Alþýðublaðið - 28.04.1968, Blaðsíða 4
MiNNING:
JÓN EINARSSON
Blönduósi
JÓN EINARSSON á Blönduósi
er fallinn frá og jarðsettur.
Þótt nokkuð sé fráliðið vil ég
ekki láta hjá líða að minnast
míns gamla vinar og samherja
með nokkrum kveðjuorðum.
Jón Einarsson var fæddur í
Neðri-Lækjardal í Austur-Húna
vatnssýslu 13. september árið
1895 og var ,því á þriðja ári um
sjötugt er hann skyndilega féll
frá 1. apríl s.l.
Jón var af bændafólki kom-
inn, sonur hjónanna Bjargar Jó
hannesdóttur og Einars Stefáns
sonar, sem lengi bjuggu að
Þverá í Norðurárdal. Árið 1922
giftist Jón eftirlifandi konu
sinni Elinborgu Guðmundsdótt-
ur frá Kringlu í Torfalækjar-
hreppi.
Þau hjónin voru fyrst í hús
mensku í Meðalheimi í Ásum
hjá Eysteini Björnssyni bónda
þar, til ársins 1925, að þau'
fluttu til Blönduóss og þar
bjuggu þau æ síðan.
Þau hjón eignuðust eina dótt
ur, Önnu Guðbjörgu, sem ólst
upp við mikið ástríki foreldra
sinna. Hún er gift Trausta Krist
jánssyni frá Efri-Mýrum er
starfar nú sem bifreiðarstjóri
hjá Kaupfélagi Austur-Húnvetn
inga á Blönduósi. Þau Jón og
Elínborg tóku til fósturs dótt
urson sinn Jón Stefnir, sem nú
er 18 ára að aldri og stundar
nám í Kennaraskólanum hér.
Jón Einarsson var að flestu
leyti mjög v.el gerður maður.
Hann var rúmlega meðalmaður
á hæð, fríður sínum, bar sig
vel og var hvatur í spori. Jón
var mælskur vel, talaði enga
tæpitungu en sagði skoðun
sína hreint og umbúðalaust. Um
skólagöngu Jóns heitins veit
ég ekki, en hygg að hún hafi
lítil verið, en mikillar og góðr
ar fræðslu mun hann hafa afl
að sér með lestri góðra bóka,
því hann var fx-óður maður,
ve’l lesinn og víða heima, þegar
rætt var um hin ýmsu mál.
Fyrr á árum starfaði Jón að
farkennslu á vetrum og þótti
afbrasðs barnakennai’i. Hann
hætti því þó á tímabili þegar
cniMir verkefni kölluðu á starfs
hæfni hans. en tók svo þi’áð
i.xn uou aftur fyrir 6 árum og
s;arfaoi við farkennslu, eftir að
i'k^mleet þrck tók að bila, en
pndlopri hrevsti og dómgreind
hélt hann til hinztu stundar.
Á summm stundaði Jón alls
konar síörf og þá sérstaklega
vegavin.nu, við ræsagerð og brú
arsmfðar vann hann einnig.
Þe~s má og minnast, sem sýn
ir að J'in lagði giörva hönd á
marsrt, að skósmíði eða skóvjð
gercir annaðist hann mikið,
ekki aðeins fyrir Blönduósinga
Jón Einarsson
eina, heldur og fyrir fólk úr
næstu sveitum einnig.
Mest og bezt kynntist ég Jóni
Einarssyni í sambandi við
verkalýðsmálin. Ég hitti hann
fyrst vorið 1934 er ég gerðist
erindreki Alþýðusambandsins
og Alþýðuflokksins. Heimsótti
ég þá verkalýðsfélag Austur-
Húnvetninga, en Jón var þá for-
maður þess. Hann var aðalhvata
maður að stofnun þess en félag
ið er stofnað 2. okt. 1930 og
var Jón einróma kjörinn for-
maður þess og var það lengi
síðan, eða um það bil 20 ár,
þó ekki væri það alveg sam-
fleytt, en að honum skyldi falin
forýstan í þessum samtökum
fólksins, svona langan tíma, sýn
ir bezt hverjum kostum hann
var búinn, og hversu mikils
trausts hann naut, enda óhætt
að segja að á hinum erfiðu tím
um í árdögum verkalýðshreyf-
ingarinnar, þegar baráttan við
atvinnurekendur og einnig hið
opinbera var hörð og óvægin,
var það lífsnauðsyn fyrir hvert
félag, sem ná vildi árangri til
bættra kjara og aukinna rétt-
inda, að hafa styrka menn við
stjórn.
Jón Einarsson var þessum
vanda vaxinn og kom með félag
sitt sterkara úr hverri raun. en
að sjálfsögðu var baráttan hörð
ust fyrst og þurfti langvarandi
og harða deilu til þess að fá
verkalýðsfélagið viðurkennt,
sem samningsaðila fyrir verka-
fólkið.
Á ferðum mínum um landið,
þau ár sem ég. var erindreki,
kom ég oft á Blönduós, enda
tvisvar í framboði í sýslunni. Á
Iþeim árum kom ég aldrei svo
ibangað að ég hitti ekki þau
hjónin Elínborgu og Jón og
átti hjá þeim margar góðar
stundir. Þá var rætt um verka-
lýðsmál og stjórnmálin einnig.
Elínborg tók þátt í þeim við-
ræðum oftast, því hún var ekki
aðeins fylgjandi Alþýðuflokkn-
um eins og maður hennar, held-
ur hafði hún einnig eldlegan
áhuga á verkalýðsmálum og var
í stjórn verkalýðsfélagsins á
tímabili og vann því það er hún
mátti.
Eitt er enn ótalið, sem sýn
ir hve Jón var raunverulega
fjölhæfur og vel gerður maður,
en það er að hann hafði ágæta
söngrædd og var um tíma í
söngkór sem stofnaður var. og
einnig, sem ég ekki vissi um áð
ur, að hann mun hafa látið eft
ir sig töluvert í bundnu máli
og sumt af því mjög vel gert,
og jafnvel dýrár perlur, og þeg
ar ég hugsa betur um kemur
mér það ekki alveg á óvart þótt
svo væri.
Jón Einai’sson er horfinn,
hann er farinn þá leiðina sem
við öll eigum framundan, en
Iþótt hann sé farinn mun hans
lengi minnzt, sem gððs manns
og góðs félaga, og starfa hans
í verkalýðssamtökunum mun
lengi getið að góðu. Þegar Jón
heitinn var jarðsettur heiðraði
stjórn verkalýðsfélagsins minn-
ingu hans, með því að ákveða
að félagið kóstaði útförina og
var stjórnin mætt við útförina
með fána félagsins auk ís_
lenzkra fána og stóð heiðurs-
vörð við kistu hans.
Með þessu sýndu þeir hinum
fallna foringja virðingu sína og
félagsins og þökkuðu um leið
þau miklu störf sem hann innti
af höndum í þágu þeirra er höll
ustum fæti standa í lífsbarátt
unni.
Um leið og ég með þessum
fátæklegu orðum minnist míns
gamla og góða vinar, samherja
og vopnabróður, þakka ég hon-
um margar ánægjulegar sam-
verustundir og samstarf. Elín-
borgu konu hans og öllu hans
vanda- og venzlafólki sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Jón Sigurðsson.
IARK
ÍARK contajns two modem outer filters
plus án innerfilter of charcoal qranule:
—a basit material science uses to
purify air r
These granules. not only activated
but specíally fortifjed, filter smoke
selectively to make IARK’s fine
tohaccos taste richly rewarding yet
uncommonly smodth. *us mt peno
3-PIECE KEITH FIL7ER*
umgue in cigarette fíltration
4 28. apríl 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ