Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 4
HEYRT& SÉÐ TÓNAFLOÐ Julie Andrews, ein vinsælasta kviltmyndastjarna, sem nú sést á tjaldinu, leikur og syngur aðalhlut- verkið í Sound o£ Music, sem Háskólabíó sýnir nú og mun að líkindum sýna linnulaust næstu vikur . Aðalleikari með Julie Andr- éws í þessari mynd er Christop her Plummer, mjög þekktur og ýinsæll leikari, en efni myndar innar er tekið úr ævi Trapp- fjölskyldunnai', sem var þekkt fyrir söng skömmu fyrir síðustu Iheimsstyrjöld. Myndin gerist í mjög fögru umhverfi í austur- rísku Ölpunum og Salzburg, þar sem Trapp-fjölskyldusöngv ararnir unnu mikla sigra á sín um tíma. í mynd þessari leikur Julie Andrews óstýriláta stúlku, sem sótt hefir um inngöngu í klaust ur, en á erfitt með að semja sig að siðum þar, sem hún ger- ist oft sek um smáyfirsjónir. Verður iþetta til þess, að abba dísin telur heppilegast að s.enda hana sem fóstru á heimili fyrr- verandi ajóliðsforingja, sem misst hefur konu sína frá sjö börnum. Börnin hafa reynzt býsna .erfið viðfangs, svo að * í SKÓLA EINUM í Tönder í Danmörku er verið að útbúa nýia stofu handa skólatann- lækninum og f.yrir framan hana verður biðstofa eins og lög gera ráð fyrir. Þetta væri ekki í írásögur færandi ef tannlæknirinn hefði ekkj leit að álits nemendanna um inn- réttingu biðstofunnar, í stað þess að snúa sér til spreng- lærðs innanhússskreytinga- manns. Niðurstaðan varð sú að f’estir nemendurnir vildu að á biðstofunni yrðu leðurklædd húsgöng og litasjónvarp. Þá vi’du þeir að henni yrði skipt í tvennt, þannig að yngrj og eldri nemendur þyrftu ekki að vera saman. Ýmsar aðrar hug myndh- komu fram. t.d. að hafa þnr fuglabúr, síma-s.iálf- sala, blómaskreytingar og eft- irprentanir af málverkum. fóstrur hafa ekki haldizt á heim ilinu stund’inni leiigur, en Julie kann á þeim tökin, og áður en varir eru börnin orðin hænd að henni og mega helzt ekki af henni sjá. Er ekki ástæða til að rekja þessa sögu frekar, en efni myndarinnar er mjög hug ljúft og skemmtilegt, svo að fólk á öllum ■ aldri hefur gaman af henni. Það eru mikil meðmæli með tónlistinni í þessari mynd, að það eru snillingarnir Rodgers og Hammerstein, sem að henni standa. Þeir hafa á undanförn um árum sent frá sér hvert snilldarverkið á fætur öðru, sem farið hefir sigurför um heiminn — og engin bítlamús- ík er eins lífseig eða vinsæl og þau lög, sem þeir semja. Robert Wise, sem framleiddi og stjórnaði ,,West Side Story“, gegnir sama hlutverki varðandi þessa mynd, og tryggir það einnig, að ekki er kastað hönd- unum til þessara hluta. Árang- urinn hefir líka orðið sá, að myndin hefir uppskorið vmis Oscar-verðlaun, meðal annars verið kjörin „bezta mynd“, þeg ar litið er á hana í heild, Myndin er tekin að mestu í Salzburg, tónlistaborginni í Austurríki, og undurfögru Alpa umhverfi þar, og eru það eng ar ýkjur, að þetta er með beztu fjölskyldumyndum, sem hér hafa verið sýndar um langan tíma. Lítið inn í feiðinnf. ★— Veitingarskálinn GEBTHÁLSI. mmIPCESTONE 4 3. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Cí’iíh'dlIjVfjt -- hct i íí'T Hjónabandib áhættusamt BRIGITTE BARDOT hefur undanfarið dvalizt á Spáni við leik í nýrri kvikmynd, „Shal- ako,” og mótleikari hennar er enginn annar en Sean Conn ery, sem við þekkjum betur undir nafninu James Bond. í „Shalako” er Sean Connery ger- ólíkur honum James Bond, sem um þessar mundir er að spígspora á hvíta tjaldinu í Tónabíói. — Connery leikur nefnilega kúreka, með kúreka- hatt í reiðstígvélum og með marghleypu í beltisstað. Bri- gitte Bardot leikur ríka greif- ynju, haldna ævintýraþrá. — Villta vestrið heillar hana og auðvitað verður Connery til að bjarga henni frá indíánum og öðrum hættum. Kvikmyndin um villta vestr- ið er sem sagt ekki tekin í villta vestrinu heldur á háslétt- um Suður-Spánar. Þar hafa verið reist þorp, kaktusar hafa verið gróðursettir og slegið upp indíánatjöldum, svo að engan, seip myndina sér, gruni að hún sé tekin annars staðar en vestur í Ameríku. Eins og nærri má gera ráð fyrir, þegar kvinna eins og BB á í hlut, bjuggust ýmsir við að nú hlyti að draga til tíðinda, því að BB hefur víst ekkj sinnt eiginmanni sínum, Gúnther Sachs allt of mikið upp á síðkastið. En það er víst harla fátt að segja af sam- bandi BB og „Bond”. Connery segir að honum finnist Brigitte mjög aðlaðandi kona og sam- komulag þeirra er gott, án þess að vera of gott. Þegar starfsdegi lýkur heldur Conn- ery .rakleiðis til dvalarstaðar síns þarna suður frá, en þar bíða hans kona hans og barn. segir Brigitte Bardot. Hún leikur liú í kvikmynd á páni ásamt Sean Connery. Brigitte heldur sig aftur á móti mikið með kvikmyndafólk- inu, einkum leikstjóranum, Ed- ward Dmytryk. Gúnther Sachs kom snöggvast í heimsókn til konu sinnar, en fór nokkrum dögum síðar til Parísar. Sagnir hafa alllengi verið á kreiki um að hjónaband BB og Gúnther Sachs sé að leys- ast upp og sagt er að nýjasta „svermerí” BB sé ungur tón- listarmaður, franskur, Sfcrge Gainsbourg. Hann og Brigitte unnu saman að sjónvarpsþætti fyrir nokkru og þá á Brigitte að hafa sýnt honum meira en lítinn áhuga. LIFI FYRIR LÍÐANDI STUND. BB, þessi fagra kona, sem hefur aflað Frakklandi meiri erlends gjaldeyris en flestar út flutningsvörur landsins, hefur alla tíð verið mikið umrædd og um leið gagnrýnd fyrir sam- 'skipti sín og áhuga sinn á karl- þjóðinni. Fyrir nokkru sagði hún í blaðaviðtali ýmislegt um þessi mál — m. a.: — Ég hugsa mjög langt fram í tímann. Þegar maður er ást- fanginn á maðnr að lifa fyrir 'ðandi stund. Þess vegna álít ég hjónabandið áhættusamt fyrirtæki. Maður tekur áhættu, maður lætur undan augnabliks- löngun. — Hvernig finnst mér Serge Gainsbourg? Mér finnst vænt um hann og met hann mikils. — Kona getur elskað eins lengi og eins oft og hjarta hennar slær. Lífið er stutt og = maður verður ávallt að véra. | reiðubúinn að stofna til nýrra = kynna. Sem betur fer býður 1 lífið upp á mög kynni. .... "é ER SKAMMARLEGT AÐ ELSKA ? í ( | — Auðvitað er ég áfbrýði- 1 söm. Ást án afbrýði — það er = ekki ást. Þegar ég hætti að É vera afbrýðisöm veit ég að ást- § in er farin að dofna. Ég get É heldur ekki lifað með manni = sem ekki er afbrýðisamur. Sé | hann afbrýðisamur, þá er það = mér sönnun þess að ég er hon- É um einhvers virði. = — Sé ég ástfangin get ég É ekki leynt því. Og hvers vegna í ætti ég svo sem að leyna til- É finningum mínum? Er skamm- = arlegt að elska? Ég held að É þegar maður hættir að geta 1 elskað af á’stríðu, þá sé maður É að verða gamall. | - Ég er veik fyrir öllu sem = er bannað. Það sem ekki má er É alltaf það bezta. — Ég lána aldrei peninga. É Ég gef þá — en aðeins sönn- = um vinum, sem ég get beðið um | hjálp ef ég þarfnast hennar. I — Hvort ég eigi marga vini? É Nei, ég get íalið þá á fingrum | annarrar handar. En þeir vinir | sem ég eignast eru líka sann- É ir vinir. I — Ég þoli ekki einveru. Þeg- É ar ég var í Mexico að leika 'í = „Viva Maria” komst ég að því É að ég þarf að hafa vini í kring- = um mig. Öðru vísi slappa ég É ekki af. Af vini krefst ég: þag- = mælsku, tryggðar og hlýju. Ég É krefst þess sama af sjálfri mér | í þessum efnum. Framhald á bls. 14. = iiiMiiin.'iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimimmiiiiiiiiiin iimiimmiiimmiiimmiiiimiii tmimmmmmmmimimimimimimmmimmimii-immimmmmiiiimiiimiiimil

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.