Alþýðublaðið - 23.04.1968, Qupperneq 2
EG£Sll£I>
Bltstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 —
14903. - Auglýsingasími: 14906. — Aðsctur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu,
Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald fcr.
120,00. - I lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf’.
MEÐFERÐ UTANRÍKISMÁLA
Um langt árabil má segja, að
meðferð Alþingis á utanríkismál
um og hlutur þingsins í stjórn
þeirra hafi verið ófulinægjandi.
Fundir voru sjaldan haldnir í ut
anríkismálanefnd og umræður
■um gang mála á þessu sviði fá-
ar.
Orsaka þessa ástands er að
leita í kalda stríðinu. Vegna hinna
hÖrðu átaka, sem þá urðu, og
hinnar taumlausu tortryggni, sem
myndaðist, varð meðferð utan-
ríkismála eins og raun bar vitni.
Vonlaust var að fá málefnaleg-
ar umræður á Alþingi, sem að
gagni mættu koma. Þar bar mest
á ofstæki og áróðri; þegar minnzt
var á þessi mál.
Nú er ástand mun betra á þessu’
sviði. Emil Jónsson hefur tekið
upp náið samstarf við utanríkis-
málanefnd og er því treyst, að
menn bregðist ekki nauðsynlegri
trúnaðarskyldu. Þá hefur Emil
flutt þinginu skýrslu um málefni
Atlantshafsbandalagsins og vam-
arliðsins. Er það að vísu aðeins
hluti af utanríkismálum okkar,
en skýrslan gæti orðið upphaf af
meiri og víðtækari skýrslugerð
ráðherra til Alþingis og þarmeð
meiri þátttöku þi’ngmanna í mót
un utanríkisstefnu.
í skýrslu Emils í síðustu viku
kom greinilega fram, að ríkis-
stjórnin hefur ekki fyrirætlanir
um að segja ísland úr Atlantshafs
bandalaginu, eins og nú standa
sakir, og áformar heldur ekki að
segja upp varnarsamningnum.
Enda þótt aðstæður hafi mjög
breytzt á síðustu misserum og
friðsamlegra sé í Evrópu en um
langt skeið, telur stjórnin enn
ekki tilefni til að breyta þessum
grundvallaratriðum utanríkis-
stefnunnar.
Samt sem áður telur stjórnin
sjálfsagt. að staðai íslands sé vand
lega athuguð með tilliti til
breyttra aðstæðna, og á það ekki
síður við um varnarmálin, eins
og fram kom í stef’nuyfirlýsingu
stjórnarinnar á síðasta hausti.
Hins má minnast, sem Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra
benti rækilega á, að ástand heims
mála er enn ófriðlegt. í þeirri á-
lyktun um Viet Nam, sem Efri
deild samþykkti, er fullyrt að ó-
friðurinn þar geti.hvenær sem er
orðið að heimsstyrjöld. Gefur sú
staðreynd ástæðu til nokkurrar
gætni, enda þótt nauðsynlegt sé
að skilja afleiðingar þeirra breyt
inga, sem stöðugt verða í heims-
málum.
Nú ríkir annar andi í þessum
málum á Alþingi en áður var, þótt
einstaka maður tali enn eins og
í kalda stríðinu. Er því von til,
að eðlilegar umræður þingsins
um utanríkismál geti komið að
raunverulegu gagni og verið
meira en hatramur áróður, eins
og til skamms tíma hefur verið.
Vald Poulsen hf. Suðurlandsbr. 10
SUÐURLANDSBRAUT 10
FENNER-V reimar
Reimskífur
Flatar reimar
BOLTAR, SKRÚFUR,
RÆR
KRANAR allsk.
Fittings sv. og galv.
Sendum gegn
Póstkröfu.
VALD. POULSEN!
KLAPPARSTÍG 29 - SÍMAR: 13024 -Í5235
SUÐURLANDSBRAUT 10 - : 38520 - 31142
Karlakérirm
ÞRESTIR
HafnárflrSi.
Sfíinsöngvar
Karlakórinn heldur srmsöngva í Bæjarbíói, þessa daga:
Þriðjudag, 23. apríl kl. 9,
miðvikudag, 24. apríl kl. 9,
föstudag, 26. apríl kl. 9 og
laugardag, 27. apríl kl. 5.
Söngstjórn: Herbert Hriberschek Ágústsson.
Undirleikur: Skúli Halldórssan (píanó) Pétur Björnsson
(bassi) Karl Fabrí (slagverk)
Einsönguf: Ólafur Eyjólfsson.
Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlun Böðvars Sigurðssonar,
Strandgötu, Hafnarfirði, og við innganginn.
Karlakdrinn ÞRESTIR
Áskrifftasími Alþýðubiaðsins er 14900
Brefa—
KASSINN
UM þessar mundir er mlkið
rætt um umferðarmál og hvar
menn eiga að skilja eftir bíla
sína. Svo er að sjá sem bilar
séu að verða aðalatriði málsins,
en mannfóJkið eigi að víkja fyrir
þeim - sem það sannarlega gerir.
Það er ágætt að finna út ný
bílastæði. en mig hefur lengi
furðað á því hve lítið er um
að teknir séu skemratilegir stað
ir og þeir gerðir þannig úr garði
að þægilegt sé fyrir fólk að
vera þar.
Ég'-skal skýra þessar hugmynd
ir nánar.
Vjð eigum fin veitingahús
inni í borginni, en staður eins og
Klöppin héma framan við Skúla
götuna er 'höfð fyrir tanka og
smurningsstöð fyrir bíla. Orfiris-
ey var gerð að hafnarsvæði, og
ofan á vöruskála sem nú á að
reisa við höfnina á að setja bíla
stæði. Á öllum þessum stöðum
mundi hafa verið hentugt stæði
fyrir veitingaskála þar sem fólk
gæti setið og virt fyrir sér vítt
og fagurt útsýni.
Mér er óskiljanlegt hvers
vegna sjónarmið mannsins
sjálfs, þetta sem honum er til
gleði, er svo oft látið víkja
fyrjr einhverju hagrænu sjónar
miði.
Þetta er þó ekki öll sagan.
Hvergi í Reykjavík er útiveit
ingastaður.
Þetta hefur verið reynt, en
alls staðar lagzt niður vafataust
sakir hinnar ótryggu veðráttu,
því að sumur á íslandi geta
naumast talizt sumur, þau eru
oft bara eins og svalir haustdag
ar annars staðar í Evrópu.
En á þessu öllu mætti ráða
bót. Útivistarstaður af þessu
tæi með veitingaaðstöðu þyrfti
að vera með skjólveggjum að
einhverju leyti og að nokkru
leyti undir gleri. Þetta þyrftl
að vera einskonar ,,gróðurhús’*
eða „vermireitur”.
Það stendur ekki á að byggja
slík hús fyrir gróður.
Hver.s vegna taka ekki okkaf
ágætu arkitektar sig tit og skipu
leggja slíkan stað? Hann gæti
verið inn í Laugardal.
Sá sem levfir .sér að horfa
til framtíðarvnar hlýtur að sjá
að slíkir staðir muni verða al-
algengir á ístandi í framtíð-
inni. Þeir einir geta bætt okk
ur udd svöl sumur og rysjótta
tíð. Stundum er sterkt sólskin
en eneinn friður fyrir stormi,
en á beim yrði alltaf sumar þeg
ar bara er sólskin.
Á þessum stað þyrfti að vera
Framhald á bls. 14.
2 23. apríl 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ