Alþýðublaðið - 28.04.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.04.1968, Blaðsíða 5
TVO UTILEGUBQL 5'-. .1 . - FARFUGLAHREYFINGIN er alþjóðlegur félagsskapur. Net farfuglaheimila er þanið um flest lönd jarðkringlunnar eins og kóngulóarvefur. Tilgangur- inn, sem er að vísu óeigingjarn ari en kóngulóarinnar, er að veiða fólk í netið, fá það til að sinna útivist og náttúruskoð- un, leiðbeina því um ferðalög, gera bví kleift að ferðast ódýrt, efla hvers konar ferðamenn- ingu. Hingað til lands barst þessi hrevfing árið 1939. Hclztu hvatamenn ilhre' rþig’ar'iinnar voru nokkrir stúdentar frá Menntaskólanum í Revkiavík, sem yndi höfðu af ferðalögum og útivist. en ferðaáhugann höfðu þeir öðlazt í skólanum undir handjaðri þess mæta manns og ferðagarps, Pálma Hannessonar rek+ors. Af þessu leiddi að þetta varð til að hyrja með fyrst og fremst skólahreyf ing, farfugladeildir voru stofn_ aðar í öllum helztu skólum landsins og áttu athvarf í hús- næði skólanna fvr~tu árin Þró- unin hefur hins vegar orðið sú, hér eins og annars staðar, að þett.a hefur orðið almennur fé- lagsskapur fólks, sem hefur á- nægju af útivist og ferðalögum, innan lands og utan, en er ekki serotaklega t.engdur skól- um landsins, þótt ungt fólk sé þar að vísu í yfirgnæfandi meirihluta. Hér var ekki ætlunin að segja sögu Farfnglahrevfingarinnar á íslandi eða rekia starfsemi fé- lagsskanarins. sem enn starfar iaf miklum þrótti og við vax- andi vinsældir, heldur geta tveggia c+nðq. sem Fnrfnglar hafa helgað sér öðrum fremur, Valabóls og Heiðarbóls. Valaból og Heiðarból geta fremur kailazt útileguból en sæluhús. Þau eru bæði í ná- grenni þéttbýlisins og gegna því ekki hlutverki sæluhúsa í venju legri merkingu sem gististaðir, þótt margir hafi átt í þeim næt urstað og sjálfsagt stundum not ið þar þeirrar vellíðunar, sem er í ætt við sæluna sjálfa, ef út í þá sálma væri farið. Ég hef f.vrir því skjalfestar heimildir, að ekki ómerkari menn en þeir Gísli Gestsson safnvörður og Páll Jónssón bókavörður hafi uppgötvað Valaból, þ. e. a. s. valið það fyrir farfuglahreiður, árið 1942. Valából er eins og margir vita helli=skúti í Valahnúkum við Kaldársel og hét Músarhellir áð ur fyrr. Mér er tjáð, að gangna menn hafi stundum notað skút ann til næturgistingar. Staður- inn er í landareign Hafnarfjarð larkauostaðar og veitti bæjar- stiórnin farfpglum umráðarétt yfir hellisskútanum og næsta nágrenni hans. Að fengnu þessu leyfi var hafizt handa um lagfæringu þessarar vistarveru, sett fjala- gólf í hellinn og hurð fyrir munnann, og allt gert sem vist legast. Síðan hefur ver.ið unn ið að umbótum á umhverfinu, komið upo girðingu, gróðursett blóm og trjánlöntur, og fleira gert fyrir staðinn, sem til prýði má verða. F.nda segir í einu innblásnu kvæti, sem ort var á 'béssum ræktunarárum og bókfest er í Farfuglinum: Úr Hafnarfirði fórum við með hrossatiflð og skran. ur upp á fjölmarga fallega og sérkennilega staði, > svo sem Kaldársel, Helgafell, Pólverja- helli og Búrfellsgjá. Heiðarból er nokkuð annars eðlis heldur en Valaból og þjón ar öðrum tilgangi. Það er í raun og veru skíðaskáli, sem Far- fugladeild Reykjavíkur keypti hálfbyggðan 1944, og rúmar um 30-40 manns. Síðan hafa Far- fuglar unnið að því að full- gera skálann, og er þarna hin ágætasta aðstaða til að iðka þessa vinsælu vetraríþrótt, ef guð gefur snjóinn, sem að vísu vill bregðast af og til, og er þar reyndar við . djarfan að deila. En Heiðarból er einnig vin- gjarnlegur stáður að sumri til. þar er hið ágætasta berjaland og í hrauninu suður af skálan- um eru óteljandi lautir og dæld ir með fallegu blómskrúði og mjúkum mosabeði, þar sem vel má láta um sig fara á góðviðr isdögum. Valaból og Heiðarból eru tvö útileguból, sitt með hvoru móti, en gegna þó bæði hinu sama hlutverki og markmiði, sem Farfuglahreyfingin hefur á stefnuskrá sinni: að laða fólk til útiveru og hreyfingar á öll um tímum ársins. en hænsnaskit úr Kópavogi og Frikka Dan. Á síðari árum hefur sjálfu bólinu og aðbúnaði í því hrak að, enda minna um næturgist ingar en áður af ýmsum ástæð um. Hins vegar hefur blettin- um verið vel við haldið og er umgengni öll til fyrirmyndar. Margir leggja leið sína í Vala ból á sumri hverju, bæði Far fuglar og aðrir, enda er gott þar að koma, og umhverfið býð Valaból. son. — Ljósm.: Páll Jóns- „Þangað sem fullorðna fólkið fer" Ekki alls fyrir löngu sat ég á tali við hreinskilinn og greind an fermingardreng. Báðir vor- um við sammála um. að lítil börn væru sólgin í að fara til messu á sunnudögum, en svo kæmi nokkurt tímabil, begar unglingarnir slitna úr tengslum við guðþ.iónusturnar. Svar pilts ins var ákaflega einfalt og blátt áfram. „Það er af því, að þá fara krakkarnir helzt að vilja fara þangað, fnllorðna fólk ið fer“. — Nú getur lesandinn dregið sínar álvktanir. Hvert fer fnllorðna fólkið? Á matsölu staðina til að eta eða drekka, í ferðir upp um fjiill og firn- indi, lil að skemmta sér, á dans Ieikina til að drepa tímann og drekka, á samsöngva, til að njóta listar og um leið til að fá orð á sig sem kúltúr-fólk, á leiksýningar, sem sérfræðingar í menningunni eru búnir að hrósa, á íþróttamót, þar sem met eru slegin upp á brot úr millímetra og gleymum ekki allri pólitíkinni! Ég er ekki að segja, áð allt sem fullorðna fólkið gerir, sé lastvert. Síður en svo. Eg fullyrði heldur ekki að fullorðið fólk komi aldrei til messu. En ég fullyrði, að þjóð in hafi (sennilega í ein hundr- að árl lagt mcira kapp á annað en kirkjusókn, meira að segja trúað fólk. Og af því að það leggur ekki kapp á það, gera unglingarnir það ekki heldur (þó að ýmislegt bendi til bess, að þeir fari innan tíðar að gera uppreisn gegn artdleys- inu, en það er önnur saga). Svo er önnur saga, sem vert er að athuga í þessu sambandi. iÉg hefi þekkt persónulega all- mþrgþ ungljnga. sem komizt hafa á svarta listann. Sumir þeirra hafa verið hreinskilnir og sýnt mér nokkuð inn í liug sinn. Af hverju fóru þeir út í vitleysuna? Þeir vildu fram- kvæma eitthvað, sem var spenn andi í augunt hinna fullorðnu. Haldið þér, að það sé ekki spennandi að hafast eitthvað að, sem kemur manni í blöðin, eins og hverjum öðrurn þjóð- hetjum. Láta blaðamenn vera á þönum að fá lýsingar hjá lög- reglunni, stundum meira að segja eins konar ,,resept“ eða „forskrift", sem lýsir nákvæm- lega, hvernig eigi að gera hitt og þetta, sem er „spennandi“. Fullorðnum blaðalesendum, sjönvarpsáhQrfendum og kvik- myndagestum finnst svakalega suennandi að hugsa um eitur- lyf, áfengisneyzlu, þjófnað, ávís anafals og fleira þess háttar, því ekki að „fara þangað sem fullorðna fólkið fer.” — Eg er sannfærður um, að það væri miklU'- minna um unglingaaf_ brot, ef blaðamenn og lögreglu monn gætu haldið sér saman Framhald á bls. 14. Rætt ySð prest Eftir dr. Jakob Jónsson 28. apríl 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.