Alþýðublaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 15
£ IRÚ/ N 1 EFTIR KAY WINGHESIER | 4 Nú varð hún skelfingu lostin. — Ég má' ekki gráta meðan þessi maður er að skoða húsið! sagði hún við sjálfa sig og velti því fyrir sér hvað hún gæti gert til að jafna sig. Þegar hún kom inn í gamla bókaherbergið hrökk hún við. Hún hafði gleymt því að Felix hafði boðizt til að gera skrá yfir bækurnar, tekið þær allar út úr hillunum og hætt starfinu í miðj- um klíðum. Hún flýtti sér í slopp, batt klút yfir hárið á sér og fór að setja bækurnar í hillurnar án tillits til reglu eða bókarheita. Bækurnar voru rykugar og starfið var erfitt. Hún var langt því frá búin, þegar barið var í gluggann. Fyrir utan stóð háVax- inn grannur ljóshærður maður og var mjög reiðilegur. Melita hrökk við. Var þetta Simon Ald- ridge? Og hvar var Jim? Hún gekk að glugganum og opnaði hann og maðurinn hróp- aði erfiðlega: — Loksins sé ég eitt.hvert lífsmark! Thurlow gat ekki farið með mér, en hann sagði, að ungfrú Manby ætti von á mér. Ég heiti Simon Áldridge. Vitið þér að ég hef lamið á úti- dyrnar í fimm mínútur. — Afsakið .. byrjaði Melita. — Hvílíkt ryk og drulla! sagði liann. — Á þetta að heita bóka- herbergið? Jæja, það skiptir engii máli. Segið ungfrú Man- bym að ég sé kominn. Melita var of hissa til að geta talað. Þetta var áreiðan- legá ókurteisasti og leiðinleg- asti maður í heiminum. Svo kom hún auga á' sjálfa sig í speglinum. Sloppurinn var kámugur og hún var óhrein. Hún fór inn í eld- húsið þar sem frænka hennar og þau hin voru að drekka te. — Klara frænka, maðurinn er kominn. Simon Aldridge! Og hann segist hafa bankað hér í fimm mínútur en enginn heyrði til hans. — Er það? Við heyrðum ekki hringja, sagði Klara frænka. — Ég verð víst að sýna honum hús- ið meðan þú lagar þig til. Það er meira að sjá þig, Melly! — Hvað varstu að gera? — Hreinsa bókasafnið, sagði Melita stutt í spuna. — Hann sá mig og hélt að ég væri vinnu- konan. — Ég skil það vel, sagði frænka hennar hlæjandi, — en þú getur útskýrt það fyrir hon- um seinna. — Það geri ég ekki! sagði Melita. — Hann var ókurteis við mig! Þú skalt sýna honum húsið og segja honum að frk. Manby sé ekki heima. — Eins og þú vilt. Þau litu á Melitu meðan hún reif klútinn af hárinu og byrj- aði reiðilega að þvo sér við eld- húsvaskinn. — Fyrr eða síðar kemst hann að því, hver þú ert, sagði Ad- ele. Melita stirðnaði upp, svo minntist hún frekjulegs munn- svipsins og köldu, gráu augn- anna sepi horfðu gagnrýnandi á allt sem þau sáu. — Kannski ef hann kaupir húsið, sagði hún reiðilega, — en ég býst ekki við að hann geri það. Hann talaði þannig til mín, að ég veit að hann hélt að ég væri ein af stelpunum úr þorp- inu. Ég vil ekki gera honum það til geðs að láta hann vita, að ég er eigandinn. ÞRIÐJI KAFLI. Melita læddist upp í herbergi sitt eins fljótt og hljóðlega og liún gat. Hún heyrði frænku sína tala niðri á ganginum og þurrlega rödd Simons Alridge. Þegar liún kom upp á her- bergið settist hún á rúmstokk- inn og barðist við tárin. Leið fólki svona, þegar átti að selja heimili þess? Hvað átti hún að gera, þegar búið væri að selja Mill-húsið? Átti hún að leita sér að vinnu? Eða átti hún að taka tilboði Jims og láta hana sjá um hana um aldur og ævi? — Ef ég gæti aðeins hætt að hugsa um þetta, andvarpaði hún og klæddi sig í reiðbuxur og þægilega peysu. Hún hafði rétt tíma til að koma á hestbak fyr- ir mat. Hesthúsið var tómt, en gam- all vinur föður hennar, Róbert Lacey lánaði henni hryssuna sína, þegar hún vildi. Melita faldi sig í skugganum af tröppunum, því að Símon Lacey stóð þar eins og hann gæti ekki hugsað sér að fara frá húsinu. — Kannski langar yður að skoða húsið einn, herra, sagði Klara frænka. Melita roðnaði af reiði. Hvers vegna rak hún hann ekki í burtu í stað þess að smjaðra svona fyrir honum? — Nei, þakk fyrir, það held ég nú ekki, sagði Símon Ald- ridge með sinni djúpu rödd. — Mér lízt mjög vel á húsið, en ég hafði vonað að frk. Manby yrði heima, þar sem hún átti von á mér. En við hittumst seinna, svo ég fer bara núna. Melita var enn rjóð af reiði, þegar hann kom út fyrir. Hvers vegna var henni annars svona illa við mann, sem hún hafði séð í svip og naumast talað við? Forvitnin kom henni til að leita að honum. Hann stóð við bílinn og horfði á húsið. Ástúð- arsvipur blandinn hrifningu var í andliti hans. Svo steig hann inn í bílinn og ók á brott. Melita fór inn til frænku sinnar. — Hvað sagði liann? spurði hún hikandi. — Hann vill kaupa húsið, vina mín og er ákveðinn í að gera það, sagði frú Bayfield ánægð. Mér lízt afar vel á hr. Aldridge. Ég var rétt að enda við að segja Felix og Adelu, að ég héldi, að það yrði gott að vinna hjá hon- um. — Ætlarðu virkilega að ger- ast ráðskona? — Já, mér lízt vel á það. — Hvers vegna heldurðu, að hann vildi ráða ykkur? — Vegna þess, sagði frú Bay- field, — að mér virtist allt benda til þess, að hann vilji fá húsið með starfsfólki og öllum inn- búnaði. — En sú frekja, sagði Melita. — Með starfsfólki? spurði Peter Bull um leið og hann kom inn. — Hvað vill hann fá marga? — Þú gætir fengið margt verra en vinnu hér, Peter Bull, sagði Klara frænka. ,— Ég er búin að segja honum að ég vilji gjarn- an vera hérna áfram. Ef hann vill fá mig sem ráðskonu, verð ég hér. — Hvernig geturðu það Klara frænka? veinaði Melita. Innst inni hafði hún vonað að frænka hennar neitaði að hugsa um heimili fyrir nokkurn annan. Hún hafði að minnsta kosti al- drei búizt við að hún gerði það svo feginsamlega. — En ég verð að fá mér vinnu, vina mín, sagði frú Bayfield. — Ég á hvergi heima og kann ekki annað en hússtjórn og matar- gerð. — Mér lízt vel á þetta, sagði Peter Bull. — Þið eruð bæði bjánar, — sagði Melita þrjózkulega. Hann hættir við að kaupa húsið, þegar hann kemst að því, hvað það er dýrt að lagfæra það og reka það. Hvort sem hann er ríkur eða, ekki, hefur hann ekki efni á að henda peningunum sínum í vit- leysu eins og svoleiðis og svo þarf hann mun f jölmennara starfslið. Svo fór hún. Hún skammaðist sín, því að hún vissi að þeim hafði sárnað þetta. Hún stytti sér leið yfir engin og það fór hrollur um hana við tilhugsun- ina um, að fljótlega ætti hún að hitta Símon Aldridge aftur. FJÖRÐI KAFLI. Þegar Melita var búin að borða, fór hún að þvo upp, en frú Bayfield sagði við hana: — Farðu nú og þvoðu þér og klæddu þig í fallegan kjól, elsk- an min. Ef hr. Aldridge kemur aftur, verður þú að tala við hann. — Ég held nú ekki, sagði Mel- ita. — Ég ætla að gera hreint í bókaherberginu. Jim Thurlow getur séð um Aldridge. Svo þaut hún út úr eldhús- inu. — Ég er viss um að hún vill ekki selja honum húsið, sagði K.F.U.M. UM HÁTÍÐARNAR: Skírdag kl. 8.30 e.h- Almenn samkoma í húsi félagsins við Amtmannsstíg. Geirlaugur Áma son og Sigursteinn Hersveins- son tala. Föstudaginn langa: Kl. 10,30 f. h. Sunnudagaskólinn við Amt- manntsstíg. Kl. 8,30 e. h. A1 menn samkoma. Baldvin Stein dórsson talar. Páskadag: Kl. 10,30 f. h. Sunnu dagaskólinn Amtmannsstíg. nrengjadeildirnlar Langagerði 1 og í Félagsheimilinu við Hlaðbæ í Árbæjarhverfi. Barna samkoma í Digranesskóla við Álfhólsveg í Kópavogi. Kl. 10.45 fj h. Drengjadeildin Kirkjuteigi/ Kl. 1.30 e. h. Drengjadeildin Holtavegi. Kl. 8,30 e. h. Samkoma í húsi fé- lagsins við Amtmannsstíg. Ást ráður Sigursteindórsson, skóla- stjóri, talar. 2. páskadag: Kl. 1,30 e. h. Drengjadeildirnar við Amt- mannsstíg. Kl. 8,30 e. h. Al- menn samkoma í húsj félags- ins við Amtrrvmnsstíg. Séra Sig urjón Þ. Árnason talar. Æsku- lýðskór K.F.U.M- og K. syngur. Allir velkomnir á samkomurn- Réttingar Ryðbæting Bílasprautun. Tímavinna. — Ákvæðisvinna. Bílaverkstæðið VESTURAS HF. Ármúla 7. — Sfml 35740. SKOLPHREINSUN úti og inni Sótthreinsum að verki loknu. Vakt allan sólarhringinn. Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir. Góð tæki og þjónusta. R Ö R V E R K sími 81617. FERDASKRIFSTOFA ./ RÍKISIIVS IÐNSÝNINGIN HANNOVER 1968. 87/4 — 5/5. Á Hannover iðnsýningunni sýna yfir 5 þús. fyrirtæki frá 30 löndum allar helztu nýjungar í iðnaði og tækni. Þeim sem hafa í hyggju að heim_ sækja þessa merku kaupstefnu vilj- um við vinsamlega benda á að hafa samband við oss sem fyrst varðandi nánari upplýsingar, flugfarseðla, að- göngukort og aðra fyrirgreiðslu. Einkaumboð Hannover Messe á ís- landi, Ferðaskrifstofa rikisins, GimB - Lækjargötu. Sími: 11540. HELZTU VORUTEGUNDIR: Járn, stál og aðrir málmar, mynda- vélar og ljósmyndatæki, lækninga- tæki, alls konar verkfæri, raf_ magnsvörur, raflagnaefni, heimilis_ tæki, sjónvarps- og útvarpstæki, el- ectronisk tæki, raflampar, lampa- skermar, raftæki, tæki fyrir bygg_ ingariðnað, byggingarefni, dælur. skrifstofuvélar, glervörur, gjafavör- ur, skartgripir, úr, klukkur, borð_ búnaður, plastvörur og þungavinnu_ vélar. ÍKJARGÖTU 3, REYKJAViK, SÍMt 11540 10. apríl 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIO jj;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.