæ á
sunnudagskvöld; þar var verið
að tala um hve stutt væri hið
ari skil á þessari skýringu, en
Tíu tilbrigði. Ekki kann ég frek
arj skil á þessari skýringu, en
vel má vera að hún hitti beint
í mark. Tíu tilbrigði er sem sé
harla stuttur leikur og ein-
faldur að allri gerð, en þar er
tæpt á ýmsum efnum sem vel
hefðu mátt endast í lengra leik
rit og umsvifameira í alla
staði. Þar með er ekki sagt,
síður en svo, að slíkur leikur
hefði orðið betri þeim sem
leikinn var í Lindarbæ; þokki
leiksins stafar einmitt af ein-
föíduii efnisins, framvindunnar
á sviðinu.
Oddur Björnsson er „framúr-
stefnumaður“, „absúrdisti", allt
það. Þar fyrir hafa leikir hans,
eða hinir beztu þeirra, jafnan
til að bera einhvern raunhæfan
efniskjarna; skuggamynd kunn-
uglegs, hversdagslegs veruleika
hillir uppi að baki þeirra; en
sá „veruleiki“ er einatt af
skáldskapartagi ekkert síður
en lífsins sjálfs. Það má svo
sem segja að „tíu tilbrigði"
hans séu öll um stef sjálfs-
elsku, lífsleiða, einhvers konar
siðferðileg eða sálfræðileg
stúdía, en sönnu nær virðist
mér að leikurinn sé „um“ með-
ferð þvílíkra efna. í Tíu til-
brigðum koma tvö minni fyrir,
hvort tveggja harla kunnug-
legt, annars vegar hversdagslýs
ing hjónabands, konunnar sem
gepgur undir „snillingi" sínum,
hins vegar rómantísk hroll-
vekja um glæp og refsing, sök
sem bítur sekan, og hvort
tveggja einfaldað „ad absur-
dum“,- Leiknum nægir að setja
þetta efni fram og leika sér að
því, en leitast við enga nýja
„ráðningu" þess; hanri verður
skemmtifegur beinlínis vegna
þess að hann firrist alla alvöru,
— vegna þess að hann hljóp.
Leikmynd og búningar Brynju
Benediktsdóttur, sem lætur leik
inn gerast í eins konar kassa,
leggur réttmæta áherzlu á þetta
eðli hans, leik hans að leikhug
myndum. Það er sannkallað
brúðuheimili sem hún leiðir
fyrir sjónir.
Texti leikrits er sem kunn-
ugt er ekki nema 1 þáttur sýn
ingar. Oddur Björnsson hefur
sýnt það áður að hann er
hugmyndasamur, en endist ein-
att illa að ráða fram úr, vinna
úr hugmyndum sínum; og þótt
Tíu tilbrigði séu harla einföld
að allri gerð má ekki tæpara
standa að hans glúrnu hug-
myndir endist leikinn á enda.
Endurtekningar leiksins stafa
minnsta kosti ekki allar af
„leikrænni. nauðsyn". En í sýn-
ingunni í Lindarbæ, undir
stjórn Brynju Benediktsdóttir,
virðast hugmyndir textans not-
færðar til hins ýtrasta, og eitt
skemmtilegasta atriðið er raun
ar þögult. tómur látbragðsleik-
ur; sýningin nýtur lika kostu-
legs tónlistarívafs Leifs Þórar-
inssonar sem er einskonar „pot
pourri“ úr óskyldustu hlutum,
og stuðlar mjög að gáskafullum
brag honnar ásamt ljósabeit-
ingu í leíknum, en lýsingu stýr
ir Kristinn Daníelsson. í hlut-
verkunum eru þrír félagar úr
Atriði úr „Tíu tilbrigði“.
Leikfloklt Litla sviðsins, Sig-
urður Skúlason, Auður Guð-
mundsdóttir og Margrét Helga
Jóhannsdóttir sem er Málfríð-
ur, eiginkona, verulegasta hlut
verkið í leiknum; Margrét
Helga kom mjög álitlega fyrir
á sviðinu, leystj hlutverkið af
hendi af röskleik bæði og hæfi
legri kímni. Hlutverk Lúðvíks,
tónskálds, og Mömmu, aftur-
göngu, eru fábreyttari en þau
Sigurður og Auður gerðii þeim
vissulega fullnægjandi skil.
Leiknum var prýðisvel tekið
af fullsetnu hús; þar sem margt
var af ungu fólki; það sánnað-
ist sem fyrr að skemmfilegar
leiktilraunir eiga vísan hljóm-
grunn í leikhúsinu. — ÓJ.
LEIKHÚS
KVIKMYNDIR
MAKE SEX
ÉG ER FORVITIN.
Jag er nyfiken, gul.
Stjörnubíó. Sænsk frá 19G7.
Höfundur og leikstjóri: Vilgot
Sjöman. Kvikmyndun: Peter
Wester. Klipping: Wic Kjelin.
*****
Er nýjasta kvikmynd Vilgot
Sjömans, „Ég er forvitin", bylt
ing í sænskri kvikmyndagerð?
Hefur nú ioks tekizt að böl-
NOT WAR
brjóta múr siðgæðisins í kvik-
myndum, svo að varla verður
lengra gengið? Báðum þessum
spurningum mætti svara ját-
andi og þar með lýsa því yfir,
að hér sé fram kómið eitt-
hvert frumlegasta og djarfasta
kvikmyndaverk, er komið hefur
frá Svíum hin síðustu ár. Á
ég þar ekki einungis við ber-
orðar kynlífssenur, heldur einn
ig á hvern hátt kvikmyndin er
gerð.
En er þetta nóg til að skapa
fullkomið listaverk, heilsteypt
snilldarverk, svo ekki verður að
fudnið? Vissulega er kvikmynd-
in stórmerkileg, en að hún sé
fullkomin og fastmótuð í sínum
anda, er anzi hæpið.
í stuttu máli fjallar myndin
um sex og pólitík, og er ekki
um neinn samhangandi sögu_
þráð að ræða. M. a. er brugð.
ið upp myndum af þjóðfélags.
ástandi Svíþjóðar; aðalleikkon.
an, Lena Nyman, sem hér leik-
ur sjálfa sig eins og allir aðr
ir, fer með hljóðnema ut til
fólksins, spyr það spjörunum
úr, um stéttaskiptingu í Sví-
þjóð, sósíalisma og margt fleira
1 * .
*0 "" 1
viðkomandi þjóðfélaginu. Einn
ig eru viðtöl við fræga menn
eins og rússneska ljóðskáldið
Évgéní Évtúsjenkó, og sést
hann m. a. lesa upphafið að
sínu þekkta ljóði, Babí Jar,
einnig er rætt við Martin Lut
her King, blökkumannaleið-
toga, sem nú er látinn, og
kennslumálaráðherra Svíþjóðar,
Olaf Palme, sem þykir nokkuð
róttækur.
Sjöman, sém er yfirlýstur
sósíalisti, segir: „Til er tján-
ingartæki, sem heitir kvíkmvnd,
og er aldrei notað í sósíalísk
um áróðri í lvðræðisríkium.
Skal því fram haldið? F.r það
æskilegt? Ég neita því Ég vil
sl»ngja áróðrí be-'nf í n-idlit
fófksins ef þörf er á Það sem
<Ö
Lena Nyman og Börje Ahl-
stedt — affalleikendur í kvik
mynd Vilgrot Sjömans, „Ég
er forvitin“.
er ósegjánlegt í blöðum, út.
-varpi og sjónvarpi, er hægt að
segjá í kvikmynd. Mér finnst.
að pólitísk kvikmynd eigi ekki
aðeins að rjála við pólitísk
vandamál sem skýrsla, hún á
að vera pólitísk barátta í sjálfri
sér.“
Það er vafamál, að Sjöman
standi að þessu leyti við orð
sín. Ég er forvitin verðúr varla
taíin „pólitísk ba'ráttá í sjálfri
sér“; til þess er hún of yfir-
borðsleg. Aftur á móti eru mörg
viðtölin eftirminnileg eins og
t. d. þegar Lena spyr sænskt
ferðafólk, nýkomið frá ánægju
legri sumardvöl á Spáni, hvern
ig því finnist hið bagalega þjóð
félagsástand þar í landi. Svör
in verða að líkindum harla kyn
leg. IVæri það nokkuð úr vegi,
þó einhver ísl. kvikmyndagerð
armaður gerði samskonar könn-
un hérlendis?)
Hinn þáttur myndarinnar
fíalinT- cvn um k.vnlífið. Siö-
man kemst svo að orði: „Ég
hef sagt skilið við veniulegt
l'víkmvádaklám, þessa dylgju-
list um feimnismálin, sem
glingrar við alls konar útslitn-
ar kitlur eins og línlak, sem
felur líkami elskendanna ti)
hálfs, hálfnaktir kroppar og
spegilmyndir af striplingum1'.
Hvað bpssu viðvíkur hefur
Siömanni svo sannarlega tekizt
að standa við orð sín. Aldrei
fyrr hefur á hvíta tjaldinu
sézt opinskárri lýsing á kvnferð
islegum samvistum karls og
konu. Ekki fæ ég séð hvaða
hlutverki allar þessa senur
gegna, sé litið á heildarmynd-
ina, nema þá Sjöman hafi ætl-
að hneyksla hinn almenna borg
ara, slengja þessu framan í
saklausan áhorfandann, sem á
sér einskis ills von. En hvað
sem því líður, er blandað inní
þessar senur góðum húmor, sem
vissulega setur sinn svip á
þær. Þó er átakanlega mikill
ljóður á, að aðalkarlleikarinn
virðist gjörsneyddur mannlegrj
náttúru.
En eitt er óvenjulegt við
Frh. á 10. síðu.
10. apríl 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J