Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. - Auglýsingasími: 14906. _ Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — I lausasölu kr. 7,00 eintakið---Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. 7/7 hamingju ÞAÐ VAR vel til fundið, að fyrstu íbúðirnar í Breiðholti skyldu verða fullgerðar 1. maí, rúmu ári eftir að byrjað var á þeim. Þessar íbúðir eru árangur af góðu samstarfi verbalýðshreyf ingar og ríkisstjórnar, og reyn- ast þær vonandi byrjun á miklu og heillaríku starfi. Langt er síðan verkalýðshreyf- in gerði sér Ijóst, að ekki dugir að einblína á krónutölu kaups- ins. Verður hreyfingin einni'g að 'fyigjast með því, hvað verkafólk ið fær fyrir hverja krónu til að gera sér grein fyrir raumveruleg um kjörum þess. Þegar skyggnzt er í pyngju alþýðu manna á íslandi, kemur í fjós, að yfirleitt fer óhóflega mikill hluti mánaðarlauna í greiðslu fyrir húsnæði. í öðrum með íbúðirnar löndum þykir feikinóg að fólk greiði 10-15 %launa fyrir íbúð- ir, en hér á landi er algengt, að talan sé 30-40%. Verðurþví Ijóst, að íbúða-kostnaður er meginatriði í kjörum Íslendinga. Rétt er að minnast þess, að ís- lendingar vilja allir eignast íbúð ir sínar, og verður ekki hjá því komizt, að það kosti nokkru meira^ en venjulega leigu, meðan greitt er íbúðarverðið. Mun raunar koma fram á næstu kynslóð íslendinga, á árunum 1970-2000, að þúsundir munu njóta þess, hve miklu l'andsfólk- ið hefur fórnað til að eignast íbúð ir 1940-70. Það mun koma sér vel. Þá er oft sagt í gagnrýnistón, að íslendingar byggi flottustu millistéttaíbúðir, sem til séu á jörðinni. Samkvæmt alþjóðleg- um skilningi á orðinu „millistétt” á það tvímælalaust við 98% allra íslendinga, hvort sem þeir eru kallaðir fátækir eða ríkir hér á landi. Um flottheitin er það að segja, að oft hefur verið farið yfir hófleg mörk, en í meginatriðum verða íslendi'ngar að byggja vel vegna stöðu landsins og veður- fars. Verkalýðshreyfingin gerði hús- næðismál að einu meginatriði júnísamkomulagsins við ríkis- stjómina, sem hvað farsælast hef ur iverið stjórnmálaviðburða á síðari árum. Samkvæmt því sam komulagi var sett upp bygginga .áætlun, sem nú er að byrja að skila íbúðum. Ekki ~ var þess að vænta, að íbúðabyggingar í stórum stíl gætu hafizt á stundinni. Það hefur tek ið tíma að komast af stað, en þeg ar hefur fengizt dýrmæt reynsla. Er nú rétt að halda áfram á sömu braut, hagnýta reynsluna, gera íbúðir hentugri og ódýrari. Munu þá ávextir júnísamkomulagsins blómgast ár eftir ár um ókomna framtíð. Sumaráætlun Loftleiða Loftleiðir hafa nú gefið út sumaráætlun sína og eru stórir í sniðum að venju. 19 vikulegar ferðir verða milli New York og Keflavíkur fram og aftur og 15 vikulegar ferðir fram og aftur milli Keflavíkur og Lúxemborg ar. Ein ferð fram og aftur milli Lundúna og Glasgow og þrjár ferðir í viku fram og aftur til Oslóar og Kaupmannahafnar, en tvær til Gautaborgar. Nú hætta Loftleiðir að nota DC 6B á áætlunarleiðum sín- um, og verður síðasta ferðin far- in í dag er Þorfinnur Karlsefni flýgur til Lundúna undir stjórn Fróða Björnssonar. Á morgun flýgur svo RR-vél- in „Leifur Eiríksson” héðan til Norðurlanda undir stjórn Jó- hannesar Markússonar og Olaf Olsen. Með tilkomu RR-vélanna stytt- ist flugtíminn verulega, þannig tekur flug til Glasgow rúma 2 tíma og fiug til Osló um 3 tíma. í sambandi við Bandaríkja- flug bjóða Loftleiðir nú sér- stakan afslátt handa fjölskyld- um, þar sem fyrirsvarsmaður greiðir fullt gjald en maki og böm 12—22 ára annarrar leiðar gjald fyrir far fram og aftur, auk þeirrar lækkunar sem svo- nefnt gestakort býður upp á meðan ferðamaðurinn dvelur í Bandaríkjunum. Nú er flogið á rúmum 7 klst. milli Keflavíkur og New York 4300 km. vega- lengd. Venjulegt fargjald fram og tii baka New York — Kefla- vík kostar 17.350, en frekar er greint frá afslætti í sumaráætl- uninni. Börn 2ja—12 ára greiða 50% af fargjaldi en böm inn- an tveggja ára 10% af fargjaldi. Nú bjóða Loftleiðir sérstök kjör, ef menn vilja hafa sólar- hrings viðdvöl í Lúxemborg, eða sams konar kjör og svonefndum Stop-over farþegum er boðið hér á landi, en þeim er ýmist boðin eins dags dvöl eða 2ja daga dvöl með sérstökum kjör- um. í sumar verða tæplega 300 FERÐA~ MAL 2 3. maí 1968 — . ALÞÝÐUBLAÐIÐ 6I8A181KM4JA mi lem i- manns í flugliði Loftleiða, þar af um 180 flugfreýjur. Mikil Jasshátíð í sambandi við hin hagstæðu ferðalög sem nú eru boðin til Bandaríkjanna má geta þess að í ár er 250 ára afmæli New Or- leans borgar og verður haldið upp á það með mikilli jazzhátíð dagana 12,—18. maí í vor. Verð- ur haldinn fjöldi konserta, utan húss og innan, flestir öllum opn- ir án endurgjalds. Er ætlunin að þessi jazzhátíð verði hér eftir árlegur viðburður. í San Antonio í Texas er hafin heimssýningin HEMISFAIR ’68 sem stendur til 6. október í haust. Um þrjátíu þjóðir taka þátt í sýningunni, auk nokkurra ríkja Bandaríkjanna. Þar að auki hafa stórfyrirtæki eins og Coca-Cola, Eastman Kodak, Ford, General Electric, General Motors, IBM og mörg fleiri, eig- in sýningarskála. Hægt er að sameina heimsókn á HEIMISFAIR ’68 og ferð á Olympiuleikana í Mexico Cily, þar sem sýningunni lýkur að- eins nokkrum dögum áður eh Olympíuleikarnir hefjast þann 12. október. Fuglaskoöun Á sunnudag efnir Ferðafélag íslands til tveggja ferða. Farið verður í fuglaskoðunarferð á Hafnaberg og gönguferð í Heng il. Lagt verður af stað í báðar ferðirnar kl. 9,30 frá Austur- velli. Valhall oppnar Valhöll á Þingvöllum opnaði 1. mai og skrapp ég þangað í kvöldkaffi. Vegurinn austur var óvenjulega góður, enda virðist umferð austur hafa verið með minnsta móti. Það var dálítið undarlegt að sjá Almannagjá fulla af snjó, en eins og kunnugt er — er umferð um gjána ekki leyfð lengur og því ekki hugs- að lengur um að ryðja snjó úr henni. í Valhöll var vistlegt að venju en ekki virtust margir á ferli þetta kvöld, enda enn hálfgert vetrarríki á Þingvöllum. — SJ. VIÐ MÓT— MJ5MM Gripdeiidðlýður á flðndiri Undanfarið hefur skemmdar starfsemi unglinga mikiö verið til umræðu bæði í blöðum og útvarpi, enda illt orðið undir, að búa. Málið er komið á það stíg, að ýmsir eru farnir að veigra sér við að byggja sum arbústaði í nágrenni höfuðborg arinnar af ótta við, að allt verði brotið og brennt, og sannarlega ekki að ástæðulausu. 'Ég ætla þó ekki að ræða um skemmdarverk unglinganna að sinni, en víkja lítillega að öðr um ámælisverðum verknaði, sem skrifast hlýtur á reikníng hinna uppvöxnu og fullorðnu í þ.ióðfélaginu og ekki verður afsakaður með barnaskap eða unggæðishætti. — O — í slysavarnaskýlum og sælu húsum eru að jafnaði geymdar nokkrar matarbírgðir ásamt nauðsynlegiistu áhöldum og tækj um, ef þurfandi gesti skyldi bera að garði. Þessi hús og skýli, sem yfirleltt standa á af_ skekktum stöðum við sjó eða á fjallvegum eru einmitt reist í bví augnamiðl að veita nauð stöddum afdreu og matföng til bráðabirgða. þegar svo ber und. ir. Á síðustu árum hefur hins voo-aj. t»l«vert borið á því, að óbiutvandir flæklugar Iétu errinar inm um húc>n, ætu upp mátarbira-stir og hefðu á brott með sér flert Jauclegt Úr skálun ”m. Hvaðeína hefur verið hirt, huífanör ng súnunottar, utlar_ tenni og eldunartæki, hess er vífnvei asomi, flS einn náunginn lét sig elrirj muna um að hafa á hrett r* sér bílhlass af koí »m, s«m æUað v;»- t>I vetrar- ter'fl'a á staAVmm f slílrnm til- viirun, „r uaumast um. gáleysis- >'e-i< a ð ræA'a. menn geta Iranuslri c? t.. n ot A buíf e'Aq gafli r-A-ir biá «ér í ógáti, en varla mörgnru selrlrium af kolum. _ o — Þetta er að sjálfsögðu alvar- legt má ekki sízt þegar um slysa varnaskvli er að ræða, og get ur hæglega átti eftir að kosta manuslíf. þótt hingað til hafl hað ekki komið að sök, en það er sannarlega ekki þeirra dyggð að þakka, sem rænt hafa hú-in. Því miður hefur gengið erí’iðlega að hafa hendur í hári þessa gripdeildalýðs, enda standa húsin yfirleitt á afskekkt Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.