Alþýðublaðið - 28.04.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 28.04.1968, Blaðsíða 16
á Þess gjalda menn lengi SÍOAfi Þess gjalda menn lengi og gjalda menn oft, hvað gott er að lúra hjá konum, og áður en varir er komið á kreik heilt kvígildi af dætrum og sonum. Kviknar sorg, kviknar hryggð af kvennafari. Vor pyttla er tóm og pyngjan eins, í peningamálunum kreppa, en meðlagsstjórinn er léttur á löpp og lætur oss ekki sleppa. Kviknar sorg, kviknar hryggð af kvennafari. Vér göngum með brosi til léttúðugs leiks af iítilli fyrirhyggju. En réttvísin skilar oss hróðug heim í hlaðið á Kvíabryggju. Kviknar sorg, kviknar hryggð af kvennafari. Denni dæmalausi og anna'ð góð meti, sem sýnt hefur verið síð deg'is á miðvikudögum, mun birtast á þriðjudagskvöldum. sem verður án éfa betra fyrir íþróttaunnendur yfir sumar- ið. . . ALÞÝÐUBLAÐIÐ. Eg sé ekki hvers ve'gna menn eru að kvarta yfir hörðu vori. Þeir flytja skepnufóðrið inn og fara suður í sólskinið á Mall- orca hvort sem er. goKING EDWARD Ametica ’s Largest Selling Cigar Tíu tilbrigði í KVÖLD sýnir leikflokkur Litla sviðsins í næstsíðasta sinn leikþátt Odds Björnssonar, Tíu tilbrigði. Sýningin liefur vakið mikla athygli og hlotið góða dóma. Síðasta sýning. verður nk. fimmtudagskvöld og lýkur þar með fyrsía leikári leikflokksins. Þess skal getið að í tilefni sýn- ingarinnar hefur verið gefin út bók með ieikritinu bæði á ís- lenzku og ensku, tölusett og árit- uð af höfundi, og verður hún seld á sýningunni. Guðrún Tóm- asdóttir. hefur þýít leikritið á ensku. — Myndin er af Auði Guðmundsdóttur, Sigurði Skúla- syni og Margréti Helgu Jóhanns dóttur í hlutverkum sínum. vor daglegi SIMlístur Að snúa öllu við STUNDUM gerist það á voru landi, að það kemur sumar- veður um hávetur, en hins vegar vetrartíð að sumrinu. Þetta á að vísu ekki við nú að öllu leyti því í þetta sinn er vetrar- veðráttan bæði sumar og vetur. Þessi tilbreytni náttúrunnar í starfsháttum sínum leiðir huga minn að því að stundum er alveg bráðnauðsynlegt að hafa endaskipti á lilutunum; Náttúran er áreiðanlega vitrari heldur en menn, jafnvel vitrari en vitrir menn (og er þá langt til jafnað), og þess vegna er alls ekki úr vegi að talca sér hana til fyrirmyndar. Væri því ekki skynsamlegt að hafa stundum endaskipti á hlutunum í mannlífinu, svona til prufu? Ef einhver er í vafa um hvað átt er við, þá er sjálfsagt að koma með nokkur dæmi. Stundum er efnt til umferðarviku eða einhverrar annarrar „viku.” Og réttast væri að hefja áróður fyrir og stofna félög og landssamband um að efna til sérstakrar „viðsnúningsviku” og skyldu þá endaskipti höfð á öllum hlutum. Sem dæmi mætti nefna: Ökufantar tækju að sér að stjórna umferð lögregluþjóna um göíurnar. Gestir á veitingahúsum væru fengnir til að uppvarta Þjóna og brúka við þá lélega kurteisi og kokkum boðið í mat upp á pakkasúpu og soðna ýsu með beinunum. Landsprófsnemendur yrðu látnir prófa kennara sína í landsprófsgreinum og strangt eftirlit með því haft að enginn gæti svindlað. Landkrabbar skyldu á sjó reknir án þess að fá að hafa sjóveikipillur með sér. Útvarpsráð skyldað til að hlusta á útvarpið. Bankastjórar skyldaðir til að koma og biðja víxilíöku- menn um peningalán, og ættu hinir síðarnefndu að vera með mínu. Sálfræðingar skyldu verða sálgreindir. Settur yrði á stofn réttur sem eingöngu tæki fyrir mál sem höfðuð eru gegn lögfræðingum. Verkalýðurinn væri skyldaður til að biðja um lægra kaup, en atvinnurekendur grátbiðji um að fá að borga hærra kaup, ella leggi þeir niður allan atvinnurekstur og borgi ríkinu háa styrki. Bílstjórar séu látnir ganga nokkra kílómetra á' dag. íþróttamenn haldi mót þar sem til dæmis eru veitt verð- laun fyrir hver geti verið lengst á leiðinni í hundrað metra hlaupi án þess þó að nema staðar til fulls nokkurn tímann. Abstrakt málarar séu skyldaðir til að hæla hinum málur- unum og öfugt. Abstrakt skáld: dittð. Úthlutunarnefnd listamannalauna fái listamannalaun. Þetta eru bara dæmi um hvað gera má, og er ekki vafi á að margir lærðu ýmislegt gagnlegt. Það er viðurkennt að menn verða betur færir um alla skapað hluti, ef öllu er snúið við. Reynslan er líka sú, að það að snúa umferðinni við í Svíþjóð varð íil þess að bæta umferöina, og væntum við þess að okkar snúningur til hægri geri slíkt hið sama. Er því ekki úr vegi að notfæra sér þennan kost nokkru betur með því að snúa umferðinni við enu sinni á ári í þeirri von, að að því komi einhvern tíma fyrir r.æstu aldamót að fólk verði búið að læra umferðarreglurnar. Götu-Gvendur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.