Alþýðublaðið - 28.04.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.04.1968, Blaðsíða 8
Karim Aga Khan: Truarleiðtogi Framkvæmdamaður Samkvæmismaður ÞEGNAR HANS HVETJA HA TIL AÐ KVÆNAST SEM FYRST - EN HVER VERÐUR EIGINKONAN? — Það, sem Karim prins hefur gert síðan hann kom til valda er kraftaverk og ekkert annað og því dylst engum nú, hvers vegna afi hans, Aga Khan III. valdi hann sem arftaka sinn. Þetta sagði einn af leiðtogum Afríku fyrir skömmu um Karim Aga Khan IV., en eins og margir muna kom hann við á íslandi í fyrra er hann var á leið yfir Atlarttshafið í einkaflugvél sinni. Er enginn vafi á að flestir framámenn heims munu vera Afríku- manninum sammála. Fyrir aðeins ellefu árum var Karim tvítugur áhyggjulaus stúdent við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Dag nokkurn barst honum andlátsfregn afa síns og sömuleiðis að afi hans hefði útnefnt hann arftaka sinn sem trúarleiðtoga 15 - milljón Múhameðstrúarmanna. Flestir höfðu gert ráð fyrir að sonur Aga Khan III. myndi taka víð af föður sínum, en í erfða- skránni stóð að Karim skyldi taka við af afa sínum, pann vaeri „ungur maður, alinn upp á atómöld.” En það var þó á'- reiðanlega fleira en æska Kar- ims, sem þarna réði úrslitum. Gamla manninum hefur þótt sonarsonurinn líklegri til að gæta auðs hans og yfirráða en sonurinn, glaumgosinn frægi Aly Khan, sem lézt í bílslysi fyrir 7 árum. Aga Khan III. var slyngur stjórnmálamaður og tókst að semja sig í senn að austræn- um og vestrænum siðum. Hann var fæddur í Karaehi af pers- neskum foreldr.um og alinn upp samkvæmt siðum Múhammeðs- trúar. Hann var alla ævi mjög umræddur, enda með alfeitustu mönnum, lifði fjölbreyttu lífi og átti fjölmargar fagrar kon- ur. Þegar hann dó eftir 72 ára valdatíma var hann sem land- laus konungur. Þó var það hannf sem átti mestan þátt í að „The All India Moslem League”, — .samband Múhammeðstrúar- manna, var stofnað, en það leiddi síðan til stofnunar Pak- istan. Þá var Aga Khan III. •einnig forseti Þjóðabandalags- ins. Oft gaf hann þyngd sína 'í siKri, gulli, platínu eða dem- öntum til alls konar starfsemi í þágu trúbræðra sinna og þegna. Karim Aga Khan virðist ekki ætla að standa afa sínum að baki í neinu — nema ef til vill þjlgd og kvennamáíum. Hann veit hve mikils vert það er að fylgjast með þróuninni í tækni, vísindum, stjórnrdálum og félagsmálum. Og hann lætur þegna sína finna hvers virði það er að hlýða Imam, en svo nefnist hann sem trúarleiðtogi. Eitt af því mikilvægasta sem hann hefur komið til leiðar er að trúbræður hans verða að gerast ríkisborgarar þess lands sem þeir setjast að í — en hundruð þúsunda trúbræðra hans höfðu flutt frá1 Indlandi og Pakistan til Afríku, en hald- ið sínum upprunalega ríkisborg ararétti. Karim taldi að þetta gæti valdið erfiðleikum og hann reyndist sannspár, því að nokkur Afríkulönd hafa nú rekið úr Iandi alla þá, sem ekki eru rík- isborgarar landanna. Karim Aga Khan hefur einn- ig staðið fyrir f jöldaflutningi fólks síns frá löndum, þar sem þeir eiga við erfiðleika eða of- sóknir að stríða. Þannig skip- aði hann 3000 Múhammeðs- trúarmönnum að flytja frá S,- Afríku til Kenya, en kynþátta- löggjöf Suður-Afríku leit ekki á þá sem hvíta menn. Karim prins ver þremur til fjórum mánuðum á ári til þess eins að heimsækja þegna sína og ferðast hann ’þá jafnan með fainkaþotu sinni. ;IIartn heÉur þegar heimsótt' um • 60% þegn- anna og inni í svörtustu frum- skógum Afríku hefur verið tekið á móti honum með meiri viðhöfn en tekið yar á móti brezkum þjóð höfðingjum á tímum brezka heimsveldisins. Karim dvelst oft í Evrópu og • því er hann oft spurður hvernig hann geti verið trúarleiðtogi fólks í Afríku og Asíu en haldið sig að mestu í Evrópu. Karim gremst þessi spurning og svar- ar: — Ég hitti þegna mína oftar en páfinn og ýmsir aðrir trúar- leiðtogar sína þegna. Og ef þegn- arnir þarfnast mín tekur það mig aðeins nokkrar stundir að kom- ast til þeirra. Þegnar Karims Aga Khan IV. eru 15 milljónir Múhammeðstrú- armanna, sem aftur tilheyra stærri trúarhóp, svonefndum Shia-hóp. Þeir álíta að vald Imams erfist frá föður til sonar eða sonarsonar og að leiðtogarnir séu afkomendur Múhammeðs. Þeir hafa enga allsherjar mið- stöð, eins og t. d. kaþólska kirkj- an og heldur enga presta. — í hverri byggð eru fulltrúar Im- ams og þeir stjóma bænagjörð- um í moskunum. Fulltrúarnir eru venjulegir borgarar, sem mega kvænast og þeir hafa engin trúarleg völd. Slík völd hefur aðeins einn — Aga Khan. Hann er álitinn tengiliður milli Guðs og þegna sinna. Karim gætir vel auðs síns og valds og hefur eflt hvort tveggja til hagsbóta fyrir þegnana. Árið Dolores Guinnes var ,,fyrsta ást“ Karims og æ síðan hefur hann verið hrifinn af hcnni. 8 28. apríl 1988 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1960 stofnaði hann 7 geysistór fyrirtæki, sem minna mest á markaðsrannsóknirnar í Banda- ríkjunum. Þessi fyrirtæki senda sérfræðinga til hinna ýmsu svæða í Afríku og Asíu til að kanna hvaða tegund iðnaðar hentar bezt á hverjum stað. Að fengn- um niðurstöðum þessara rann- sókna hefur Karim komið á fót meira en 60 verksmiðjum, sem veiía pm 200 þúsund manns vinnu. Agóðanum af rekstrinum ver Karim til menntamála og annarra bióðfélagsmála — reisir barnaskóla, háskóla, barnaheim- ili, sjúkrhús o. s. frv. Það gefur að skilja að mað- ur, sem hefur svo mörg járn í - eldinum, ‘á langan vfinnudag, enda fer hann á fætur klukkan 6 á hverjum morgni og er oft- ast að fram undir miðnætti. Öðru hverju tekur hann sér þó algert frí og fer þá ofíast í siglingu um Miðjarðarhaf, dvelst á búgarði sínum á Normandí í Frakklandi eða rennir sér á skíðum í Alpa- fjöllunum. — Þegar ég fer á skíði, segir Karim, er ég á skíðum frá morgni til kvölds í fjóra daga, en þá þoli ég ekki lengur að sjá skíði. Þá er „geymirinn hlaðinn” og ég hefst handa á ný. Karim hefur eiginlega ekki fasta búsetu neins staðar, en hús hans í París kemst þó næst því að vera „heimili” hans. — Húsið, sem stendur á Signubökk um, var bvggt á 13. öld og var áður klaustur. Auk þess að vinna að heill þegna sinna hefur Karim ýmis- legt á prjónunum. Eitt aðal „tóm- stundaáhugamál" hans um þess- ar mundir er upnbygging ferða- mannastaðar á Costa Smeralda á Sardiníu. Stofnaði hann hluta- félag ásamt nokkrum ættingjum og samstarfsmönnum og keypti 8 kílómetra langa strandlengju og 13 þúsund hektara lands. — Karim hefur þó ekki í hyggju að nota allt þetta land undir framkvæmdjr sínar heldur ætl- ar hann að hafa all stóra óbyggða ræmu umhverfis ferðamanna- staðinn til þess að vera viss um að geta haldið forvitnum frið- BRIDGE Ibúöir Byggingarfélag Alþýðu, sölu tvær íbúðir við Álf Félagar sem neyta vilja á íbúð, sendi umsó'kn ti fyrir 3. maí n.k. Eldri umsóknir þarf að e: Félagsstjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.