Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 5
JJektor Menntaskólans við Læk.iargötu, Einar Magn- ússon c.and. theol., lýkur grein með sömu fyrirsÖgn í Alþýðu- blaðinu 20. 4. sl. með skilgrein ingu á orðinu menntun: „Sum- ir“, segir hann, „tel.ia það t.d. vott um menntun að dást 'ið og vilja verðlauna ónáttúru á prenti eða í myndum og kalla það skáldskap og list. Aðrir telja meuntun vera þekkingu, studda hógværff, góffvild og sann leiksást” Leturbreyting grein arhöfundar gefur losandanum vísbendingu um hvorn flokkinn hann telur sjálfan sig fylla. Annars er hætt við að lesend- ur hefðu átt erfitt með að kom ast að þessari niðurstöðu eftir lestur greinarinnar, þar sem hún einkennist af útúrsnúning- um, rangfærslum og persónu- legum hnútum. ^filefni hinnar smekklegu greinar rektors eru um- mæli er ég viðhafði í kunningja bréfi til Helga Sæmundssonar á þá lund að eitt erfiðasta vanda mál íslenzkra fræðslumála væri* 'illa menntuff og duglítil kenn- arastétt, smánarlega launuff. Ég hef viðhaft svipuð ummæli áður á opinberum vettvangi og ær ekkert feiminn við að endur taka þau hér einu sinni enn. Mér er fullkomlega ljóst að fast er að orði kveðið, en því miður, því miður er þetta sann leikanum samkvæmt. Hver sem vill getur gengið úr skugga um það með bví að kvnna sér af eigin raun hversu mikill hluti kennaractétt.arinnar hefur afl- að sér þeirrar menntunar sem krafizt er aff Ing'um. Þetta á- stand er að vísu breytilegt eft- ir skólastigum. Háskóli íslands stendur hér að sjálfsögðu bezt að vígi, en gagnfræðaskólarnir langverst, þar á milli eru barna skólar og menntaskólar. pinar Magnússon rektor ger ir mér upp þá skoðun að ég álíti menntunarleysi kennara mest á menntaskólastiginu. Þetta tekst honum með því að slíta setningu í miðri grein minni úr öllu samehengi og tengja hana annarri löngu síðar. Ég hafði. í umræðu um skóla- stigin látið svo um mælt að ég teldi að barnaskólarnir stæðu einna bezt í stykkinu en mennta skólarnir verst Hér var rætt um að menntaskólamir væru orðnir miög á oftir tímanum, en þess jafnframt getið að tveir menntaskólar (Laugarvatn, Hamrahlíð) hefðu sýnt mikinn umbótavilia. En hinn hógværi og sannleikselskandi guðfræðing ur lætur sig ekki muna um að tengja þetta ummælum mínum um menntunarleysi kennara. Þetta er svo hrópleg rangfærsla að hún er í rauninni ekki svara verð, nema ef til vill fyrir þá sök eina að öllum almenningi er kannski ekki kunnugt um þau stórkostlegu heljarstökk sem Einar Magnússson rektor sýnir stundum á sviði hinnar göfugii fræðigréinar rökfræðinn ar. Mér var raunar kunnugt um það .fyrir að Einar Magnússon hefði ekki ýkjamikið álit á gáf um mínum og hæfileikum, en ég vona að ég megi efast um að honum takist að telja fólki trú um að ég sé svona vitlaus. En á þessari rangfærslu grundvall ast síðan öll grein rektors, þar sem hann gerir grein fyrir mennt.un kennara við Mennta- skólann við Lækjargötu. gTg óska Einari Magnússyni rektor til hamingju ef það er rétt sem hann gefur í skyn, að ekki sé skortur á kennurum með tilskilda menntun að lög um, er vilja starfa við skóla hans. Hjá því verður þó ekki komizt að gera nokkrar athuga semdír við greinargerð hans enda er þar ýmislegt villandi. Rektor. segir að 33 af 35 föstum kennurum við skólann hafi há- skólapróf. Ég skal ekki rengja þessar tölur, en bendi á að þar með er ekki öll. sagan sögð. Það eru ekki öll háskólapróf sem veita rétt til kennslu við monnta skóla. B.A.-próf þykir til að mvnda ekki nægileg menntun fvrir menntaskólakennara, en veitir réttindi til kcnnslu á gagnfræðastigi. Þá eru og til há skólapróf er veita alls engin kennsluréttindi. Gott dæmi um menn með slík próf í hópi menntaskólakennara er einmitt Einar Magnússon sjálfur. Hann hefur guðfræðipróf frá Háskóla íslands 1925, en hann hefur ekki háskólapróf í neinni kennslu- grein menntaskólanna, og þar af leiðandi engin réttindi til menntaskólakennslu samkvæmt núgildandi fræðslulögum. fecá veitir Einar Magnússon rektor þær athyglisverðu upplýsingar í grein sinni. að hvorki meira né minna en 40 stundakennarar séu nú starf- andi við Menntaskólann við Lækjargötu. Þar sem það þykir venjulega ekki æskilegt að lausa kennarar séu fleiri en ýtrasta nauðsyn krefur, þá er sú hugs un áleitin hvort þessi mikli f.jöldi lausakennara geti hugsan lega st.afað af því að örðugt hafi reynzt að fá nægi- lega menntaða kennara til. að ráðast til fastra starfa við skól ann. Menn taki eftir að lausa kennárarnir eru hvorki meira né minna en 40 talsins, á móti 35 fastráðnum. Meðal þessara manna telur rektor fimm menn með doktorspróf. Eru það vís- indamenn sem bæta kennslu of- an á fullan vinnudag við önnur störf? Ef svo er, þá er að minni hyggju næsta hæpið að telja slíka menn til menntaskóla- kennara. Hins vegar talar þetta Njörffur P. Njarffvík, sínu máli um launakjör þessara maima eða fórnfýsi. (Jektor telur í grein sinni að svipað menntunarástand Framhald á 14. síðu. Nu þurfa allir w að eignast miða i X happdrætti SlBS^ Virisamlegist athugið, að umboðsmenn happdrættisins geyma ekki miða viðskipta- vina fram yfir dráttardag. 6. maí verður dregið um aukavinning CAMARO SPORTBÍL Enn er tækifæri til að eignast miða, endurnýjun lýkur á hádegi dráttardags Happdrætti SIBS 1968 3. maí 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.