Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 15
tal var þegar gengið of langt til að hún gæti sagt það, sem hún eiginlega hafði ætlað að segja. — Má ég fara? spurði hún þreytulega. Svo gekk hún út í eldhúsið án þess að bíða þess, að hann svaraði henni. — Hver sagði honum, að ég ætláði að fara að gifta mig? spurði hún, þegar hún kom út í eldhúsið. Það kom henni á óvart, hvað aíiir virtust fara hjá sér. Allir nema Laureen. Þetta virtist ekki fá' á hana. — Ég lief ekki hugmynd um það, sagði hún, geispaði og var einstaklega sakleysisleg. NÍUNDI KAFLI. i Jim kærði sig hreint ekki um nýja fyrirkomulagið, og hann fór heldur ekki dult með það. Melita hitti hann næst, þegar liún kom til Redbourne. Hann var á Ieiðinni frá skrifstofunni sinni. Hún hafði óþægilegt hug- boð um, að þessi fundur þeirra yrði ekkert sérlega skemmtileg- ur. — Melly! Hvers vegna sagð- irðu mér ekki, að þú kæmir til bæjarins í dag? sagði hann um BELTI og BELTAHLUTIR áBELTAVÉLAR KeSJur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhiól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara ó hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 —SlMI 10199 leið og hann sá hana. — Við hefðum getað borðað saman! Hann horfði á hana. Hún var ■þHreytuleg; þreytt og svolítið þrekuð. Hár hennar var úfið og hún var í gömlu síðbuxunum og blettóttri peysu. Hann stóð sig að því að óska, að hún vandaði klæðaburð sinn betur, og andartak ímyndaði hann sér hana jafn velklædda og velsnyrta og Laureen var jafnan. En hann kærði sig ekki um- þessa sýn; hún var einhverh veginn röng. — Ég slapp ekki svo snemma, Jim, sagði hún. Hann andvarpaði og tók í liönd hennar. , — Jæja, þá' fáum við okkur te einhvers staðar. — Ég hef ekki tíma til þess, Jim, umlaði hún. En hún þarfn- aðist teboila, og gekk því með honum til The Copper Kettle. — Hvernig gengur það hjá ykkur, Melly? spurði liann. — Er eitthvað að? — Já, Laureen, játaði hún. Það þýddi engu að leyna, Jim. Hún sagði honum frá síðustu tilraun Laureen til að afla fjár, með því að taka Simon Ald- ridge sem leigjanda. — Hefurðu ekki enn sagt hon- um, hver þú ert? — Nei, og það geri ég aldr- ei! Ég mundi gera mig að enn- þá meira fífli, ef ég gerði það — eins qg ég hef farið með hann. Jim virtist óánægður. — Þú ættir að segja honum það, Melly — hitt er svo heimskulegt. — En drottinn minn dýri — Jim, sagði Melita æst. — Hann kaupir bara húsið okkar — og búið. Hvers vegna skyldi ég vera neydd til að segja honum allt. — Hver biður þig um það? sagði Jim blíðlega. — Ég bið þig bara um að Ijóstra málinu upp, áður en það verður of óþægi- legt fyrir þig. Þú ert neydd til að undirrita samninginn. — Hvers vegna? spurði hún. Samningurinn verður sendur í pósti, ekki satt? Við þurfum ekki að safnast saman í kring um hringborð, er það? Hann andvarpaði. — Allt í lagi — gerðu eins og þér þókn- ast, en segðu ekki, að ég hafi varað þig við, Melly. Það verð- ur óþægilegt fyrir þig einn góð- an veðurdag — fyrir ykkur Laureen báðar, því, ef þú held- ur, að Símon Aldridge hlæi bara að þessu, þá skjátlast þér. — Fyrir utan það, þá er önn- ur hlið á’ málinu, sagði húp. Ég verð að þjóna honum, og það er ekki mjög skemmtilegt að leika eldastúlku. — Melly, af hverju geðjast þér svona illa að honum? spurði Jim. — Ég veit það ekki, svaraði hún stutt í spuna. — Það er bara svona. Jim vissi, að það var gagns- laust að reyna að fá Melly til að segja eitthvað um þetta. — Hvenær sjáumst við aft- ur? spurði hann. — Ég veit það ekki, Jim, sagði hún. — Eg er svo þreytt á kvöld in, að ég get sofið tímunum saman. — Það eru leiðindin sem þreyta þig, sagði hann hvasst. Það er ólíkt þcr að tala svona, Melly. Komdu út að dansa eitt- hvert kvöldið, þú hefur gott af því. í kvöld, Melly — hvað segirðu við því? Augnablik kom dreymandi glampi í augu hennar. Það yrði dásamlegt að klæða sig í fín föt og fara út að dansa með Jim. Hann var svo aðlaðandi og myndarlegur, maður, sem hún gat verið stolt yfir að sjást í fylgd með. En innri rödd aðvar- aði hana. Þegar hún væri komin í faðm Jims og dansaði við hann, þá mundi hann biðja hennar aft- ur. Hana hryllti við tilhugsun- ina. — Ég vildi það gjarnan, Jim, en ég get það alls ekki. Ég er of þreytt. Hvers vegna ferðu ekki út með Laureen í stað- inn? EKKERT HAPPDRÆTTI NEMA HAPPDRÆTTI D.A.S. BÝÐUR VINNING Á KR. MILLJONIR á einn mifta STORVIIMIMIISIGAR ÍBÚÐIR BiFREIDAR HÚSBÚNADUR ÍBIÍD og minnst 5 BÍLAR í hverjum flokki Heildarver&niat! vinnin^a kr. 35.095.000.00 Mánaöarverö miðans kr. 75.00 ÁrsiDifiinn kr. 900.00 Tala útgefinna mifia óbreytt Endurnýjun ársmiða og Mksmiða he.it 18. apríl Smellið hylkinu I vólino, fostið flashkubbinn og takið fjórar floshmyndir áfí }>«ss að skipta um p*ru. I s 3 GÓÐAR FERMINGARGJAFIR FRA KODAK Kodak Instamatic 25, Kodak Instamatic 104, Kodak Instamatic 224,' kr. 497.00 kr. 994.00 kr. 1629.00 Þrjór Instamatic myndavélar, sem allar Tiota nýju flash- kubbana og hin auðveldu Kodak-filmuhylki. Allar vélarnaf eru fóanlegar í gjafakössum. HANS PETERSEN" SÍMI 20313 - BANKASTRÆTI 4 23. apríl 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÖ ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.