Alþýðublaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 10
Fyrsta þyrlupóst
flug á islandi
MiSvikudaginn 10. apríl fer
fram sögulegur afburður í
póstsögu íslands, auk þess sem
hann verður einnig að teljast
sögulegur í flugsögunni.
Þann dag fe'r fram fyrsta
þyrlupóstflug á íslandi, milli
flugvallanna í Keflavík og
Reykjavík. Auk þess sem
þetta hlýtur að verða framtíð
arflugleið með þyrlum fyrir
póst, hlýtur von bráðar að því
að koma, að þarna á milli
liggi flugleið þyrla með far-
þega.
Flug þetta fer fram á veg-
um Landssambands íslenzkra
frímerkjasafnara, sem hefur
skipulagt það og undirbúið,
en þetta er raunar aðeins flug
leið milli aðalpósthússins í
Reykjavík og útibúa þess á
Keflavíkurflugvelli.
Landssambandið hefur að
þessu tilefni gefið út sérstök
umslög og er upplag þeirra
aðeins 8000 stykki- Verða þessi
umslög, en þau eru eini póst
urinn, sem þyrlan flytur, síð
an til sölu hjá eftirtöldum frí
merkjaverzlunum í bænum-
Frímerkjamiðstöðinni, Týs-
götu 1. Frímerkjahúsinu, Lækj
argötu 6A, Frímerkjastofunni,
Ægisgötu 7 og Sigmundi Kr.
Ágiústssyni, Greitisgötu 30.
Verða þetta einu útsölustaðir
umslaganna.
Allur ágóðinn af sölu þess
ara umslaga rennur til rekst
urs Landssambands íslenzkra
frímerkjasafnara, en það hef-
ur meðal annars á prjónunum
að gefa út áróðursspjöld fyr-
ir bættri frímerkjasöfnun í
landinu og betri meðferð frí-
merkja og bréfa, sem þá jafn
framt gæti auðveldað póstin-
um stárf sitt. Þá er mikil þörf
fjár til styrktar klúbbum og
stofnun nýrra klúbba úti á
landi, en þar er víða til efni-
viður í klúbba, sem ekki nýt-
ist vegna skorts á hjálpartækj
um.
Eins og áður hefur verið get
ið í blöðum, er markmið sam-
bandsins, að sameina undir
eina stjórn alla frímerkja-
klúbba í landinu, er síðan
vinni að velferðarmálum
þeirra og bættri frímerkjasöfn
un.
Það verður þyrla Landhelgis
gæzlunnar, TF-EIR, sem fram-
kvæmir póstflug fyrir Lands-
sambandið, sem aftur á móti
annast það á vegum Pósthúss
ins í Reykjavík. Hefur sam-
vinnan við það verið til fyrir
myndar, og tekið með sérstök
um velvilja á málefnum frí-
merkjasafnara, þar af þeim
Matthíasi Guðmundssyni, póst
meistara, og Sigurði Ingasyni
fulltrúa-
Þarna gefst söfnurum tæki-
færi til að eignast sérlega góð
an grip, en um leið og lands
sambandið markar þarna. spor
í póstsögunni og flugsögunni
aflar það sér fjár til eflingar
og stuðnings allri frímerkja-
söfnun í landinu, og stuðla því
þeir er umslögin kaupa að
betri og meiri frímerkjasöfn
ÆSÍ
Framhald af 1- síðu
breiðsluskyni, selja, útbýta eða
dreifa á annan hátt út klámrit-
um, klámmyndum eða öðrum
slíkum hlutum, eða hafa þá
opinberlega til sýnis, svo og að
efna til opinbers fyrirlestrar,
eða leiks, sem er ósiðlegur á
sama hátt. — Það varðar sömu
refsingu að láta af hendi við
unglinga, yngri en 18 ára, klám
rit, klámmyndir eða aðra slíka
hluti.“
Stjórn ÆSÍ leyfir sér að
vekja athygli á því ósamræmi,
sem er á nefndri lagagrein og
þeim bannreglum, sem kvik-
myndaeftirlitinu virðist sett að
fara eftir.
Stjórn ÆSÍ hvetur viðkom-
andi aðila til að endurskoða og
herða kvikmyndaeftirlit hérlend
is m. a. með því að hækka lág-
markaldur vegna klámmynda á
borð við ,,Jag er nyfiken-gul“
upp í 18 ár til samræmis við
framangreint ákvæði hegningar
laganna.
Stjórn ÆSÍ telur þó ekki á-
stæðu til að slíkar kvikmynd
—ir verði bannaðar, nema að
vel yfirveguðu ráði, enda eðli-
legt að það sé undir fullorðnum
komið hvað þeir kjósi að sjá í
kvikmyndahúsum.
Vonast stjórn ÆSÍ til þess
að kvikmyndin verði tafarlaust
bönnuð börnum innan 18 ára
aldurs, og þannig farið að lands
lögum.
Bankar
Framhald af 1- síSu
staðar í heiminum stefnir nú
að samruna banka og innláns
stofnana í stærri og starfhæf-
ari heildir. Veldur því margt,
svo sem betri nýting sérhæfs
vinnuafls og nýtízku véltækni
í bókhaldi og skýrslugerð, en
þó ekki sízt þörf stærri og
sterkari bankastofnana til að
sjá æ fjármagnsfrekari at-
vinnurekstri fyrir hagkvæmu
lánsfé. Til viðbótar þessu háir
það mjög bankastarfsemi hér
á landi, hve sumir bankarnir
eru einhæfir og viðskipti
þeirra um of bundin einstök-
um atvinnuvegum, en slíkt
hlýtur oft að valda erfiðleik-
um, þar sem atvinnulíf er jafn
óstöðugt og hér á landi.
Það er á engan hátt tíma-
bært að gera í þessu efni á-
kveðnar tillögur, en bankia-
stjórn Seðlabankans er þeirr
ar skoðunar, að æskilegt sé að
hefja athugun á því sem allra
fyrst, hvort ekki sé hagstætt
að vinna að samruna banka
stofnana hér á landi, þannig
að í stað sex viðskiptabanka
nú verði þeir aðeins þrír til
fjórir að nokkrum árum liðn
um, en sú tala ætti að nægja
til að tryggja eðlilega sam-
keppni- Sérstaklega virðist á-
stæða til að athuga, hvort ekki
sé rétt að fækka ríkisbönkun-
um úr þremur í tvo, t.d. með
sameiningu Búnaðarbankans
og Útvegsbankans, en úr þeirri
sameiningu ætti að geta mynd
azt mjög sterkur alhliða við-
skiptabanki. Hliðstæð rök má
að sjálfsögðu færa fyrir sam-
einingu einkabanka, án þess
un-
Kennaranámskeið
Aformað er að í sumar verði efnt til kennara-
námskeiðs í smelti (emalie).
Kennari á námskeiðinu verður Alrik Myrhed,
frá Stokkhólmi. Hann er kennari og gullsmið-
ur, auk þess sem hann hefur menntað sig
sérstaklega í smelti.
Námskeiðið iverður haldið á vegum fræðslu-
málastjóra og Fræðslumálaskrifstofu Reykja-
víkur. Hefst að væntanlega 15. júlí og stend-
ur í ei’na viku.
Nánari upplýsingar veitir Bjarni Ólafsson á
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur.
1 Innilegt þakklæti færi ég öllum þaim, er sýndu mér hlý- i
1 hug og vináttu með gjöfum, skeytum og heillaóskum á 70 =
| ára afmæli mínu 5. marz s.l. =
f Sérstakar þakkir færi ég Böðvari Steinþórssyni og stjórn i
i Félags bryta fyrir þann heiður er mér var sýndur. I
! ELÍSBERG PÉTURSSON,
í BRYTI. í
10 10. apríl 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
að ég vilji nefna neina á-
kveðna tillögu í því efni- Loks
má minna á, að mikil þörf er
orðin á endurskoðun laga og
regjna bæði um sparisjóði og
innlánsdeildir kaupfélaga og
nýrrar skilgreiningar á verka
skiptingu þessara stofnana
annars vegar og viðskipta-
bankanna hins vegar“.
Kvikmyndir
Framhald af 7. síðu.
þessa mynd. Stundum kemur
það fyrir, að farið er út fyrir
ramma kvikmyndarinnar; t. d.
grípur leikstjórinn allt í einu
inní miðja atburðarásina og ger
ir athugasemdir við frammi-
stöðu leikendanna o. s. frv.
Varla verður annað sagt en að
slík ,,triks“ takist í flestum
tilféllum með ágætum — og
svo má einnig segia um kvik-
mynidna í heild; Sjömanni hef
ur tekizt vel að skeyta saman
hina margvíslegu þætti mynd-
arinnar. Hún minnir lítið sem
ekkert á aðrar sænskar kvik-
myndina í heild; Siömanni hef-
sona, en manni virðist Sjöman
vera undir áhrifum frá Jean-
Luc Godard.
í lok kvikmyndarinnar sjá-
um við skjlti, sem á stendur
„Make love, not war“, sem er
æðsta boðorð hyppía, og mun
það eiga að vera mottó þessar
ar kvikmyndar.
Að lokum: Öllum, sem komn
ir eru á 16 ára aldur, er hollt
að sjá þessa hressilegu mynd.
Sigurffur Jón Ólafsson.
Innstæður
Framhald a 3. siffu.
bundinna innstæðna til frádrátt-
ar, en hún nam 181 millj. kr. á
árinu. Rétt er að vekja sérstaka
athygli á þessum tölum, þar
sem margir virðast vera þeirrar
skoðunar, að í innlánsbinding-
unni hljóti að felast, að Seðla-
bankinn sé sífellí að soga til sín
fjármagn frá bankakerfinu, sem
ella gæti géngið til útlána. Því
fer fjarri, að þetta hafi verið
raunin á árið 1967, þar sem
aukning bundins f.iár var aðeins
lítill hluti þess fjármagns, sem
Seðlabankinn lét penigastofnun-
um og ríkissjóði í té á árinu.
Minni innlánsbinding hefðj að-
eins leiít til þess„ að geta Seðla
bankans til að veita slíka að-
stoð hefði orðið þeim mun
minni.
Rétt er að benda hér á það,
að megintilgangur innlánsbind-
ingarinnar hefur ætíð verið sá
að gera Seðlabankanum kleift
að veita lán til forgangsþarfa og
rekstrar og hafa þannig áhrif á
skiptingu lánsfjár milli atvinnu
vega. Með endurkaupum afurða
lána og ýmiss konar annarri fyr
irgreiðslu við bankana hefur
Seðlabankinn séð mikilvægum
framleiðslugreinum fyrir rekst-
rarfé með hagkvæmum kjörum,
en vegna uppbyggingar banka-
kerfisins og mismunandi útlána-
getu bankanna, er vafasamt,
hvort hægt væri að tryggja þetta
með öðru móti. Slíka lánastarf-
semi getur Seðlabankinn því að
eins rekið, að hann fái með inn-
lánsbindingunni hlutdeild í inn-
lánsaukningu bankakerfisins.
Tölulega kemur þetta dæmi.
þannig út í árslok 1967, að
bundnar innstæður námu 1908
millj. kr., en útlán Seðlabank-
ans til banka og fjárfestingar-
lánastofnana og aðilá, annrra
en ríkissjóðs, námu 2457 millj.
kr. Bankinn haíði því í þessum út
lánum 549 millj. kr. umfram
innlánsbindinguna. Um það má
að sjálfsögðu deila, hvort þessi
milliganga Seðlabankans í útlána
málum sé nauðsynleg og hvort
hagstæðara væri fyrir banka-
kerfið og atvinnuvegina, að inn
lánsbindingin væri lækkuð að
mun, en kerfið og atvinnuveg-
ina, að innlánsbindingin væri
lækkuð að mun, en jafnframt
dregið úr þeirri miklu lánastarf
semi, sem Seðlabankinn nú rek-
ur. Slík breyting væri vissulega
í samræmi við það, sem tíðkast
í nágrannalöndunum, en aðstæð
ur eru þar á margan hátt ólíkar
og geta viðskiptabankanna til að
leysa rekstrarfjárvandamál við-
skiptalífs miklu meiri en hér á
landi.“
FASTEIGNIR
FASTEIGNAVAL
Skólavöröustig SA. — EL StæS.,
Símar 22911 og 19255.
HÖFUM övallt tU sölu örval af
2ja-6 herb, íbúöum, einbýlishús-
um og raðhúsum, fullgerðum og
t 8miðum í Reykjavík, Kópa-
vogi, Seltjarnamesi, Garðahreppi
og víðar. Vinsamlegast hafiff sam
band viff skrifstofu vora, ef þér
ætliff aff kaupa effa selja fastelga
tr
'jÖR AIASOR hcfL
Höfum ávallt til sölu úr-
val íbúða af flestum
stærðum og gerðum,
ýmist fullbúnum eða f
smíðum.
FASTEIGNA
SKRIFSTOFAN
AUSTURSTRÆTI 17: 4. HÆD SÍMI: 17466
Höfum jafnau til sölu
fiskiskip af flestum stærðum.
Upplýsingar í síma 18105 ag á
skrifstofunni, Hafnarstræti 19.
FASTEIGNAVIÐSKIPTI :
BJÖRGVIN JÖNSSON