Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 03.05.1968, Blaðsíða 15
Með því að kaupa íslenzkar iðnaðarvörur stuðlið þér að atvinnuöryggi og aukinni velmegun í landinu. Gerið þér yður ljóst, ^ \ r | að ef sérhver Islendingur kaupir S innlendar iðnaðarvörur fyrir kr. 8 1000 í staðinn fyrir erlendar, þá | skapast við það atvinna fyrir 300 5| manns í iðnaðinum. smmsssm 1 B R Últ \1 1 [ :FTIR KAY WINCHESTER | m f4 « — Þykir þér vænt um Jim, Laureen? spurði liún. Ég veit það ekki, svaraði Laur een, —hann á enga peninga (en peningar skiptu hana miklu ipáli). Ég veit ekki hvað ég á að gera. Það lítur helzt út fyrir að hann verði á eftir mér alla ævi. — Sagði hann, að hann elsk- aði þig úti á svölunum? Símon varð öskureiður. — Ég veit það , en Jim varð líka reiður. Hann sagðist hata mig og þá fyrst kom mér til hugar, að hann elskaði mig kannski. — Yrði það leiðinlegt? spurði Melita. — Hann verður góður eiginmaður. Áttu við að hann leyfi mér að gera það sem mig lystir, sagði Laureen blátt áfram. — Það gæti kannski gengið, ef ég fengi að vinna hjá Raoul. Raoul lofaði að ég fengi fötin ódýrt ef ég ynni þar sem sýningarstúlka, en ég held samt, að ég ætti að halda mér við Símon. Ég vil eignast ríkan mann og við Jim getum haldið áfram að vera vinir. Það er skemmtilegt að hugsa til þess, að Jim þráir mig og Sím on er afbrýðissamur. Hún leit á Melitu og sá fyrir BELTI o g BELTAHLUTIR áBELTAVÉLAR BERCO Keðjuf Spyrnur Framhjól Bofnrúllur Topprúllur Drifhjól Bolfar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara á hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA , VlRZLUNARFÉUGIÐ? SKIPHOLT 15 — SIMI 10m litninguna, sem skein úr andliti systur hennar. — Hefur ekkert áhrif á þig, Laureen? spurði Melita lágt. — Þykir þér ekki vænt um neinn? Mér þætti betur ef þú hataðir einhvern. Þá' vissi ég að þú bær ir einhverjar tilfinningar í brjóst í stað þess að nú tek- urðu bara allt, sem. . Laureen starði á hana. — Eg hef ekki hugsað mér að vera ást fanginn, ef þú vonast eftir því, sagði hún einkennilega lágmælt. — Ég hef séð ástfangnar stúlk- ur. Þeim líður illa. En ég ætla aldrei að þjást. 18. K A F L I . Daginn eftir fór Melita í út- reiðartúr á einhverjum erfiðasta hestinum, sem var í hesthúsinu. Einmitt þegar hún var að leggja af stað, kom Símon Ald- ridge hlaupandi og kallaði á' eft ir henni. — Látið þennan hest vera. Þér verðið að sitja hest betur áð ur en þér snertið liann. Reiðin sauð í Melitu. — Ég skal temja hann, þó að það verði það síðasta sem ég geri, hrópaði hún og lagðj af stað. — Komið aftur hingað, Me- lita, kallaði Símon. — Ég fyrir- býð yður að fara. En Melita reið eins hratt og hún komst burtu frá hesthús- inú. Símon Aldridge hljóp að hestinum mínum, en sá, að það átti eftir að leggja á hann svo að hann varð að fara heim án þess að elta Melitu. Hann skildi ckki, hvernig á því stóð að í hvert skipti, sem hann sá hana langaði hann til að kyssa hana en það endaðí alltaf með því að hann varð reiður við hana og skammaðist eða gagnrýndi hana sterklega. Laureen stóð á svölunum, þeg ar hann kom og hún gekk til hans . — Af hverju ertu svona reiði legur, Símon? spurði hún glað- lega. — Við skildum ekki, hvar þú gazt verið. — Við? endurtók hann stutt- ur í spuna. Átti hún við Melitu. — Jim Thurlow og móðir hans komu í heimsókn og ég bauð þeijm til morgunverðar. Þau eru gamlir fjölskylduvinir, hvað svo sem þú segtr. — Þá ætti systir þín að tala við þau. Hún virðist mestur vin ur þeirra hérna, sagði hann. — Var Melly ekki með þér? spurði Laureen. — Er hún ekki kominn heim? spurði Símon hvasst, því að hann hafði farið í langa göngu ferð eftir að hann hafði skilið við Melitu. — Ég veit það náttúrlega ekki með vissu en ég hef ekki séð hana. Símon gékk beint út til hest- hússins og Laureen fór inn og sendi Jim Thurlow út á eftir honum. Jim var áhyggjufullur, þegar hannn kom inn aftur. — Ætlar þú að leita að henni líka, Jim? Hann brosti til móður sinnar. —Ég verð að hjálpa Aldridge hann fer ríðandi, en ég tek bíl- inn. Hvað getur hann gert, ef hann sér Melly á ótemjunpi? spurði Klara frænka, þegar hún sá að Jim ó,k af stáð. — Ég skil þetta ekki. Laureen leit á hana og sagðist svo ætla að fara á' efíir honum í nýja bílnum, sem Símon hafði keypt til að gefa henni eftir að þau væru orðin hjón. Laureen vissi ekki sjálf, hvað hún ætlaðist fyrir. Hún ætlaði bara að komast í burtu, fá að hugsa, tala við Jim. Hvers vegna voru þeir svona hræddir um Melly? Melly hafði setið alla hesta frá því að þær lærðu að ríða sem smástelpur. Hún ók lengi áfram án þess að koma auga á hestana eða Jim og ætlaði að fara að snúa aftur heim, þegar hún heyrði lágt hróp. Hún bakkaði og ók niður að klettunum og þar sá hún bíl Jims mannlausan. Skyndilegur ótti heltók hana og nú heyrði hún Melitu kalla aftur. Laureen gekk til þeirra. Hún titraði öll. Melita var að reyna að skríða niður steinana að hreyfingarlausum manni. — Jim veinaði Laureen og hljóp áfram. Jim. Ó. Jim. 19. K A F L I. Símon hafði útvegað Melitu einsmannsherbergi á Redbourne sjúkrahúsinu. — Þú verður að fá algjöra hvíld, sagði hann og rödd hans var svo undarlega hás og lág. — Eg hef það ágætt, en hvernig líður Jim? — Ekki sem bezt, viðurkenndi Símon. — Hesturinn hefur brot- ið í honum nokkur rifbein. — Hann sparkaði í Jim, þeg- ar hann reyndi að lokka hann frá mér. Ég reyndi að standa upp, en ég var fótbrotinn. Svo hefur víst liðið yfir mig, ég man ekkert frekar fyrr en ég va,kn- aði og sá ótemjuna hvergi og Jim lá grafkyrr. Ég hrópaði á hjálp og þá kom Laureen. Jafn ar Jim sig Símon? Símon brosti. — Já. Hann jafn ar sig. Hann er allur reifaður og Laureen vakir yfir honum eins og unghæna. — Það var gott, sagði Melita rólegri. — Hvers vegna? spurði hann hvasst. — Hún er trúlofuð mér. Hvers vegna varstu að troðast þetta með ótemjuna, Melita? Hvers vegna fórstu niður að klettunum. Mér kom sízt af öllu í hug að leita að þér þar. Hún starði á hann. — Það er lang bezt að fara með hesta þangað sem þeir hafa sýnt manni mestan óhemjugang inn, sagði hún. — Svo varð ég reið við þig. Þú varst svo ókurt- eis. —* Ef þig langar til að vita á- stæðuna er hún sú að ég átti bágt með að stilla mig um, að taka þig í faðm mér og kyssa þig. Þú hefðir naumast tekið því vel. Hann beið eftir svari, en hún lét sem hún hefði ekki heyrt þessi orð hans. Símon, sagði hún í stað þess, — Laureen og Jim eru ástfang- in hvort af öðru, þó að þau viti það ekki sjá'lf. Laureen var ekki með sjálfri sér meðan hún beið eftir sjúkrabílnum. Viltu ekki reyna að hjálpa henni, Símon. — Laureen sér um sig, svar- aði hann hranalega. Þú ættir að sjá hana sitja og brosa til Jims. En hvað með þig? — Hvað með okkur? Við verð um víst alltaf ósammála, en ég vona að allt fari vel, ef ég læri að láta undan. í stað þess að svara henni með fyrirlitningu eins og hún hafði hálfvegis átt von á, sagði hann: —Manstu þegar þú stóðst á brúnni í skóginum og ég ætlaði að ríða yfir hana á hestinum? Mér fannst þá að allt og allir væru á móti þér. Hefurðu alltaf verið í andstöðu við heiminn eða aðeins við mig? Hún skildi ekki hvað hann var blíðlegur og hún hrukkaði ennið. — Horfðu ekki svona á mig, Melly. Ég verð að fá' hreinskiln islegt svar frá þér. Ég reyndi að eins að komast að því, hvort það er sem geri þig dapra og niður brotna. Eigum við ekki að semja frið ef svo er? . — Jú . . stamaði hún. — Við getum reynt að trú- lofa okkur og vita, hvernig það gengur, sagði hann og brosti. — Eins og þú trúlofaðist Laureen? spurði hún. — Alls ekki, sagði hann hrana. lega. — Það var aðeins sam- komulagsatriði, það gengi aldrei með okkur. Ekki eins og mér þykir vænt um þig. Ég get ekki um annað hugsað. Hann tók um hendur hennar. —. Það gerðist fyrsta daginn, sem ég sá þig, i bókasafninu, hélt þú værir stofu meðan ég hélt að þú værir stofu stúlkan. Það var verra, þegar ég komst að því hver þú varst í raun og veru. Elsku Melly, ég get ekki lifað án þín. Ætlarðu enn að berjast gegn mér? — Heimsóknartíminn er bú- inn hr. Aldridge, sagði hjúkrun arkonan, sem kom í gættina. Hann kinkaði kolli og reis á fætur um leið og hann beið eft ir svari Melitu. —. Ég er hætt að berjast, Sím on, sagði hún og brosti gegnum tárin. — Ég ætla alltaf að standa með þér og nú verður engin brú. á milli okkar framar heldur stöndum við hlið við hlið. Hjúkrunarkonan leit aftur inn en þegar hún sá' ljóst hár Símons blandast dökku hári Melitu á koddanum, fór hún aftur út. E N D I R. VELiUM ÍSLENZKT (SLENZKAN IÐNAÐ ástmar 3. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAOIÐ |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.