Alþýðublaðið - 28.04.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.04.1968, Blaðsíða 2
 [MMMÞ Ritstjórar: Krlstján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: AlþýBuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. 34.000 MANNS Jónas Haralz, forstjóri Efna- hagsm.stofnunarinnar, hefur flutt á þingi iðnrekenda fróðlegt er- indi um fjölgun íslenzku þjóðar- innar næstu tvo áratugi og vanga veltur um atvinnumöguleika. Jónas benti á, að á árunum fram til 1985 mundi fjölga um 34.000 manns á vinnumarkaði hér á landi. Væri þetta mun meiri fjölgun en áður, <og hafi aukningin 1945-65 verið 20.00 en 1925-45 aðeins 10.000. Vanda- mál íslenzkra atvinnuvega á riæstu árum verður því ekki sízt að finna arðbæra atvinnu fyrir þetta fólk, þannig að áframhald- andi hagvöxtur verði í landinu en ekki stöðnun og atvinnuleysi. Atvinnulífi má skipta í þrjú svið. Hið fyrsta eru frumgreinar þjóðarbúskaparins, hér fiskveið- ar og landbúnaður. í þeim hefur mamfmmmmmamm orðið mikil fækkun undanfarna áratugi, enda þótt afköstin hafi stóraukizt. Telur Jónas að fjöldi fólks í þessum atvinnugreinum muni nálega standa í stað næstu tvo áratugi. Annað svið atvinnulífsins er úrvinnsla, það er' fiskiðnaður og ýms önnur framleiðsla úr hrá- efnum, svo og raforkuframleiðsla og samgöngur. Á þessu sviði hef- ur fjölgað úr 5.800 árið 1910 í 31.400 árið 1960. Þriðja sviðið eru þjónustugreinar margskonar, en með batnandi lífskjörum fólks ins verður jafnan stóraukin þörf fyrir þær. Hefur aukning þeirra hér einnig verið mjög mikil. Jónas Haralz telur, að aukning atvinnu hér á landi fram til 1985 verði tað gerast langmest á öðru og þriðja sviðinu, í úrvinnslu og þjónustu. Verði að skipta hinni 34.000 manna aukningu vinnu- markaðarins þar á milli,. ef vel eigi að fara. Telur hann, að stór- iðja muni vart taka nema brot af þessu fólki, heldur verði að byggja útflutningsiðnað fyrst og fremst á hugkvæmni, dugnaði og menntun fólksins í landinu. Til að slíkur útflutningur geti átt sér stað verði ísland þó að ganga í EFTA til að tryggja tollfrjálsa markaði fyrir vörur. Jónas benti í ræðu sinni á, að þessi framvinda mundi verða í fullu samræmi við þróun flestra landa, sem eru okkur skyldust og búa við bezt lífskjör. Hins veg ár hafi ekki gefizt vel 'að byggja um of á frumgreinum en van- rækja úrvinnslu og þjónustu. Það var hollt fyrir iðnrekendur að heyra þennan lestur og hefur án efa glatt þá í erfiðleikum líð andi stundar. Samt hefði verið öllu meiri þörf að flytja þennan boðskap yfir leiðtogum frum- greinanna, sem margir eru tor- tryggnir út í slíkar kenningar og telja þær settar fiskveiðum og landbúnaði til hofuðs. Svo er þó ekki. Á tækniöld getum við ekki búið við atvinnuskiptingu liðins tíma. Að nda tóninn þáttur í starfi leikhússins. En. prófessors og Sigurðar Líndal regluleg íslenzk ópera verður forseta Bókmenntafélagsins út aldrei stofnsett af aðkomufólki, ÞAÐ er jafnan einkennileg reynsla þegar eitthvað sem maður segir eða skrifar er tek- ið þveröfugt við það sem fyrir manni vakir, orðanna hljóðan og samhjengS málsins. En ó- títt er það ekki og venst eins og annað. Nýlegt dæmi um þess háttar lesti'arlag getur að líta í grein um „söngleikastarf Þjóðleikhússins” sem þjóðleik- hússtjóri hefur sent öllum blöðunum til birtingar; þar er verið að kvarta undan þeim við- tökum sem sýning óperunnar Ástardrykksins eftir Donizetti fékk í Tjarnarbæ í iiaust. Þjóð- leikhússtjóri segir m. a.: „Og gagnrýnand; Alþýðublaðsins spyr: Gæti ekki nákvæmlega sams konar starfsemi rúmazt í Þjóðleikhúsinu?” Það verður ekki annað séð en að honum sé alveg ókunnugt um að í Þjóðleikhúsinu hafi nokkurn tíma verið uppfærð ópera.” En í umsögn þeirri um sýningu óperunnar, hér í blaðinu 22an nóvember s.l., sem þjóðieikhús- stjóri vitnar til, sagði svo full- um stöfum: * „Fyrsta sýning Óperunnar í ' Tjarnarbæ hlýtur hins vegar að' vekja upp, svo eftir verði tek- ið, þá spurningu hvort þessi starfsemi eigi ekki annars stað- ar betur heima en í hinu af- lagða bíóhúsi liáskólans við Tjörnina. Gæti ekki nákvæm- lega sams kojiar starfsemi rúm- azt í Þjóðleikhúsinu? Væri ekki unnt að vekja og hagnýta til sömu nota þar hinn sama á- huga söngvara, tónlisíar- og leikhúsmanna, og síðast en ek.ki sízt óperuvina meðal almenn- ings, sem nú héfur hrint Óper- unni af stokkunum?” Hér .var sem sé alls ekki ver- ið að halda því fram að nein nýjung væri að óperusýningum hér á landi. Um hitt var verið að ræða hvers vegna Þjóðieik- húsið stæði enn í sporum ,,l'raufryðjandans” eftir átján ár, án þess að upp sé kominn svo mikið sem vísir að réglu- legum innlendum óperuflokki, sem haldi upp sýningum undir innlendri leikforustu, með inn- lendu söngfólki einnig í aðal- hlutyerkum. Gestaleikir eru góðir og sjálfsagðir, heimsókn- ir erlendra leikstjóra, ieikara, söngvara, tónlistarmanna. og samstarf við þá, nauðsynlegur ekki einu sinni vísir hennar, neitt frekar en aðfengnir leik- stjórar Isj-aa vanda innlendrar leikforustu. Fiokltur sá sem nefnir sig Óperuna virtist minnsta kosti stíga spor í rétta átt með sýningu Ástardrykks- ins í haust. Ég skal engan dóm leggja á það hvort flokkurinn eigi framtíð fyrir sér, hef raun- ar ekki trú á að það verði nema í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Og í grein minni í haust yar verið að spyrja um listræna forustu Þjóðlieikhússins, starf- ið innan þess eigin veggja og samstarf þess við áhugasaman almenning um íslenzka léik- og söngmennt. Fróðlegra væri að sjá þjóðleikhússtjóra ræða þær spurningar en tíunda enn eitt sinn óperu- og óperettusýning- ar Þjóðleikhússins undanfarin ár. Annáð dæmi þeirra sem allt skilja öfugt sem þeir lesa, vilja kannski ekki annað, gat að lesa í „staksteinum” Tímans á sum- ai'daginn fyi'Sta. Þar er ágrein- íngur Halldórs Halldórssonar af ritstjórn Skírnis hafður fyrir átyllu til að koma fram óvið- felldnum -dvlgjum um bók- menntaverðlaun blaðanna, silf- | urhestinn, sem til var stofnað | í fyrra, og afstöðu mína til 1 verðlaunanna í ár og í fjTra: | „Eins og kunnugt er hefur hesturinn verið veittur tvisvar, I en í bæði skiptin hefur Ólafur \ haft mikil á'hrif á úrslitin | og haldið mjög fram einum manni og einni bókmennta- | stefnu. í fyrra skintið hafði g Guðbergur Bei’gsson næstum ■ borið sigurorð af Snorra Hjart- | arsyni, og vai'ð að kjósa tvisvar i áður en Snori'i sigraði, en í | Framhald á bls. 14. KJAU-ARI Bréfa— KASSINN ATVINNUMÁL Ungt fólk á ísiandi heyrir stundum eldi-i menn nefna hina og þessa hluti, nota hin og þessi orðatiltæki sem því er torskilið og ókunnuglegt. Þegar fullorðinn maður nefa ir orðið Atvinnuleysi, og reynir að túlka þær hörmungar sem því eru samfara, þá stöndum við ung og óþroskuð og reynum að setja okkur inn í hluti, sem þetta fólk þurfti að upplifa. Atvinnuleysi - atvinnuleysis- trygging, tvö orð sem koma nær samtímis upp í hugskotið. Bar áttan fyrir hinu síðarnefnda, skiljanleg en okkur fjarræn. orð in okkur sjálfsagður hlutur. Fylginautur þess fyrrnefnda. Aldrei vei'ður þeim hermönn- um almennra launabóta full þökkuð þeirra vopnfimi. Aldrei mun fenna í fótspor þeirra sem unnu sigra í bar- áttunni fyrir almannatiygging- um. En ekki er það nú sarnt nóg, ekki er lengi ausið úr varasjóðnum, ef ekkert er gjört annað. 1 Tímabilsbundinn atvinnusam- dráttur er yfirstíganlegur, er£ iður hjalli í uppbyggingu þjóð félags. En atvinnuleysi sem hleð ur um sig verðhruni vei'ðmæta, samdrætti iðnaðar, hringiðú gjaldþrota og sveltandi verka- lýð, er óbætanlegt. Aldrei fær sú lcynslóð, sem harðast yerður úti í kreppu og atvinnuleysi, bættan þann skaða sem hiín bíður á sálarlífi sínu, að fjárhagnum og því líkam. lega ónefndu. -Þess vegna exr það skylda þeirra, sem vopn- færir eru í þeim átökum, sem framundan eru að sameinast undir einu merki, skjaldarmerki alþýðunnar, fólksins sem á land ið, fólk ins, .sem -hefxlr xmnið fyrir brauðinu, sem deila á. Oft var þiii’f en nú er nauðsyn. Máske verðiir eitthvkð til þess. að þiarga einhverju at því at- vitxnulcýsi, 'sém nú herjar. En hvað um það fólk, sem nú er á skól abekk, en kemur í atvinnil leit á.sumri komandf, i hækk- andi sól? Húnier ekki bátt á lofti, sú vonarsól þe='s fól.ks, sem ríú liorfir á fækkandi áura í launa umslaginu, en fiöigandi krónur til daglegra útaialda. Máske er þet' ■ fólk ekki held ur eins vel búið xmdir erfið- leika í efnahagsmáluih. Það gerir sú hringavitleysa, sem öllu héfur stiórnað, eða öllu heldur stjórnlaus hefur ver ið undanfarin ár. Virðing alls fjölda ungmenna í dag fyrir fle.stum hlutum _er heldur rislág. Kannske ekki 'fúrðá'. ‘ Framhald á bls. 14:. 2- 28. apríl 1968' - ALÞÝÐUBLÁÐID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.