Alþýðublaðið - 28.04.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.04.1968, Blaðsíða 11
| 2 landsleikir á Spáni - Vetrar íþróttir kveðja, | | sumaríþróttir hefjast - S. Afríka, Ólympíuleikar Ú>iiimi.miiu„ii....■■■■.......................................••■■■■.■•■■•■■■■.■■■■.■■■■■■.. Björgvin Björgvinsson skorár í landsleiknum við Dani. íslenzka landsliðið í handknatt leik er nú statt á Spáni. Lið ið á að leika þar tvo lands- leiki, sá fyrri er leikinn í dag, og sá síðari fer fram í Madrid 30. apríl. Síðast þegar þjóðirnar léku hér heima sigruðu íslend ingar með nokkrum yfirburð- um, en þá voru leiknir tveir leikir eins og nú. Aftur á móti töpuðu íslendingar, er þeir léku við Spánverja 'ytra nokkru áður, en Spánverjar eru taldir erfiðir á heimavelli. Ekki ætlum við okkur út á hálan ís með að spá nokkru ákveðnu um væntanleg úrslit leikjanna, en eftir sigurinn yf- ir Dönum, sem léku til úrslita í síðustu heimsmeistarakeppni, er ekkj óeðlilegt, að flest'r bú- ist við sigri, í öðrum leikn- um a.m.k. Þess skal þó getið, að allir okkar beztu menn gátu ekki farið þessa för og það veikir liðið eitthvað. Óneit anlega væru það ánægjuleg lok á keppnistímabilinu, sefn er að Ijúka, að sigra á Spáni. Við skulum vona það bezta. Vetraríbróttir kvgð.ia — sumaríþróttir hefjast Samkvæmt almanakjnu, er sumarið komíð. Þær íþrótta- .greinar, sem iðkaðar eru að vetrarlagi taka sér nú ein- hverja hvíld, en ef vel á að vera, má sú hvíld ekki verða of löng, því að brátt hefst und irbúnineur fvrir næsta keppn ist.ímabil. Alltaf er eitthvað í vændum í íþróttunum og í handknattleik verður margt á dagskrá næsta vetur. Undan keppni næstu heimsmeistara keppni hefst. en eins og kunn uét er leika íslendingar í riðli með Dönum og Belgíumönn- um. Sigurvegárinn fer beint í úrslilakeppnina, en það lið, ssm hlýt.ur annað sæ+i í riðl inum fær anr.an möguleika við lið. sem hlýtur annað sæti , í öðrum riðli. Telja verður miklar líkur á því, að íslend ingar nái a.m.k. öðru sæti í þess að svo fari, má ekki slaka á, hefja verður undirbúning sem fyrst. Hin dugmikla stjórn Handknattleikssambandsins hefur áreiðanlega fullan hug á því. Á sumardaginn fy rsta var 53. Víðavangshlaup ÍR háð að venju, en þarmeð hefja frjáls- íþróttamenn keppnistímabil sitt. Knattspyrnumótin eru einnig hafin, en Litla Bikar- keppnin hófst um síðustu helgi og Reykjavíkurmótið 1. maí. Margt og mikið verður um að vera í báðum þessum í- þróttagreinum í sumar. Frjáls íþróttamenn taka þátt í Olym píuleikunum í Mexíkó og hér verður háð Norðurlandamót í tugþraut og maraþonhlaupi og fimmtarþraut kvenna, svo að eitthvað sé nefnt. Knattspyrnu menn leika þrjá landsleiki og auk þess fer fram í Reykjavík Norðurlandamót unglinga. Lík leg er einnig þáttaka í Evrópu landsmet, en þau eru mjög góð í flestum greinum, það góð að frambærileg verða að teljast í Olympíukeppni. í sambandi við þessi lágmörk er tekið fram, að ekki sé hægt að^. reikna með olympíuför allra, sem ná þessum lágmörkum. Ýmsir hafa gagnrýnt þetta og er slíkt ekki nema eðlilégt. í nágrannalöndum okkar fá þeir að fara til Olympíuleik- anna, sem ná tilskyldum lág mörkum. Orsök þess, að áður- nefndur varnagli er sleginn, er að fjárhagur Olympíunefndar er ekki nægilega góður og við#- bikarkeppni meistaraliða og bikarmeistara. Auk þess eru mót og leikir í hundraðatali með innlendri þátttöku. Sett hafa verið lágmörk í frjáls- íþróttum vegna þátttöku í Olympíuleikunum og þau eru býsna erfið, í nærri öllum grein um þurfa væntanlegir Olym- píuþátttakendur að setja ís- því er ekkert að segja, nema að reyna bæta fjárhaginn. Olympíunefndin fær allrífleg- an styrk frá ríki og bæ, en það er dýrt að senda menn á Olym píuleiki. Fyrir 20 árum sendi ísland myndarlegan hóp á Olympíuleikana í London og þá nægði ekki framlag hins opinbera til að greiða allan kostnað. Olympíunefndin 1948 Framhald á 14. síðu- Bslandsgliman í dag kl. 4 Íslandsglíman verður háð að Hálogalandi sunnudaginn 28. apríl og hefst kl. 4. Þátttakend- ur í þessari Íslandsglímu verða 10. Þeirra á meðal eru flestir beztu glímumenn landsins. Má þar nefna þá Sigtrygg Sigurðs- son úr KR, Svein Guðmundsson frá Stykkishóimi, Yngva Guð- mundsson úr Víkverja, Ómar Úlfarsson úr KR, skjaldarhafa frá síðustu Skjaldarglímu Ár- manns, og Steindór Steindórsson frá Héraðssamb. Skarphéðni. Þá má minna á, að meðal kepp- enda er Guðmundur Jónsson, er keppir nú fyrir Ungmennasamb. Fyjafjarðar, en hann keppti áð- ur fyrir Ungmennafél. Reykja- víkur og reyndist oft harðsnú- inn keppandi. Þá má nefna Hann es Þorkelsson úr Víkverja, sem verið hefur þátttakandi í mörg- um Íslandsglímum, Elías Árna- son úr KR, ívar Jónsson úr U. B. K. og Rögnvald Ólafsson úr KR, sem er ungur og efnilegur glímumaður. Vonandi verður jánægjuleg^ að horfa á þessa Íslandsglímu og hún þannig glímd, að það verði til uppörvunar og eflingar glímunni. Komið og sjáið spenhandi glímu. Hver verður nú glímu- kóngur, íslands? 28. apríl 1968 - ALÞÝÐUBLAÐHj) JJ, ntstj- örn EIÐSSON lÞR*niR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.