Alþýðublaðið - 01.05.1968, Page 5

Alþýðublaðið - 01.05.1968, Page 5
 Gautaborg, 27/4 1968. Ágæti kunningi. ÞAÐ ER sjálfsagt rétt hjá þér að einhverjum hafi ,þótt ég kveða fast að orði í síðasta bréfi. Ég tel ekki rétt að svara hér hinni frábæru grein Ein- ars Magnússonar rektors um menntunarleysi kennara, enrda kveðst hann ekki lesa skrif okkar, og enginn úr kunningja- hópi hans. Ég mun því gera henni skil í sérstakri grein. En það er svo með landa okk- ar að erfitt TTr að vekja þá til umræðna, nema þá helzt með hvassyrðum, og ég hef raunar viðha^t svipuð ummæli áður á opinberum vettvangi. En vitaskuld eru skólamál þess eðlis að þörf er stöðugra um- ræðna, og það er sannarlega gleðilegur vottur áhuga að samtök nemenda skuli nú láta í sér heyra. ÉG TEK undir það sem þú seg- ir um tungumálakennslu í barnaskólum. Það er lítill vafi ó því að betri árangur næðist í tungumálakennslu ef hún væri hafin fyrr en nú er gert. Það er líka rétt hjá þér, að minni hyggju, að við gerum of mörg tungumál að skyldu- námsgreinum í menntaskólum. Ég ræddi einnig um það í síð- asta bréfi að bæta þyrfti við fjölda nýrra kennslugreina á menntaskólastiginu, enda tel ég að menntaskólinn íslenzki í núverandi mynd sé orðinn hættulega langt á eftir tíman- um og standist ekjfi saman- burð við menntaskóla á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar hafa tveir íslenzkir mennta- skólar (Laugarvatn, Hamra- hlíð) sýnt mikinn og lofsverð- an umbótavilja (auk tilraunar Steindórs Steindórssonar með náttúrufræðideild), og vísast er hér verið að leggja horn- stein nýs íslenzks mennta- skólakerfis. Hins vegar get ég ekki fallizt á tillögu þína um deildaskiptingu í menntaskól- um, þeim á að fjölga en fast mörkuðum deildum má ekki sleppa. Það er meginhlutverk menntaskólans að búa nem- endur undir háskólanám, og hætt er við að misbrestur verði á, ef nemandi fær að blanda saman alls óskyldum greinum að vild. ÍSLENZK fræðslumál njóta farsællar forustu Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráð- herra, enda nýtur hann senni- lega meira trausts meðal þjóð- arinnar en nokkur fyrirrenn- ari hans. Háskóli íslands hefur hafið mikla sókn í rektorstíð Ármanns Snævars og tveir menntaskólar hafa reynzt opn- ir fyrir nýjungum og breyt- ingum. En hvar er áhugi ann- arra? Ég leyfi mér að gagn- rýna alþingismenn fyrir sinnu- leysi í skóla- og menningar- má'lum. Þegar þeir koma með nýjar tillögur, þá skjóta þær stundum nokkuð skökku við þarfir tímans. Nægir í því sambandi að benda á tillögur um stófnun háskóla á Akur- eyri og menntaskóla á Vest- og Austf.iörðum. Þá hefur mér fundizt sem fjárveitingarvald- ið mætti koma betur til móts við þarfir okkar í fræðslumál- um, ekki hvað sízt með því að endurskoða mat sitt á launa- kjörum kennarastéttarinnar svo einhver von sé til þess tak- ast megi að eera starf kennara eftirsóknarvert. Það er senni- lega eina leiðin til þess að ís- land eignjst. vel menntaða kennara. Mér hefur einnig fundizt Fræðslumólaskrifstof- an mát.tlaus. einna helzt af- greiðslustofnun. i stað þess að hafa á hendi leiðandi forustUT hlutverk í sífelldri mótun og umsköpun fræðslukerfisins. Sennilega er eðlilegra að Fræðslumálaskrifstofan sé deild í Menntamálaráðuneyt- inu og hafi víðara verksvið en nú er raunin. EKKI andmæli ég þeim um- mælum þínum að kennslu- bókaútgáfu okkar sé ábótavant, hygg að svo sé raunin á öllum skólasligum. Réyndar hef ég aldrei getað skilið hvernig á því stendur að ríkið skuli starfrækja tvö bókaforlög, Ríkisútgáfu námsbóka og Bókaútgáfu menningarsjóðs. Mér hefur einnig reynzt tor- velt að skilja hvers vegna Menntamálaráði eru fengin í hendur tvö svo ólík hlutverk sem að gefa út bækur og út- hluta námsstyrkjum. En um þessi mál ert þú auðvitað manna fróðastur. Sýnist mér einsýnt að sameina eigi þessi tvö ríkisforlög. Við það hlýt" ur að fást meiri hagræðing hvað snertir skrifstofuhald og dreifingu, og þar með talsverð- ur sparnaður í rekstri. Þar með fengist öflugt forlag er gæfi sig eingöngu að útgáfu vísindarita, fræðirita og kennslubóka á öllum skólasiig'- um (auðvitað í samkeppni við önnur forlög hvað snertir kennslubækur að skyldunámi loknu). Þá virðist ekki raun- sýnt að ein bókavalsnefnd skuli taka ákvarðanir um út- gáfu kennslubóka í öllum greinum. Hér ætti að hafa fá- mennar nefndir til ráðuneytis um bókaval (og höfunda) hinna ýmsu námsgreina, eina fyrir móðurmálskennslu, aðra fyrir stærðfræði og eðlisfræði, þriðju fyrir mannkynssögu og íslandssögu o.sfrv. En jafn- framt ættu þessar nefndir að kanna þörf kennslubóka í sín- um greinum og gera tillögur til úrbóta, semja áætlun um útgáfuröð bókanna o.fl. Hins vegar gezt mér ekki alls kostar að þeirri tillögu þinni að rík- ið hafa allstóran hóp manna á fullum launum til þess gagn- gert að semja kennslubækur. Fremur ætti að veita þeim kennurum sem hepþilegir þykja til að semja kennslu- bækur, lausn frá kennslu (auð- vitað á fullum launum), með- an á samningu bókanna stend- ur. Ég hygg að með slíku fyr- írkomulagi mætti koma nokkru lífi í kennslubókaút- gáfu okkar, og er ekki van- þörf á því. HÉR í Suðursvíþjóð hefur ver- ið óvenjulegur góðviðriskafli að undanförnu, vorið er geng- ið í garð fyrir fullt og allt, skógar teknir að laufgast og gras að grænka. Hiti hefur komizt upp fyrir tuttugu stig í forsælu, en þurrkar miklir svo hætta er á skógareldum. , Hitastig kosningarbaráttunnar hefur einnig farið stighækk andi, enda mikið í húfi í kosn- ingunum í haust. Nú er bein- línis kosið um hvort sænska þjóðin vilji áframhaldandi stjórn jafnaðarmanna eða sam- steypusljórn borgaraflokkanna þriggja. Þetta er í sannleika sagt í fyrsta skipti um árabil sem borgaraflokkarnir eygja möguleika til að hnekkja meira en 30 ára veldi jafnað- armanna. Þessar kosningar eru einnig sögulegar að því leyti að í haust verður í síðasta skipti kosið til tveggjadeilda- þings. 1970 verða nýjar kosn- ingar til nýs þings í einni deild, og er það hlutur sem íslenzkir stjórnmálamenn ættu að velta fyrir sér. Undanfarin kvöld hafa leiðtogar stjórn- mólaflokkanna setið við síma í þularherbergi í útvarpinu og hefur hver sem vill mátt hringja til þeirra og ræða við þá stjórnmál. Þetta er persónu- leg aðferð og býsna skemmti- leg. Símhringendur hafa verið ófeimnir við að kasta fram ö- þægilegum spurningum og margt skemmtilegt og hressi- legt hefur þar borið á góma. Svo kveð ég þig innvirðu- lega og bið kærlega að heilsa sameiginlegum kunningjum, og styttist nú óðum í endur- fundi. Ég held til íslands upp úr miðjum maí, svo að bréfa- skriftum okkar hlýtur senn að ljúka um sinn. Þinn vinur, Njörður. VEUUM ÍSLENZKT Hús- byggjendur athugið! (khrSLENZKAN iDN.'.D ' '■■■ Runtal-ofninn hefur þegar sannað yfirburði sína MELAVÖLLUR Reykjavíkurmótið hafið í dag kl. 17 leika K.R. - Víkingur á Melavelli. Dómari: Gunnar Gunnarsson Á morgun, fimmtudag kl. 20 leika á Melavelli. Valur - Þróttur Verð aðgöngumiða: Börn kr. 25.00 stæði kr. 50.00, stúka kr. 60.00. MÓTANEFND. 1. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.