Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 3
Norðangarður og ¥ frost um landið Uggvænlegt hvað meöalhiti er lágur Nú gengur yfir landið norðan- átt og í gær var frost víðast hvar á landinu, nema hér sunn anlands. Hér í Reykjavík var í gær 3 stiga hiti, en 7 stiga frost var á Horni, 3 á Rauíar- höfn og í Borgarfirði var 2 næstu dægur. Ekki er gert ráð fyrir meira en 2 stiga nætur- frosti í Reykjavík og nágrenni. Að sögn talsmanrfs Veðurstof unnar er ekkert óeðlilegt við hret á þessum árstíma og á und anförnum árum hafa þau ver- ið algeng. Jafnvel er vitað um slík hret í júnimánuði. Hins vegar er uggvænlegt hvað með alhiti það sem af er árinu er lágur og er árið orðið eitt hið kaldasta að meðaltali, nú í lang an líma. stiga frost. há var éljagangur víðast um land nema hér sunn anlands. ■ é Hvassast var hér í Reykja- vík í gær 6 vindstig, annars staðar var vindhraðinn svipað- ur, eða eitthvað lægri. Ekki er enn séð fyrir end- ann á norðangarðinum og er spáð óbreyttu veðri í dag og Mun meiri úrkoma í Breiðholti íbúar Breiðholtshverfis munu njóta fallegs útsýnis, sérstaklega þó þeir- sem koma til með að búa á efra svæðinu, sem nú er hafizt handa um að ekipuleggja. Neðra svæðið, sem nú er að byggjast, liggur um 70 m. yfir sjávarmáli og má búast við að allmiklu kaldara yeðri á þessu svæði en t. d. í mið borginni. Þá hafa mælingar sýnt að þar er úrkoma tals- vert meiri en í miðborginni. Síldarleitin hefst í næstu viku Síldarleitarskipin Ámi Frið- riksson og Hafþór halda í síldar leit austur í naf í næstu viku. Að sögn Jakobs Jakobssonar, fiskifræðings, er erfitt að gera sér grein fyrir því, hvernig síld in kemui; til með að haga sér í sumar, fyrr en eftir að skip in eru byrjuð leitina. Fremur er þó gert ráð fyrir að síldin haldi sig á djúpmið- um, þótt ógerningur sé að svo stöddu að segja fyrir um hvort hún verður við Sval barða, eins Qg á s.l, sumri. —■ Loftið er svona lævi blandið þar til maður fær vitn eskju um allar aðstæður, í vor, þegar skipin eru farin að leita, — sagði Jakob að lokum. GOÐUR AFLI í EYJUM SEINNI HLUTA APRÍL Afli Vestmannaeyjabáta seinni hluta aprílmánaðar var miu. betri en á sama tíma í fyrra. Fyrri hluta mánaðarins var afli muni m’inni en á sama tíma í fri, ra, en lum miðjan mánuð brá til betri vegar og fiskast enn sæmilega. Afli bátanna er nú allt frá 300 kg. upp í 34-35 tonn. Að Sögn Júlíusar Sigurðsson ar, vigtarmanns á vigt Vinnslu stöðvarinnar, voru vigtuð hjá honum seinni hluta apríl mán aðar um 3.000 tonn af fiski, sem er um það bil helmingi meira en vigtað var þar á sama tíma í fyrra. £„ mai li.o fegursta veður var í Reykjavík og víða um land er 1. maí hátíðahöldin fóru fram. Mikill fjöldi fólks tók þátt í kröfugöngunum og sést hér hluti mannf jöldans sem var samankominn á Lækjartorgi og í Bankastræti að kröfugöng-f unni lokinni. Myndin er tekin ofan af þaki Útvegsbankans. (Ljósm. Bjarnleifur). * FLOKKSST ARFID Hafnfirðingar. Félag ungra jafnaSarmanna í Hafnarfirði, heldur almennan félagsfund kl. 8,30 í AlþýSuhúsinu Hafnarfirði í kuöld. Emil Jónsson, utanríkisráðherra ræðir um stjórnmálaviðhorfið. Félagsmenn hvattir til að fjölmenna. — FUJ, Hafnarfirði. Tertuföt — Þakkir Tilkynning frá 1. maí kaffinefnd fulltrúaráðs Alþýðuflokksins. Þær konur sem eiga ósótt tertuföt, eru beðnar að sækja þau á skrifstofu Alþýðu- flokksins Alþýðuhúsinu. JaWramt vill nefndin þakka öllum þeim sem studdu hana, bæði með gjöfum og vinnu. Mikill áhugi á ein- býlishúsateikningum Alþýðublaðið hafði í gær samband við Helga Hjálmars- son, arkitekt, einn þremenn- inganna er unnu 1. verðlaun í samkeppninni um einbýlishús til fjöldaframleiðslu. Aðspurð- ur kvaðst Helgi hafa orðið var við mikinn áhuga hjá bygg- ingariðnaðarmönnum og al- menningi, sem hefur í hyggju að byggja á næstunni. Aftur á móti kvaðst Helgi ekki geta veitt nein skýr svör við fyrir- spurnum þessa fólks, þar sem það er á valdi Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunarinn- ar að hafa forgöngu um fram- hald þessarar samkeppni. Vel mæíti hugsa sér að komið yrði á stofn sérstakri verksmiðju sem hefði það hlutverk að fram- leiða húshluta, byggða á beztu tillögunum er þarna koma fram, og bjóða síðan út ákveðin verk efni til undirverktaka. — Það virðist hafa komið al- menningi mjög á óvart hve ó- dýr þessi hús gætu orðið í fjöldaframleiðslu og það er á- stæða til að taka fram að við gætum framleitt breytileg hús á sarna grundvelli, sýnt t. d. fram á 5 — 10 mismunandj leið- ir í byggingu þessara Jiúsa. Við höfum rætt um okkar á milli að gera nokkur líkön, þar sem sýnt verði fram á mismunandi aðferðir. — Þessi hús eru að efniviði mætti hugsa sér að komið yrði eins innlend og nokkur hús geta verið, sagði Helgi enn- fremur, Það hefði vissulega verið þörf á slíkri samkeppni fyrr, en nú ætti að vera góður jarðvegur fyrir meiri skipu- lagningu í byggingu einbýlis- húsa en verið hefur. ★ Ólafur Jensson, fulltrúi hjá Byggingarþjónustunni, sagði að aðsókn að sýningunni hefði verið rnjög góð. Sýningin verð- ur opin út þessa viku, opin frá 4 — 10 daglega og 2—6 á laug- ar- og sunnudag. Sýningin er að Laugavegi 18 A, IIII. hæð Um aðra helgi verða þær til- lögur er hlutu verðlaun og lofsverð ummæli, sendar til Akureyrar til sýningar þar. 3. maí 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.