Alþýðublaðið - 10.04.1968, Blaðsíða 4
HEYRT&> '■
SÉD 1
Keiuislukonan
gaf nemendum
sinum eiturlyf
Ákveðið hefur verið að nemendur í einum af unglingaskólum
Kaupmannahafnar skuli nú fá fræðslu um eíturlyf og áhrifin af
neyzlu þeirra. Verður Jiað gert vegna þess að upp hefur komizt
að ein kennslukonan, sem reyndar er kennaranemi, hefur boðið
nokkrum nemendum heim til sín og boðið þeim upp á hashish
að reykja.
á snoðir um hvað var að ger
ast fór hann beina leið til lög
reglunnar en ákvað síðan að
í skólanum yrðu haldnir fyrir
lestrar um eiturlyf til þess að
gera nemendunum Ijósa grein
fyrir áhrifum þeirra.
Kennslukonan var handtek-
in rétt fyrir síðustu helgi og
var hún úrskurðuð í 14 daga
gæzluvarðhald. Hún fór strax
fram á að vera látin laus þar
sem hún væri fráskilin og
ætti þriggja ára dóttur sem
hún þyrfti að hugsa um, en
lögreglan var ekki á að sleppa
bráðinni. Hétt á eftir var vin
ur stúlkunnar, 21 árs gamall,
handtekinn og viðurkenndi
hann að hafa reykt hashish og
tekið inn LSD tíu sinnum á
síðustu tveimur árum og einn
ig viðurkenndi hann að hafa
útvegað öðrum þessi lyf.
Við yfirheyrslu viðurkenndi
kennslukonan að hafa tekið
nemendurna með sér heim og
gefið þeim umrætt efni að
reykja, en «r hún var spurð
hvernig henni hefði dottið
slíkt í hug kvaðst hún ekki
geta gert sér grein fyrir bví-
Hefði hún hugsað mikið um
hvers vegna hún hefði gert
þetta, en ekki komizt að
neinni niðurstöðu.
Nú sitja skötuhjúin bak við
lás og slá og rannsókn á máli
þeirra er hafin, en nemendurn
ir í unglingaskólanum fá von
andi þá fræðslu sem nægir til
að halda þeim frá slíkum hlut
um framvegis.
B RIDGESTON E
»
|----------—------------
4 10. apríl 1968 — ALÞYÐUBLAÐIÐ
Stúlkan, sem er 22 ára, var
við æfingakennslu í skólanum
og tók hún að sér að hjálpa
nemendum 2. og 3. bekkjar
unglingaskólans að æfa skóla
leikrit. Eflir æfingar bauð hún
nokkrum nemendum heim í
íbúð sína og þar undu þau við
að reykja þessa hættulegu
jurt, og lánaði kennslukonan
nemendunum pípur til að
reykja úr og gaf þeim að sjálf
sögðu það sem í þær var lát-
ið- Gerðist þetta tvisvár á síð
astliðnum tveimur vikum.
Þegar skólastjórinn komst
□ Austurríska kvikmynda-
ltikkonan Komy Schneider er
nú i London, þar sem hún er
að leika í nýrri kvikmynd. Tvö
ár eru nú síðan Komy giftist
þýzka kvikmyndaleikstjóran-
um Harry Meyn og síðan hef-
ur hún ekki leikið. Kvikmynd
in, sem Bomy er að leika í,
i heitir „Oteley', og leikstjór-
I inn er Bruce Curtis. Mótleik-
| ari Romy sem er með henni í
. myndinni er Tom Courtney.
„TIL SÓLARLANDA"
Kl. 21 að kvöldi laugardags fyrir páska
flytur íslenzka sjónvarpið fjörutíu mínútna
þátt, sem verður í léttum og „vor“-legum dúr
og ástæða er til að vekja frekari athygþ á.
Nefnist hann „Til sólarlanda" og eru flytj-
endur Þjóðleikhúskórinn ásamt þeim Árna
Tryggvasyni, Huldu Bogadóttur, Hjálmtý
Hjálmtýssyni og Ingibjörgu Björnsdóttur.
Leikstjóq og kynnir verður Klemenz Jóns-
son, en hljómsveitarstjóri Carl Billich.
Myndin er úr þættinum ,,Til sólarlanda“.
Gifti mkj
Brezka dægurlagasöngkonan
Lulu, sem nú er 19 ára, er
ekki. alveg á því að ganga í
það heilaga næstu árin. Segist
hún halda að hún gifti sig
ekki fyrr en hún verði orðin
25 ára, þá þegar hún sé gift
ætli hún að eignast fjögur
börn.
Lulu er alveg á móti því að
gifta sig hjá dómara, hún vill
„gamaldags" brúðkaup.
„Eji það þýðir ekki að ég
vilji gifta mig í hvítum kjól
með slör. Það getur alveg eins
verið að ég verði í mini-pilsi
eða baðfötum" segir hún.
Þegar Lulu var spurð hvort
hún hefði orðið ástfangin
kvað hún það hafa gerzt einu
sinni og það hefði tekið sig
heilt ár að komast yfir það-
LULU.
Lulu fæddist í Skotlandi og
hennar rétta nafn er Marie
Lawrie. Þegar hún var fimm
ára vann hún fyrstu verðlaun
eftiróár
í söngkeppni og þegar hún var
níu ára hóf hún að koma fram
með hljómsveit. Þegar hún
var 14 ára fékk klúbbeigandi
í Glasgow augastað á henni og
áður en langur tími leið var
Marie litla komin til London
og farin að skemmta þar og
nefndist LULU.
Lulu fékk hlutverk í kvik
myndinni ,,To sir — with love“
þar sem hún lék með Sidney
Poitier en aðallagið í þessari
mynd skaut Lulu upp í efsta
sæti vinsældalistans í Banda-
ríkjunum- Vinsældir sínar í
Bretlandi öðlaðist Luln eftir
að platan „Dreary days and
nights“ og „The boat that I
row“ kom út og nýjustu plöt
ur Lulu þarf víst ekki að
kynna þeim sem fylgjast með
þessum hlutum.
flugfreyjur
30. marz s-I. lauk 6 vikna flugfreyjunámskeiðj hjá FÍ og birtist þessi mynd í Faxafréttum af hinum
nýútskrifuðu flugfreyjum. Kristín Snæhólm sá um stjórn námskeiðsins. í Faxafréttum er þess getið
að 1. apríl s.l. hafi tvær ungar stúlkur, Bryndís Guðmundsdóttir og Sigríður Skaftfell unnið sér
réttindi sem 1. flugfreyjum eftir þriggja ára starf. 9 sútlkur aðrar hafa þetta starf
hjá Flugfélagi íslands.
höndum
t