Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 8
Það var óneitanlegra dularfullt: Masaryk fannst ekki béinlínis undir glugganum, sem ætla mátti að hann hefði fallið úr, heldur um 12 fet frá veggnum. TÉKKNESKA ríkisstjórnin hef- ur undanfarið látið rannsaka hver hafi orðið hinn raunveru- legi dauðdagi Jan Masaryk, fyrr verandi utanríkisráðherra Télckó slóvakíu, sem fannst látinn fyr ir neðan glugga íbúðar sinnar í þinghöllinni í Prag 2 vikum eft ir valdatöku kommúnista 1948 eða fyrir réttum 20 árum. í Tékkóslóvakíu mun það al- gengt að menn séu myrtir á þann einfalda hátt, að þeim er hránt út um glugga, Þykir þess vegna skýring sú, sem þær ríkisstjórn ir, sem með völd fóru í Tékkó- slóvakíu áður en hinn frjáls- lyndi Dubeek náði völdum harla ósennileg, en hún var á þá leið að hann heíði fyrirfarið sér. Málið hlaut að sjálfsögðu þá meðferð sem öli önnur mál, sem líkleg voru til skaða stjórnar- herrana þ. e. a. s. fyrir lukt- um dyrum. Hefur nú opinber- lega komið fram í Tékkóslóva- kíu, að 10 vitni, sem líkleg voru til að geta veitt upplýsingar um málið hafa öll horfið á dularfull an hátt. Hefur tékkneska ríkisstjórnin nú fyrirskipað nýja rannsókn í málinu, og geyma tvö stór geyms luhólf merkt einkennisstöfunum VSTB 448891 og VSTB 4581, úí troðin skjölum upplýsingar um málið. Hefur sá grunur, sem lengi hefur leynzt með fékk nesku þjóðinni að rússneska leyniþjónustan undir stjórn Ber ia hafi mvrt Masaryk, nú komið upp á yfirborðið eftir 20 ár, - Hafa undanfarið verið látlaus- ar hringingar til höfuðstöðva rannsóknarnefndar þeirrar sem rannsakar málið. Þegar er tékkneska ríkisstjórn in tilkynnti að hún hefði fyrir- skipað rannsókr. á dauðdaga hins fyrrv. utanríkisráðh. hafa upp- lýsingar, sem ef til vill geta svipt hulunni af þessu máli komið fram þótt enn sé erfitt að átta sig á, hverjar upplýsingar eru nothæf- ar í rannsókn málsins og hverjar ekki. Dularfullur dauði ’inna 10 manna, sem áliíið er að kynnu á einhvern hátt að svipta hul inni af málinu hefur enn aukið grun manna um að ekki sé allt með felldu varðandi dauða Masa ryks. í marz mánuði 1948 virtist mönnum Masaryk vera eitthvað miður sín, en hann hafði þá skömmu áður nauðugur viljugur gerzt ráðherra í hinni nýstofn uðu kommúnistastjórn undir ráðu neyti Clements Gottwalds, sem skömmu áður hafði hrifsað til sín völdin í Tékkóslóvakíu. Jan Masaryk hafði verið alinn upp við vestrænar siðvenjur og lýð- ræði, en faðir hans var forseti tékkóslóvakíska lýðveldisins milli heimsstyrjaldanna og var þess vegna í andstöðu við hina nýju ráðamenn. Hann gerði sér þó Ijóst, að öll andstaða gegn hinni nýju stjórn myndi árang- urslaus. 9. marz 1948 var hon- um tilkynnt, að honum bæri að vera viðstaddur setningu hinnar nýju stjórnar og er haft eftir einum einkaritara hans dr. Lu mir Soukup, að honum hafi far izt orð á þá leið, að hann myndi ekki verða viðstaddur setninguna Seinna voru þessi ummæli Masa ryks notuð af tékkneskum ríkis- stjórninni sem sönnun þess, að hann hefði fyrirfarið sér í ör- væntingu vegna áróðursherferð ar sem skipulögð átti að vera gegn honum af vestrænum ríkj um. Þessi ummæli Masaryks hafa einnig verið túlkuð á þá leið, að hann hafi verið að undirbúa flóttatilraun. Síðast er vitað um Masaryk á lífi kl. 11 sama kvöldið sem rík isstjórn Gottwalds tók við völd- um, er einkalæknir hans færði hinum tebolla. Rannsóknin, sem nú hefur verið fyrirskipuð miðar að því að fylla í eyðurnar frá kl. 11 að kvöldi 9. marz og til kl. 4 að morgni 10. marz, er leyni lögregla Gottwalds segist hafa komið að Masaryk látnum fyrir neðan baðherbergisglugga íbúð- ar hans í þinghöllinni í Prag. Meðal annars hefur komið í ljós, að leigubílstjóri, sem var í þjón ustu levniþ.iónustunnar til árs- ins 1 9 4 9 var fangelsaður í tvö ár „sem viðvörun.“ Var honum skipað af 2 eða 3 leyni- lögreglumönnum að aka til þing hallarinnar kl. 4 að morgni þess 10. marz. í portinu undir bað- herbergisglugganum í íbúð Masa ryk komu þeir auga á lík Masa ryks íklætt bláum náttfötum og hafði teppi verð breitt yfir það. Ekkert blóð var sjáanlegt hjá líkinu, aftur á móti voru fætur Masaryks mikið hnjaskaðir og beinaflísar nálægt líkinu. Leigu bílstjóri þessi segist hafa safn að þessum flísum saman, en seg ist þá hafa uppgötvað, að Masa ryk hafi ekki legið beint undir baðherbergisglugganum, heldur legið í um 12 fet frá húsveggn- um og 2 fet til hliðar frá glugga horninu. Segir leigubílstjórinn að einn þeirra manna, sem komið hafi inn í portið á þessum tíma hafi verið dr. Borkovec, sem nú hef- ur komið fram á sjónarsviðið löngu eftir að tilkynnt hafði ver ið að hann væri látinn. Varð hann strax óvinsæll af yfirmönnum sínum vegna áhuga síns á að komast til botns í dauða orsök Masaryks. Segist Borkovec aðeins ræða þessi mál við rann- sóknarnefndina, þar eð i-upplýs- ingar. þær sem-hann kynni að gefa um málið gæti valdið mis- skilningi meðal fólks. Bróðir Borkovecs var tekinn til fanga 1948 sakaður um að hafa brugg að launráð gegn kommúnista- stjórninni. Er sagt, að hann hafi trúað klefafélögum sínum fyrir því að Masaryk hafi verið fórn ardýr höfuðsmanns í rússnesku leyniþjónustunni, Franz Schr- amms, sem njósnaði um gjörðir tékkneskra kommúnistaforingja í útlegð þeirra í Rússlandi. Hvað sem hæft kann að vera í þessari frásögn bróður Borkovecs, er ekki unnt að sannreyna þær, þar eð hann var einn þeirra tíu sem álitið er að kynnu að geyma upplýsingar um málið, og komn ir eru undir græna torfu. Helztu þeirra eru: Bróðir dr. Borkov- ecs, sem tekinn var af lífi vegna andkommúnstískrar starfsemi. Franz Schramm, sem grunaður er um, að hafa banað Masaryk, Jiri Choc, 21 árs lagastúdent, leiðtogi andkommúnistískrar hreyfingar. Var hann sakaður um að hafa orðið Schramm að bana, þótt hann hafi neitað því •og pyndaður af leyniþjónust- unni. Choc var tekinn af lífi. Jose Kadlec, fyrrverandi lífvörð- ur Masaryks og síðar aðstoðar maður dr. Zedenek Borkovec. Kadlec var háttsettur í lögregl unni, en þótti sýna einum of mik inn áhuga á dauða Masaryks og lét lífið við yfirheyrslu. Moravec, liðsforingi, og einn Mver var hinn raunv andi ufanríkisráðher ur vikuun eftir valdal tuttugu árum? og lézt skömmu síðar í Bret- landi. Vaclav Sedm, einn af vörð- um Þingballarinnar í Prag, sem hafði lykl.-i að íbúð Masaryks. Hann var á va,kt 9. marz og var af gagnni"=vnrnm tékknesku út lagastjórnarinnar í London á styrjaldar^r'.nnnv 2i vikum1 eftir dauða Masarvks flýði hann land fyrir ne£an glugga íl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.